6.1.2008
Þetta hefur ekki alltaf verið svona
Það er ánægjulegt að heyra að þær þrjár íþróttakonur, sem urðu efstar í kjöri íþróttamanns ársins 2007 (og þar á meðal Íþróttamaðurinn sjálfur), telji að ekki sé munur á aðbúnaði kynjanna til íþróttaiðkunar í þeirra félögum. En þetta hefur þó því miður alls ekki alltaf verið þannig.
Kunnátta mín um æfingaaðstöðu í sundi og badminton nær ekki langt en mig grunar þó að þar sé málum þannig farið að aðstaðan hafi að jafnaði verið svipuð undanfarin ár og áratugi. Þó hefur e.t.v. mátt finna mismun í fjölda æfinga eða tímasetningu þeirra eftir því hvort konur eða karlar voru á æfingum.
En þeir sem hafa fylgst með knattspyrnu kvenna um nokkurt skeið og muna einhver ár aftur í tímann gætu t.d. rifjað upp þegar leikmenn Vals mættu til leiks íklæddar gömlum Vals búningum til þess að knýja á um að fá nýja og samstæða búninga. Ég minnist þess einnig að hafa þurft að fylgja mínu liði, Breiðabliki, í Vesturbæinn til leiks við KR, þar sem leikurinn fór fram á mölinni en karlalið KR var á æfingu á aðalvellinum á sama tíma. Ég man eftir svipuðu á Valsvelli þar sem stelpurnar léku á þríhyrninginum en strákarnir æfðu á aðalvellinum.
Svo muna allar knattspyrnukonur fæddar fyrir 1975 eftir grastakkamálinu ógurlega þar sem konum var stranglega bannað, með reglugerð KSÍ, að leika knattspyrnu í grastakkaskóm.
Þessu breyttu knattspyrnukonurnar sjálfar, undir forystu Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna HKK, og lögðu þannig grundvöllinn að því að í dag er í flestum félögum ekki gerður greinarmunur á aðstöðu karla og kvenna til iðkunar knattspyrnu. Knattspyrnukonur nútíðarinnar njóta góðs af starfi þessara kjarnakvenna og við sem stóðum í eldlínunni horfum með velþóknun á og njótum þess að sjá hinar gríðarmiklu framfarir sem orðið hafa.
Ekki gert upp á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.