6.1.2010
Forsetinn var varaður við
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra sendi forseta Íslands bréf í fyrradag, þar sem hann var varaður við alvarlegum afleiðingum þess að synja Icesave-lögunum staðfestingar. Þar kemur fram að Bretar og Hollendingar græða jafnvel meira á því að Íslendingar hafni lögunum.
Jóhanna sendi Ólafi Ragnari Grímssyni bréf á mánudaginn, þar sem sérfræðingar stjórnarráðsins röktu afleiðingar þess að forseti synjaði því að staðfesta lögin um ríkisábyrgð. Seðlabanki Íslands fór yfir samantektina, sem fréttastofa hefur undir höndum. Þar kemur fram, að það sé óvíst og algerlega í höndum Breta og Hollendinga hvort koma muni til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, því þeir geti fallið frá samningnum sem lögin fjalla um.
Fari svo, eða ef meirihluti þjóðarinnar fellir lögin, verði fyrri lögin um Icesave áfram í gildi. Þar séu sett slík skilyrði fyrir ríkisábyrgð, að afar ólíklegt sé að samningarnir öðlist gildi, að því er fram kemur í bréfinu. Þannig væri ósamið milli Íslendinga, og Breta og Hollendinga. Þeir hafi nú þegar leyst til sín kröfur meginþorra innstæðueigenda á þrotabú Landsbankans. Í krafti þeirra muni þeir fá til sín langstærstan hluta þess sem greiðist úr þrotabúinu, og fái þannig á næstu sjö árum allar þær greiðslur sem þeir hefðu fengið samkvæmt samningnum.
Bretar og Hollendingar yrðu þannig í reynd eins og eigendur þrotabúsins, og hefðu ráð íslenskra skuldunauta þrotabúsins í hendi sér. Í skjalinu kemur fram að litlar líkur séu á að þeir vilji ganga til nýrra samninga við Íslendinga næstu árin. Þeir græði lítið meira á samningum, eða jafnvel minna en án þeirra, og gætu með nokkrum rétti haldið því fram að íslensk stjórnvöld séu ekki samningshæf. Að auki gætu þeir gert kröfur fyrir dómstólum á hendur Tryggingasjóðs innistæðueigenda og íslenska ríkisins. Þeir þurfi þó ekki að taka afstöðu til þess fyrr en 2012.
Í millitíðinni gætu þeir neytt utanríkis-pólitísks aflsmunar, á vettvangi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og innan Evrópusambandsins. Í bréfinu kemur fram að í ljósi þarfa íslenska ríkisins, sveitarfélaga og orkufyrirtækja til endurfjármögnunar, væri slík töf afar dýrkeypt.
Stór lán ríkissjóðs komast á gjalddaga árið 2011, ásamt lánum Landsvirkjunar og annarra sem njóta ríkisábyrgðar. Hættan á greiðslufalli ykist því. Í bréfinu kemur einnig fram að fari Bretar og Hollendingar í mál, gætu þeir gert kröfu um að íslenska ríkið ábyrgðist innistæður í Icesave að fullu, með vísan til jafnræðissjónarmiða. Félli dómur þeim í hag yrði því að reikna með algeru greiðslufalli íslenska ríkisins frá dómsuppsögudegi. Í málarekstri gætu Bretar og Hollendingar stuðst við fyrri yfirlýsingar íslenska ríkisins um að það muni standa við skuldbindingar sínar. Þá myndu kröfur sveitarfélaga, líknarfélaga og annarra innistæðueigenda einnig styrkjast, svo fjárhagsleg tap Íslands gæti numið hundruðum milljarða króna.
Bretar og Hollendingar gætu neitað að styðja fyrirgreiðslu við Ísland innan Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, þar sem það hefði ekki staðið við yfirlýsingar sínar. Norðurlöndin myndu væntanlega líka stöðva lánveitingar sínar. Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins yrði þá óvirk, og alls eins líklegt að henni yrði rift. Matsfyrirtækin lækki lánsmatshæfi ríkisins væntanlega niður í ruslflokk. Hættan á greiðslufalli ríkissjóðs og Landsvirkjunar aukist, og staða Íslands í alþjóðasamstarfi væri stórlöskuð. Í bréfi forsætisráðherra til forseta Íslands kemur að síðustu fram að hætta sé á að um langa hríð yrði litið svo á að landið væri óábyrgt, og stjórnvöld ekki fær um að taka bindandi ákvarðanir.
Daginn eftir að Ólafi Ragnari barst þetta bréf, neitaði hann að staðfesta lögin um ríkisábyrgð vegna Icesave.
Ofangreint er frétt RÚV frá því í hádeginu í dag.
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item319691/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Allt gætu óvinirnir gert Ingo mín,meðan alþjóðasamfélagið er óupplýst um okkar málstað,en er á þessari stundu að snúast okkur í hag. kær kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2010 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.