Leita í fréttum mbl.is

Að fljóta sofandi að feigðarósi...

varð að því að sofa fljótandi að feigðarósi hjá orðheppnasta bæjarfulltrúa Kópavogs, Ómari Stefánssyni, nema í mannauðsstjórnun, búfræðingi, íþróttakennara, fjölmiðlamenntaður (sem er reyndar dálítið erfitt að trúa) og sjálfsagt eitthvað í viðbót, á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi.  Að öðru leyti tjáði hann sig lítið sem ekkert um málefni bæjarins á fundinum, ekki frekar en oft áður. Svo er líka bara fínt að sitja í bæjarstjórn, vera formaður bæjarráðs eiga sæti í vel launuðum nefndum og starfa sem vallarstjóri íþróttavalla Kópavogs og hafa ekki skoðun á neinu inni í bæjarstjórn. Hann hefur enda örugglega lítinn tíma til að mynda sér skoðanir, verandi í öllum þessum störfum. Gunnar sér bara um þetta fyrir hann. Þetta er örugglega bara fínt og þá er líka allt í lagi að mismæla sig öðru hvoru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Arnþór, þetta er alveg rétt hjá þér. Ég skammaði GIB fyrir það á framboðsfundi í Þinghól árið 1989 þegar hann gerði lítið úr þáverandi íbúum Kópavogshælis. En það er búið að leggja af starfsemi Kópavogshælis og þó Ómar búi í Vesturbænum þá flokkast hann tæplega með fjölfötluðum, en það munar stundum fjári litlu!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.11.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband