Leita í fréttum mbl.is

Uppáhaldslið Sýnarmanna

Það hefur ekkert farið á milli mála að fjölmiðlamenn á íþróttarásinni Sýn hafa gert uppá milli félaga í Landsbankadeildinni þegar kemur að beinum útsendingum. Á rásinni ráða FH-ingar ríkjum með Hilmar Björnsson, fyrrum leikmann félagsins í fararbroddi. Það er vissulega eðlilegt að sýna mest frá leikjum FH, enda liðið Íslandsmeistari undanfarinna ára en að sýna frá 11 leikjum þeirra af 18 í deildinni árið 2006 meðan þrjú félög eru sýnd fjórum sinnum er kannski ekki alveg sanngjarnt!

Ástæða þess að ég fjalla um þetta nú er að þegar fimm umferðum er lokið í Landsbankadeildinni þá hefur verið sýnt frá fjórum leikjum þriggja liða á meðan mitt lið, Breiðablik, hefur ekki enn hlotið náð fyrir augum Sýnarmanna. Þá má líka telja með ólíkindum að fjórum sinnum hafi Sýnarmenn plantað útsendingarbílnum á leikjum KR-inga sem hafa verið arfaslakir það sem af er sumri og sömuleiðis hafa Skagamenn fengið fjórar sýningar. Þess má geta að þeir leikir sem ÍA og KR hafa leikið og hafa ekki verið sýndir voru báðir gegn Breiðabliki (KR-ingar á heimavelli og Skagamenn í Kópavogi)!

Máli mínu til stuðnings hef ég tekið saman hvernig leikir hafa verið valdir til flokkað eftir liðum í landsbankadeildinni árin 2005, 2006 og það sem af er keppnistímabilinu 2007. Niðurstöðurnar eru þannig (liðum raðað eftir stöðu þeirra í deildinni):

2007:

FH1234
Valur1234
Keflavík1234
Víkingur1234
Fylkir1234
HK1234
ÍA1234
Breiðablik1234
Fram1234
KR1234

2006:

FH1234567891011
KR1234567891011
Valur1234567891011
Keflavík1234567891011
Breiðablik1234567891011
ÍA1234567891011
Víkingur1234567891011
Fylkir1234567891011
Grindavík1234567891011
ÍBV1234567891011

2005:

FH123456789
Valur123456789
ÍA123456789
Keflavík123456789
Fylkir123456789
KR123456789
Grindavík123456789
ÍBV123456789
Fram123456789
Þróttur123456789

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef gert nokkrara svona úttektir og háð baráttuna með sama hætti fyrir ÍBV og í raun hefur  ekki verið sýnt frá liðinu nema þá helst gegn KR eða að liðið sé innviklað í fall eða toppbaráttu í lok mótanna.  Framan af mótum var liðið ekki sýnt.  Svo það var aldrei eindreginn vilji Sýnar að sýna frá ÍBV, heldur bara þegar þeir voru nauðbeygðir til þess í lok móta eða þegar við vorum farnir að birta opinberar greinar sem þessa sem þú núna birtir. 

Þetta er sjónvarpssöðinni til skammar og þið Blikar eigið samúð mína alla og mér finnst þetta vera eitthvað sem Knattspyrnusamband Íslands verður að blanda sér í. 

sérlega hefur þetta verið leiðinlegt fyrir okkur Eyjamenn þar sem það er nú ekki eins og það sé hægt að fara útí bíl og á völlinn þegar ÍBV spilar á útivelli.  maður lét sig nú ekki dreyma um að sýnt væri frá leikjum í EYjum og eina dæmið um það var þegar Sýn var að sýna fra´landsmótinu í golfi í Eyjum.  Þá vorum við worthy.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Jón Óskar, þakka þér fyrir athugasemdina.

Ég tel víst að það átti að sýna frá leik Víkinga gegn Blikunum, þeim leik var frestað en ég taldi víst að þá myndu þeir bara sýna frá leiknum þegar hann færi fram. En svo reyndist ekki vera. Sé það núna inná vefsíðu KSÍ að þeir ætla að sýna frá leik FH og Breiðabliks þann 20. júní nk.

Það er líka athyglisvert að sjá að næstu leikir sem verða sýndir eru leikir

  • Vals og Víkings,
  • KR og FH,
  • ÍA og Vals,
  • FH og Breiðabliks,
  • Breiðabliks og HK og
  • Vals og FH.

Sem sagt í næstu sex útsendingum verða FH-ingar og Valsarar 3 sinnum á skjánum, Breiðablik tvisvar og ÍA, HK, KR og Víkingur einu sinni hvert félag.

Þetta þýðir að eftir 8 umferðir verður búið að sýna frá 7 leikjum FH og 6 leikjum Vals.

Hvort þetta eigi erindi inná borð KSÍ er ég ekki svo viss um, Sýn á sýningarréttinn að Landsbankadeildinni og þeir mega gera það sem þá langar til.

Þetta er engu að síður áhugaverð mismunum sem þarna á sér stað. Það sem mér þykir áhugavert að þeir virðast ekki vera að mæta eftirspurn frá landsbyggðarfélögunum, eins og þú bendir á. Þau eru reyndar ekki mörg í deildinni í ár en engu að síður má segja að lið eins og Keflavík og ÍA séu landsbyggðalið og aðeins stuðningsmenn ÍA hafa verið í lukkupotti Sýnar hingað til.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.6.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband