19.6.2007
Af hverju eru íþróttir ekki bleikar?
Vefurinn www.mbl.is er bleikur í dag. Það er gott og ákveðin viðleitni sem felst í því. Ég velti því hins vegar fyrir mér af hverju dálkarnir "Fólk", "Viðskipti" og þá aðallega "Íþróttir" eru ekki líka bleikir?
Fyrir mér eru íþróttir bleikar. Konur og íþróttir fara einfaldlega betur saman. Konur (a.m.k. íslenskar konur) ná betri árangri á heimsmælikvarða í íþróttum en íslenskir karlar (nema kannski í handbolta). Vinsælasta íþróttagrein í heimi og á Íslandi er fótbolti. Þar höfum við órækan vitnisburð um að konur eru körlum mikið fremri, á Íslandi a.mk.
Þess vegna finnst mér að dálkurinn "Íþróttir" hefði átt að vera bleikur á mbl.is í dag.
![]() |
Hagnaður af HM kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007
Stelpur - stelpur - stelpur
Komin heim frá Svíþjóð með sigur í farteskinu. Já stelpurnar í U19 unnu verðskuldaðan sigur á Svíum og hefndu þar með fyrir tap karlalandsliðsins gegn þeim á dögunum. Í móttöku sem ég fór í fyrir leikinn voru Svíarnir óragir við að rifja þann leik upp og töldu jafnvel að sænska liðið ætti léttan leik fyrir höndum. Sú varð ekki raunin og þeim hefndist hressilega fyrir að vera stöðugt að rifja upp leik karlalandsliðsins.
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19, minntist á það í spjalli sem hann átti við stelpurnar eftir leikinn í gær að með sigrinum hefðu þær blásið á þær hugmyndir sumra að senda hina svokölluðu "nörda" til að hefna fyrir tapið gegn Svíum í karlaboltanum. Þeir sem hefðu fundið uppá þeim ósköpum hefðu betur horft til stelpnanna því nú lítum við svo á að tapsins sé fullhefnt enda hefur íslenskt kvennalandslið ekki lagt sænskt landslið að velli í heil 10 ár eða frá árinu 1997.
Mér fannst sigur U19 vera eðlilegt framhald af sigri A-landslið kvenna á Frökkum og handknattleikslandsliðs karla á Serbum. Að sama skapi finnst mér það vera eðlilegt framhald af þessum sigrum að stelpurnar í A-landsliðinu sigri Serba á Laugardalsvelli á fimmtudag. Sá leikur er ákaflega mikilvægur og það er algjörlega nauðsynlegt að íslenska þjóðin skilji það og skynji að stelpurnar þurfi á stuðningi þeirra að halda. Því vil ég hvetja alla, unga sem aldna, að mæta á völlinn á fimmtudagskvöld og styðja stelpurnar til sigurs og taka þar með þátt í að tryggja þeim farmiðann til Finnlands 2009.
Áfram Ísland!
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007
Stórkostlegur sigur Íslands
Íþróttir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007
Áfram Ísland
Stelpur,
nú er að standa saman allar sem ein, horfa staðfastar fram á veginn, hungra í sigur og standa stoltar að leikslokum. Íslenska landsliðið á möguleika á að tryggja sér farseðil til Finnlands, liðið er einfaldlega nógu sterkt til þess. En það gerist ekki af sjálfu sér ... liðsheildin skapar möguleikann. Baráttan, fórnfýsin, hjartalagið, hugurinn og viljinn er það sem þarf í verkið!
U19 ára landsliðið sendir ykkur baráttukveðjur ... þið takið Frakkana, þær snúa á Svíana á mánudag. Við sem að liðunum stöndum, sem og allir aðrir unnendur íslenskrar knattspyrnu, erum stolt af ykkur "stelpunum okkar".
ÁFRAM ÍSLAND!
![]() |
Byrjunarlið Íslendinga gegn Frökkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007
Sammála SOS
Mikið óskaplega er ég sammála Sigmundi. Í fréttum af hátíðarfundinum þá var ég afar undrandi að Jón Hjaltalín Magnússon var hvergi sjáanlegur, né heldur á hann minnst. Í mínum huga er Jón einmitt maðurinn sem gerði handknattleikinn og íslenska handknattleikslandsiðið að því sem það er í dag.
Frásögn Sigmundar af því þegar Jón Hjaltalín barði í borð eftirlitsdómarans í B-keppninni í Frakklandi 1989 sýnir að mínu viti hverskonar eldhugi Jón Hjaltalín var þegar kom að handknattleiknum. Sú hugmynd að fá úrslitakeppni HM til Íslands þótti mörgum geggjuð á sínum tíma, en krafturinn og viljinn sem Jón setti í verkið varð til þess að íslenska þjóðin hreifst með og veit ég ekki betur en að keppnin hafi farið fram með miklum sóma, þökk sé Jóni Hjaltalín Magnússyni.
Sigmundur segir líka frá því að það var Jón Hjaltalín sem stóð fyrir því að íslenska karlalandsliðið söng lög sem enn lifa með landanum eins og "Það er allt að verða vitlaust" og ekki síður "Við gerum okkar besta". Þessi lög eru enn og munu um ókomna tíð vera leikin fyrir alla stórleiki hjá "strákunum okkar", sem er máltæki sem varð til hjá Jóni Hjaltalín Magnússyni.
Í lok greinar sinnar biður Sigmundur Jón Hjaltalín fyrirgefningar fyrir hönd handknattleiksunnenda á Íslandi. Þetta þykir mér göfugmannalega gert af Sigmundi þó svo að í raun ætti núverandi handknattleiksforysta að biðjast afsökunar og fyrirgefningar á framkomu sinni.
Þess vegna ætla ég ekki að biðja Jón Hjaltalín fyrirgefningar en ég get heilshugar tekið undir kveðju Sigmundar er hann segir að ódrepandi dugnaður Jóns Hjaltalíns Magnússonar sé sannarlega ekki gleymdur og mun ekki gleymast hjá unnendum handknattleiks á Íslandi. Fyrir það vil ég þakka Jóni Hjaltalín Magnússyni, hann á heiður skilinn.
![]() |
Fyrirgefðu – Jón Hjaltalín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson