Leita í fréttum mbl.is

Samstaða íbúa ber árangur

Stundum er sagt að það þýði ekki að agnúast út í stjórnvöld, þegar stjórnmálamennirnir eru komnir að kjötkötlunum er ekkert sem nær að draga þá þaðan. Íbúar Smárahverfis hafa sýnt fram á hið gagnstæða. Með mikilli og skipulagðri vinnu hafa þeir náð að vinna eina orrystu og það er gott. En stríðið er langt því frá búið.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur farið fram í þessu máli, eins og fleirum, með offorsi þar sem reynt hefur verið að pína fram skipulagsbreytingar í eldri hverfum sem eru í engri sátt við þá íbúa sem þar eru fyrir. Sú ofuráhersla sem meirihlutinn hefur lagt í að knýja fram þessar breytingar er sérstaklega undarleg í ljósi þess að í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segir m.a. að endurbætur og endurskipulagning á eldri hverfum eigi að vera í sátt við íbúa.

Kópavogsbúar eru orðnir langþreyttir á yfirgangi meirihlutans sem hefur stundað það að skella fram ótrúlegum tillögum í skipulagningu innan eldri hverfa og draga síðan niður byggingarmagnið og kalla það að koma til móts við íbúa. Dæmi um það má sjá í Lundarhverfinu og í þeim hugmyndum sem nú liggja fyrir á Kársnesi. Ég tel það liggja ljóst fyrir að annað slíkt dæmi mun koma fram í skipulagningu á Nónhæð. Það er því mikilvægt að íbúasamtökin á Nónhæð missi ekki slagkraftinn sem er í starfi þeirra heldur haldi áfram að berjast fyrir sínum málum af sama krafti og þau hafa gert hingað til.

Við skulum heldur ekki gleyma því að það eru íbúarnir sem móta bæinn og það er þeirra vegna sem það er gott að búa í Kópavogi!

 


mbl.is Skipulagsnefnd hafnaði tillögum um Nónhæð og Arnarsmára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón Guðjohnsen

Það er auðvitað frábært að skipulagsnefnd skuli hafa hafnað eigin tillögum í þessu máli. Vonandi verður ekkert af byggð þarna.

En það kemur mér að á óvart að sjá samfylkingarkonu tjá sig svona um þetta mál því í bókun fulltrúa samfylkingarinnar í skipulagsnefnd segir :
"Við fulltrúar Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd,  getum fallist á breytta landnotkun á Nónhæð og Arnarsmára 32 þ.e. að breyta aðalskipulagi í íbúabyggð frá því sem nú er."

Mér finnst líka athyglisvert í þessu máli hefur fulltrúi samfylkingarinnar í skipulagsnefnd vikið sæti án þess að það komi fram ástæður þess. Nú þekki ég ekki til hvaða ástæður þarna liggja að baki og auðvitað hef ég enga ástæðu til að ætla að neitt óeðlilegt hafi gerst þar. En hver eru eiginlega tengsl Guðmundar Arnar Jónssonar við málið þannig að hann þarf að víkja sæti í umfjöllun um það? Það er líka athyglisvert að samkvæmt þessum fundargerðum (sem hægt er að skoða á www.kopavogur.is) virðist sem hann hafi fyrst vikið sæti um málið 3. apríl 2007 en það er ekki minnst á frávikningu hans á fundum þar sem málið var tekið fyrir þar á undan (nánar tiltekið 19. sept. 2006, 5. des. 2006, 19. des. 2006, 16. jan. 2006, 20. mars 2006).

Mér finnst allavega ekki rétt að stilla málinu upp sem flokkspólitísku á þessum tímapunkti.

Friðjón Guðjohnsen, 22.8.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Friðjón, er ekki rétt að taka bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd alla?  Leturbreytingar eru mínar.

"Við fulltrúar Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd,  getum fallist á breytta landnotkun á Nónhæð og Arnarsmára 32 þ.e. að breyta aðalskipulagi í íbúabyggð frá því sem nú er.  Við teljum afar mikilvægt að væntanleg uppbygging verði í samræmi við aðra byggð í nágrenninu og hús á umræddum reit verði lágreist og ekki hærri en önnur hús er liggja að reitnum. Einnig leggjum við áherslu á að tryggt verði að uppbygging á svæðinu muni ekki hafa neikvæð áhrif á umhverfi aðliggjandi byggðar.
 
Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa ítrekað óskað eftir að gert verði líkan af umferðarsköpun í nágrenni Smárans er tekur til allrar þeirrar fyrirhugðu uppbyggingar sem er á svæðinu.  Þegar það líkan liggur fyrir verður að meta áhrif frekari uppbyggingar á umferð með tilliti til þess.  Þangað til teljum við eðlilegt að fresta öllum frekari áformum um uppbyggingu á svæðinu. Um leið er rétt að vekja athygli á þeirri varhugaverðu þróun að ráðist sé í einstakar breytingar á aðalskipulagi til að uppfylla hagsmuna einstakra aðila - aðalskipulag á í meginatriðum að gilda til nokkurar framtíðar og vera endurskoðað með reglubundnum og lögformlegum hætti þar sem hagsmunir bæjarbúa eru í fyrirrúmi" Jón Júlíusson og Helga Jónsdóttir.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.8.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband