Leita í fréttum mbl.is

Einkavinavæðing meirihlutans

Eins og kunnugt er rís bæjarstjóri Kópavogsbæjar upp á afturlappirnar í hvert skipti sem kjaramál starfsmanna bæjarins eru til umræðu og fer með þuluna um að allt fari á hvolf í þjóðfélaginu fái þeir hækkun launa. Það eru þó greinilega undantekningar á þessu í hans huga því hann réð vin sinn og pólitískan samherja til vinnu hjá bænum á vildarkjörum.
 
Sumarið 2006 var Guðmundur Gunnarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi og fyrrverandi bæjarstjóri þar, ráðinn sem verkefnisstjóri hjá skipulagsdeild Kópavogs.  Það var skömmu eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi féll og Guðmundur missti bæjarstjórastarfið þar.
 
Verkefnisstjórastarf þetta var aldrei auglýst og ekki var ljóst hver óskaði eftir stöðugildinu. Guðmundur sinnti aðallega sömu verkefnum og ritari skipulagsstjóra og unnu þau samhliða.
 
Guðmundi var raðað 26 launaflokkum hærra en ritara skipulagsstjóra. 

Þegar Guðmundur var ráðinn til Kópavogsbæjar og sinnti sömu störfum og þáverandi ritari skipulagsstjóra (sem hafði 6 ára starfsaldur hjá Kópavogsbæ) var honum raðað í launaflokk 146.  Þáverandi ritari skipulagsstjóra var í launaflokki 120.
 
Taxti í  launaflokki 120 skv. kjarasamningi starfsmannafélags Kópavogsbæjar er 167.140 en í launaflokki 146 er taxtinn 239.522 kr.  Til viðbótar er Guðmundur með fasta yfirvinnu 60 klst á mánuði. Hann er því með heildarlaun um 390 þús. á mánuði.  Engin gögn benda til þess að ritari skipulagsstjóra hafi fengið greidda fasta yfirvinnu á þeim tíma sem var samið við Guðmund Gunnarsson og líklega fátítt að starfsmenn bæjarins hafi almennt fengið launin sín hífð upp með þeim hætti, þó það hafi breyst eitthvað síðan hjá ákveðnum starfshópum.
 
Í desember 2006 er gerður starfslokasamningur við ritara skipulagsstjóra með því ákvæði að viðkomandi hafi ekki uppi frekari kröfur á hendur Kópavogsbæ vegna starfsloka sinna. Það gerist æ oftar að starfslokasamningar eru gerðir við starfsmenn bæjarins sem þykja „ódælir“.
 
Í kjölfar brotthvarfs ritara skipulagsstjóra sinnti Guðmundur Gunnarsson þeim verkefnum þar til nú í haust er nýr ritari var ráðinn, eða í tæpt ár. Hann var þó á miklu betri launum en fráfarandi ritari eins og kemur fram hér að ofan.
 
Skv. starfsmati raðast byggingarfulltrúi bæjarins sem er tæknifræðingur í launaflokk 140. Guðmundur vinur Gunnars er hins vegar menntaður vélvirki, þannig að ekki er það menntunin sem skýrir hversu hátt hann raðast miðað við aðra starfsmenn.
 
Í ljósi þess að þáverandi ritari skipulagsstjóra er kona hefur bæjarstjóri brotið jafnréttislög hvað varðar jöfn kjör kvenna og karla. Til viðbótar er hér grímulaus einkavinavæðing, þar sem hlaupið var undir bagga þegar bæjarstjóri Álfaness missti vinnuna í kjölfar stjórnarskipta þar.  Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Birgisson áttu saman verktakafyrirtækið Gunnar og Guðmund í gamla daga ... og eru samherjar í pólitík.
 
Um leið og bæjarstjóri hefur brotið jafnréttislög og brotið alvarlega trúnað í starfi nýtur hann stuðnings Ómars Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins, sem í máli sínu á bæjarstjórnarfundi þann 9. október styður Gunnar og ákvörðun hans.  Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi heldur á einum manni, Ómari Stefánssyni.
 
Með þessum gjörningi hafa þeir einnig gefið dyggum starfsmönnum bæjarins langt nef, nema þetta gefi tóninn fyrir kjarasamninga starfsmanna bæjarins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband