Leita í fréttum mbl.is

Þá var ég líka strákur!

Dótturdóttir Sigrúnar systur minnar, Sigrún Birta sem er bráðum fjögurra ára, átti fallegt gullkorn um daginn. Þá var hún að skoða nýja erfðaprinsinn, sem ég kalla Prins Valiant en hefur verið nefndur Ingimar Örn. Hann er bara tveggja vikna sætur kútur.

Sigrún Birta var stödd í afmæli frænda síns, Úlfars Garps, sem fangaði 3ja ára afmæli. Þangað mætti líka Prins Valiant, Ingimar Örn. Hann lá í fangi móður sinnar og var að fá brjóst þegar Sigrún Birta fer að skoða hann. Þá segir Unnur Ýr, móðir Prins Valíants; „Einu sinni varst þú svona lítil eins og Ingimar Örn!“

„Já, og þá var ég líka strákur!“ svaraði Sigrún Birta um hæl og afar montin af litla frænda sínum og því hvað hún er orðin stór stelpa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband