6.12.2007
Hraðahindrun á Vesturgötu í Reykjanesbæ
Ég sá frétt á mbl.is í kvöld að búið væri að setja upp bráðabirgða hraðahindranir á Vesturgötu í Reykjanesbæ. Það er gott, en því miður of seint um rassinn gripið hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Nú þegar hefur framkvæmdaleysi bæjaryfirvalda kostað eitt mannslíf sem er einu mannslífi of mikið.
Þessi atburður rifjar upp fyrir mér banaslys sem átti sér stað hér í Kópavogi fyrir 25 árum síðan. Það var haustið 1982 sem ung menntaskólastúlka, Ragna Ólafsdóttir, lést í mótorhjólaslysi í Hjallabrekku. Þá, eins og oft síðan hér í bæ, stóðu yfir framkvæmdir við götuna og var vestasti hluti hennar malarvegur en malbikað austar í götunni. Tvö ungmenni voru að prufukeyra mótorhjól, þegar ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu er hann fór af malbikinu yfir á malarveginn, hafnaði hjólið á ljósastaur og létust þau bæði í slysinu. Skömmu eftir slysið var hafist handa við að malbika götuna til enda. Ég man eftir því hvað ég fylltist mikilli reiði þegar ég sá malbikunarflokkinn mæta á svæðið. Af hverju þurfti mannslíf til að bæjaryfirvöld tækju við sér, af hverju þurfti að malbika strax eftir slysið, var ekki möguleiki að bíða?
Það er eitthvað sem hvíslar að mér að íbúar við Vesturgötu í Reykjanesbæ séu uppfullir af sömu reiði og ég upplifði fyrir 25 árum síðan, nú þegar hraðahindranir eru settar á Vesturgötu. Loksins núna þegar aðgerðarleysið hefur þegar kostað eitt mannslíf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.