Leita í fréttum mbl.is

Aumlegar afsakanir

Bæjarstjórinn í Kópavogi er ekki af baki dottinn þó hann hafi komist á sjötugsaldurinn á dögunum. Enn og aftur hefur hann í frammi níð og aðdróttanir í garð bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, sem eiga sannast sagna í fullu fangi með að benda á valdníðslu og yfirgang bæjarstjórans í Kópavogi. Af nógu er þar að taka.

Síðasta útspil bæjarstjórans er að klóra yfir þá augljósu spillingu sem hann varð uppvís að er hann réði vin sinn, fyrrverandi bæjarstjóra á Álftanesi, til vinnu á skipulagsdeild Kópavogsbæjar. Þar vann bæjarstjórinn fyrrverandi samhliða ritara skipulagsstjóra að allskyns verkefnum sem til féllu. Þegar bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu eftir starfslýsingu Álftanesbúans og starfslýsingu ritarans kom í ljós að starfslýsingarnar voru næstum þær sömu.  Eftir nokkra mánuði komst ritarinn (sem er kona) að því að fallni bæjarstjórinn frá Álftanesi var á helmingi hærri launum en hún. Hafði hún í frammi eðlilegar umkvartanir vegna þessa, enda þau tvö að vinna að nærri því sömu verkefnunum. Bæjarstjórinn brá þá á það ráð að bjóða henni starfslokasamning sem hún þáði.

Þegar bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar upplýstu að kjaramunur þessara tveggja starfsmanna Kópavogsbæjar væri 26 launaflokkar og 60 fastir yfirvinnutímar á mánuði hófst yfirklór sem vart á sér hliðstæðu. Fyrst sagði bæjarstjórinn að fallni bæjarstjórinn væri „hvalreki fyrir Kópavogsbæ sem ekki fengist til vinnu á venjulegum taxtalaunum“. Þegar það spurðist út að Starfsmannafélag Kópavogs hefði ýmislegt að athuga við þetta orðalag bæjarstjórans sem allt eins væri hægt að orða þannig að hinn fallni Áftanesingur hefði ekki fengist til bæjarins á þeim skítalaunum sem aðrir starfsmenn bæjarins geti sætt sig við (og eru sjálfsagt fullsæmdir af miðað við ummæli bæjarstjórans um ýmsar kjaradeilur sem orðið hafa á undangengum árum). Þegar það spurðist út þá byrjaði bæjarritari á að mýkja orð bæjarstjórans á þann veg að fréttastofur hefðu mistúlkað þau og bæjarstjórinn sjálfur bætti um betur um helgina þegar hann skrifaði grein í Fréttablaðið.

Gunnar bæjarstjóri reynir að slá ryki í augu bæjarbúa eina ferðina enn og talar um hefndir. Spurningin er ... hver er að hefna hvers? Er Gunnar ennþá sár vegna þess að bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar bentu á að hann væri sannarlega vanhæfur til að fjalla um sölu á landi Glaðheima þar sem hann átti persónulegra hagsmuna að gæta en neitaði að hlýða því og hélt leynt og ljóst áfram að skipta sér af framgangi þess máls.

Það skyldi þó ekki vera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Jóna,

takk fyrir viðbrögðin. Sannarlega er þessi spilling grímulaus og ég er sammála þér að það er algjör nauðsyn að halda umræðunni og athyglinni á þeirri spillingu sem virðist vaða uppi innan meirihlutaflokka í bæjarstjórn Kópavogs.

kveðja, Ingibjörg.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.10.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband