Áfram unnið að farsælli lausn Icesave-málsins
- Fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni frá stofnun íslenska lýðveldisins lokið.
- Fyrstu tölur benda ótvírætt til þess að lög Alþingis um breytingu á áður samþykktum Icesave lögum falli úr gildi. Eftir standa þá lög nr. 96/2009 eins og þau voru samþykkt frá Alþingi í lok ágúst 2009 og staðfest af forseta Íslands í byrjun september. Bretar og Hollendingar féllust hins vegar ekki skilyrði þeirra laga fyrir veitingu ríkisábyrgðar og geta því lánasamningarnir frá 5. júní sl. ekki öðlast gildi á grundvelli þeirra.
- Samræður á milli ríkisstjórnanna þriggja um nýja lausn á Icesavemálinu hafa hins vegar þegar hafist. Undanfarnar þrjár vikur hafa samningamenn þeirra hittst í Lundúnum og hafa samræður þeirra verið jákvæðar og hefur ríkisstjórnin fulla trú á að ásættanleg lausn fyrir alla deiluaðila geti náðst.
- Allir stjórnmálaflokkar á Alþingi hafa lýst yfir stuðningi við lausn málsins sem felur í sér að íslensk stjórnvöld tryggi greiðslu innstæðna upp að lágmarki samkvæmt reglum um innstæðutryggingakerfi á Evrópska efnahagssvæðinu.
Íslensk stjórnvöld munu næstu daga áfram kappkosta að ná farsælli lausn í Icesave-málinu. Í dag fór fram fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun íslenska lýðveldisins. Kosið var um breytingu á hinum svokölluðu Icesave-lögum, þ.e. hvort lög nr. 1/2010 um breytingu á lögum nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, að ábyrgjast lán til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum lágmarksinnstæðutryggingar til innstæðueigenda á Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. skuli halda gildi sínu.
Samkvæmt fyrstu tölum er niðurstaðan skýr og verði endanleg niðurstaða í samræmi við þetta munu lög nr. 1/2010 falla úr gildi skv. 26. grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar þess að forseti Íslands synjaði Icesave-lögunum staðfestingar 5. janúar síðastliðinn með vísan til 26. greinar stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Í framhaldi var frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðsluna samþykkt á Alþingi og kjördagur ákveðinn.
Þjóðaratkvæðagreiðslan var hins vegar sett í annað samhengi þegar ríkisstjórnin leitaði eftir og kom á samstöðu meðal allra stjórnmálaflokka um skipun nýrrar samninganefndar og nýjar samræður
við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn málsins sem staðið hafa undanfarnar vikur.
Á undanförnum vikum hefur miðað jafnt og þétt í samkomulagsátt og hafa Bretar og Hollendingar sýnt vilja til þess að sættast á lausn sem felur í sér umtalsvert lægri kostnað fyrir Íslendinga en fyrri
samningur. Í viðræðunum hefur íslenska samninganefndin lagt fram tilboð sem felur í sér að Ísland tryggi greiðslu innstæðna upp að lágmarki því sem kveðið er á um í reglum Evrópska efnahagssvæðsins um tryggingar á bankainnstæðum.
Íslensk stjórnvöld munu áfram vinna að farsælli lausn Icesave-málsins á sömu forsendum. Þjóðirnar hafa einsett sér að halda viðræðum áfram og leita lausnar í málinu.
Reykjavík 6. mars 2010
Sjá hér: http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/4157
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Jóhanna á að hafa vit á því að segja af sér. Vanhæf ríkisstjórn. Má ég biðja um Ingibjörgu Sólrúnu til baka. Annars er baráttan um formannssætið komin á fullt, þó að þú fáir ekkert að vita af því, af því búðið er að setja þig af hér í Kópavoginum.
Sigurður Þorsteinsson, 7.3.2010 kl. 17:52
Viltu vinsamlega rökstyðja þessa fullyrðingu þína Sigurður um að búið sé að setja mig af í Kópavogi!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.3.2010 kl. 19:11
Ingibjörg ég hitti góðan Samfylkingarmann í Kópavoginum. Hann sagði mér að til stæði kattarþvottur í Kópavoginum. Oddviti Samfylkingarinnar hefði aðeins fengið 60% fylgi stuðningsmanna Samfylkingarinnar í skoðanakönnun. Því yrði svarað með:
1. Flosi yrði tekinn af listanum, enda ekki mikill kærleikur með honum og oddvitanum.
2. Riddara hringborðsins yrði fórnað, enda hann talinn léttvægari en peð. Auk þess sem farangurinn sem hann ber er ekki talinn mjög atkvæðavænn.
3. Ingibjörgu yrði fórnað, þar sem þetta siðferðisreglutal innan KSÍ, gæti verið yfirfært yfir á bæjarfulltrúana í Kópavogi. Elfur Logadóttir yrði sett inn í staðinn, þætti þægari og ljósmyndavænni.
4. Árshátíð starfsmanna Kópavogskaupstaðar yrði lögð af, til þess að minnka líkur á kollsteypum.
5. Auk þessa sagði hann mér að þú myndir aldrei koma með greinargerð um sukkið í Kórnum, þar sem slíkt hentaði oddvitanum ekki. Ég viðurkenni að ég minnist þess ekki fyrr að þú hefðir ekki kjark til þess að fjalla um mál.
Ingibjörg allt þetta hefur nú gengið eftir. Þó að það sé erfitt fyrir þig að hafa fengið sparkið, þá segja mér vinir mínir úr nágrannabyggðarlagi okkar að það ætti frekar að vera léttir fyrir þig.
Sigurður Þorsteinsson, 7.3.2010 kl. 21:37
Siggi ég segi það enn og aftur hvað kom fyrir þig, þú sem varst einu sinni svo fallegur, gáfaður og skynsamur drengur?
Hver er þessi góði Samfylkingarmaður sem þú hittir?
Hversu oft þarf ég að segja þér að ég hef ekki nægar upplýsingar um byggingu Kórsins, en það ætti ekki að fara framhjá neinum sæmilega vel læsum einstaklingi að þar hef ég haft ýmislegt til málanna að leggja.
Það er enginn léttir fyrir mig að hætta í bæjarpólitíkinni í Kópavogi. Síður en svo, og þér til upplýsingar þá vildi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi endilega hafa mig með á listanum en oddviti annars flokks í Kópavogi kom í veg fyrir það með undirlægju hætti og leiðindum. Honum hef ég nú fyrirgefið en hann ætti þó að vita - líkt og þú - að það er betra að vera vinur minn en fjandvinur.
Ætli það sé ekki sundlaugamálið fræga sem er að þvælast fyrir þér. Þú telur að það hafi verið Samfylkingin sem kom í veg fyrir að Sundlaug Kópavogs væri færð þér og þínum fylgisveinum á silfurfati. Þér til upplýsingar þá hefur Samfylkingin verið í minnihluta í bæjarstjórn þetta kjörtímabil og hafði því lítið um þetta mál að segja. Þú ert því að hengja bakara fyrir smið Siggi - en kannski er sú staðreynd ekki að þvælast neitt fyrir þér!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.3.2010 kl. 08:25
Ingibjörg þú ert varabæjarfulltrúi í Kópavogi, það ætti að vera létt verk fyrir þig að fá allar upplýsingar um Kórinn ef það væri vilji þinn. Ef þú hefur verið sett í upplýsingaleitarbann af oddvita þínum þá væri miklu heiðarlegra að segja okkur frá því.
Mér er kunnugt um að vilji þinn var að halda áfram í bæjarstjórnarstörfum í Kópavogi og það var því þér þungbært að vera sett úr. Ég held að það væri fengur í því að hafa fólk með meiri félagsþroska í Bæjarstjórn Kópavogs.
Mér finnst það afar áhugaverð skýring há þér að ástæða þess að þú færir ekki fram væri að oddviti einhvers annars flokks tæki ákvarðanir um framboð í Samfylkingunni. Út á við getur þú haft þessar skýringar, ef þér líður betur með þær. Lýðræðið virkar þannig að það ef oddviti í flokki eins og Samfylkingunni í Kópavogi vill einhvern út. Þá kemst það til skila.
Ég tek sérstaklega eftir því hvað það virðist vera þér erfitt að taka á ,,siðferðisbrotum" í þínu liði. Vilt skauta létt fram hjá því.
Nú skora ég á þig sem varabæjarstjórnarmann okkar í Kópavogi að leita upplýsinga um tapið á viðskiptum Kópavogsbæjar við einn bæjarstjórnarmann Samfylkingarinnar í Kópavogi, en eins og þú veist þá var þetta innlegg aðal skrautfjöður Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir síðustu kosningar.
Sundlaugarmálið skulum við síðan taka upp í framhaldi.
Annars er það afar merkilegt að jafn félsgsreynd manneskja eins og þú, teljir að ef kjósendur veita kjörnum fulltrúum aðhald, sé það af einhverjum illum hvötum.
Sigurður Þorsteinsson, 8.3.2010 kl. 09:39
Sigurður,
ég hef margar upplýsingar um Kórinn og rekstur hans. Nú stendur til að bærinn kaupi bygginguna, það getur þú lesið í fundargerðum á vefsíðu bæjarins. Allar ákvarðanir um Kórinn hafa verið teknar af núverandi meirihluta og við mismikla hrifningu fulltrúa Samfylkingarinnar. Hafir þú eitthvað út á samstarf eigenda Kórsins við bæinn að setja, þarftu fyrst og fremst að eiga það við eigendur hússins annars vegar og meirihluta bæjarstjórnar hins vegar.
Varðandi framboð mitt þá stendur það sem ég sagði áðan. Oddviti Samfylkingarinnar vildi gjarnan hafa mig með í liði en sökum ómerkilegst framgangs oddvita annars stjórnmálaflokks í Kópavogi var mér gert ómögulegt að fara aftur fram. Þessar skýringar eru ekki bara útá við þær má líka finna hér á blogginu mínu og er ég sannast sagna steinhissa á því að minn eini "tryggi" lesandi skuli ekki hafa lesið þá sögu og lagt hana á minnið. Enn og aftur og þetta er í síðasta sinn sem ég segi þér þetta, þá vildi oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa mig með sér í liði og hefur hvergi borið skugga á okkar samstarf síðustu fjögur ár! Við munum halda áfram að vinna saman að góðum verkum í Kópavogi - hvort sem það er þér þóknanlegt eða ekki.
Hættu að tala í gátum maður, segðu hlutina eins og þeir eru. Hvaða tap ertu að tala um og hvaða Samfylkingarmann ertu að ræða um?
Af hverju viltu ekki taka sundlaugamálið upp núna - er eitthvað þar sem þú ert að fela?
Það sem þú kallar aðhald fer bráðlega að flokkast undir einelti og hrein og tær leiðindi. Þér hef ég svarað hreint og beint og veitt þær upplýsingar sem þú biður um. En rógburði og illmælgi er erfitt að svara, þar verður þú að ræða við manninn í speglinum.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.3.2010 kl. 12:40
Ingibjörg fyrir alllöngu síðan sagðir þú hér á blogginu að þú ætlaðir að fara yfir málefni Kórsins. Ég bíð enn eftir þeirri færslu. Þú segir hér að allar ákvarðanir varðandi Kórinn hafi verið teknar af meirihlutanum. Þú veist að þú ferð þar með rangt mál. Bið þig um að fara og lesa kosningablað Samfylkingarinnar frá því fyrir síðustu kosningar. Þar kemur skýrt fram að Jón Júlíusson íþróttafulltrúi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar átti allan "heiðurinn" af samningum við Knattspyrnuakademíuna. Það þarf alls ekki að vera gagnrýnisvert að gera samning um úthýsingu verkefna en þessi samningur var með slíkum endemum að full ástæða er að fjalla um málið fyrir bæjarbúa. Það að bæjarfulltrúinn vogi sér síðan að hoppa hinum megin við borðið er nægilegt til þess að a.m.k. hann hefði sagt af sér. Aðrir bæjarfulltrúar studdu síðan þennan samning.
Þú segir að ákvarðanir hafi tekið ákvarðanir mið mismikilli hrifningu. Það þýðir sennilega að Jón Júlíusson hafi orði ofsakátur, enda samningurinn á hans ábyrgð.
Ég er að verða sannfærður um að þú munir ekki hafa kjark til þess að fjalla um þetta mál hér á blogginu, eða eins og mér var sagt hafi verið bannað að svara. Mun því taka málið upp á öðrum vettvangi.
Sigurður Þorsteinsson, 8.3.2010 kl. 13:41
Óttalega ætlar þetta að vera erfitt að skilja málið. En til að einfalda hlutina þá skilur þú kannski Gunnar Birgisson þegar hann segir:
Þá hef ég tekið saman megnið af því sem bókað hefur verið um umrætt knatthús frá árinu 2004 og máli skiptir varðandi rekstur hússins. Ég var ekki að tína til upplýsingar um útboð á húsinu.
Hér getur þú séð, ef þú vilt sjá það á annað borð, hver aðkoma bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar hefur verið í þessu máli. Allt er þetta lagt fram af bæjarstjóra, og mikið held ég að þú lesir þann ágæta mann vitlaust ef þú trúir því að hann fari að hygla Jóni Júlíussyni eða öðrum fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega.
Aðdróttanir þínar um annað er markleysa og ekkert annað en markleysa. Ég hef skoðað málið Sigurður og sé ekkert, ég endurtek ekkert, sem getur orkað tvímælis í meðferð Samfylkingarinnar varðandi knatthúsið. Persónulega hef ég ítrekað haldið því fram að það sé alltof mikið fyrir eitt sveitarfélaga sem hefur 30 þúsund sálir að hafa tvö knatthús af fullri stærð. Ég hafði alvarlegar efasemdir um byggingu Kórsins og þær efasemdir hafa ekki minnkað eftir að húsið komst í fulla notkun.
Húsið er hins vegar risið og það þarf að sinna því almennilega og sjá til þess að það verði okkur íbúum Kópavogs til sóma.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.3.2010 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.