6.12.2007
Stórkostlegir listamenn
Ríkissjónvarpið sýnir nú í kvöld danslistaverk sem nefnist Þetta er minn líkami ... Ég veit ekkert um þetta listaverk en miðað við kynningu dagskrárefnisins þá eru þarna frægir dansarar á ferð og sjálfsagt er verkið vel þekkt meðal ballettunnanda.
Það vita þeir sem mig þekkja að ég hef ekki hundsvit á ballett, en ég tel mig samt hafa nokkuð vit á listum og vera sérfræðingur (af einhverju tagi) í íþróttum! Miðað við þær 30 mínútur sem ég sá af þessu verki þá eru þarna á ferðinni hópur stórkostlegra listamanna, höfundur dansverksins hlýtur að vera snillingur og ljósameistarinn magnaður. Á þessum fáu mínútum sannfærðist ég líka um að ég hafi aldrei fyrr séð jafn magnaða íþróttamenn og dansarana í þessu verki. Í einum hlutanum dönsuðu þeir tveir og tveir saman, en annar þeirra var greinilega dauður. Hinn dansarinn henti þeim dauða fram og til baka á borði sem hann lá á og ég hugsaði með mér að hlutverk þess dauða væri klárlega erfiðara heldur en þess sem var á lífi. Hann hlýtur að hafa verið blár og marinn daginn eftir þessa stórfenglegu sýningu.
Höfundar dansins og dansararnir hafa hlotið hjá mér lof en ég er ekki alveg eins sannfærð um höfund tónverksins ... sem höfðaði engan vegin til mín. Ef ég hefði aðeins haft tónlistina þá hefði ég slökkt eftir 5 sekúndur. Ef ég hefði aðeins haft dansinn þá hefði ég horft til enda, en með hvoru tveggja þá þraukaði ég sem fyrr segir í 30 mínútur. Reyndar er ég viss um að ég hefði horft lengur ef þátturinn hefði verið fyrr á dagskránni en ekki náð fram yfir miðnættið!
Dansinn verður endursýndur uppúr hádeginu á laugardaginn ... ég stefni á að horfa til enda þá en kannski set ég aðra tónlist á!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.