4.3.2010
Orkuverkefni á Norðurlandi
Iðnaðarráðherra hefur undirritað viljayfirlýsingu við þrjú sveitarfélög í Þingeyjarsýslu um aðgerðir til að stuðla að atvinnuuppbygginu sem byggir á nýtingu jarðvarma á svæðinu. Markmið þeirrar vinnu sem fara mun fram í samræmi við yfirlýsinguna miðar að því að skapa þær aðstæður fyrir 1. október 2010 að hægt verði að ganga til samninga um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum.
Verkefnisstjórn skipuð fulltrúum sveitarfélaga í Norðurþingeyjarsýslum, Landsvirkjunar og iðnaðarráðherra vinnur að framgangi verkefnisins.
En munið að EKKERT hefur verið gert að mati sumra
Gengisvísitalan ekki verið lægri síðan í júlí í fyrra http://www.visir.is/article/20100303/VIDSKIPTI06/577670230
Sumir útvarpsmenn telja t.d. "kannanir" á vefnum eins og t.d. hjá Útvarpi Sögu og Bylgjunni þar sem hver getur setið við tölvuna og valið mörgu sinnum það sem honum líkar marktækar sem er náttúrulega af og frá.
Síðan eru kannanir fyrirtækja eins og MMR (http://www.mmr.is/) og Plúsinn (http://plusinn.is/) sem nota í úrtak sitt lokaðan viðhorfahóp og kannarnir unnar af Talnakönnun fyrir heimur.is sem birtast í blöðum eins og Frjálsri verslun og Viðskiptablaðinu sem eiga það sammerkt að virðast ekki gera miklar kröfur um svarhlutfall (birta á stundum niðurstöður sem byggja á fáum svörum og hafa því mikil vikmörk).
Kannanir frá þessum fyrirtækjum eru því marki brenndar að í þeim er ekki spurt ítrekað til þess að minnka hlutfall óákveðinna og þar með minnkað vægi Sjálfstæðisflokksins til þess að vinna gegn þeirri meginreglu að sjálfstæðismenn gefa sig fyrr upp í könnunum og þess vegna mælist flokkurinn ítrekað hærri í skoðanakönnunum en í kosningum.
Í gegnum tíðina hafa Fréttablaðið og Capacent gert þær kannanir sem komist hafa næst úrslitum kosninga - Fréttablaðið gerir kannanir með stórum úrtöku slembiúrtökum á skömmum tíma og Capacent blandar saman lokuðum viðhorfahópi sínum saman við slembiúrtök í gegnum síma og fær út stórt úrtak, t.d. 7000 nú í febrúar og birtir reglulega niðurstöður í Þjóðarpúlsi sínum sem fróðlegt er að skoða:
Þjóðarpúls frá því að meirihlutaríkistjórn Jóhönnu Sigurðadóttur tók við völdum:
Stuðningur við ríkisstjórnina:
- Júní 09 49%
- Júlí 09 48%
- Ágúst 09 49%
- September 09 47%
- Október 09 48%
- Nóvember 09 47%
- Desember 09 46%
- Janúar 10 50%
- Febrúar 10 47%
Athygli vakti að sömu fréttamenn sem sögðu í gærkvöldi að stuðningur við ríkisstjórnina hefði minnkað um 3% höfðu ekki orð á því um síðustu mánaðarmót að stuðningur við ríkisstjórnina hefði aukist um 4%!
Það mætti með réttu telja að aukinn stuðningur við ríkisstjórnarinnar væri einnar fréttar virði, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að ríkisstjórnin stendur nú í einhverjum erfiðustu verkum lýðveldistímans.
Aðalfréttin er auðvitað sú að fylgi ríkisstjórnarinnar hefur lítið breyst þrátt fyrir gríðarleg verkefni og greinilegt er að almenningur hefur enn trú á henni þrátt fyrir stanslausan áróður um annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2010
Klapp á bakið
Síðustu þrjátíu ár eða svo hef ég verið á kafi í allskyns félagsstörfum sem flest varða knattspyrnu eða annað íþróttatengt. Lánið hefur leikið við mig í flestum mínum störfum þar sem ég hef undantekningarlaust starfað með hæfu, hugmyndaríku og duglegu fólki sem hefur haft sömu ástríðuna fyrir starfinu og ég. Það er mitt lán.
En alltaf öðru hvoru hef ég fundið fyrir því að nú sé nóg komið. Það sé tími til að draga línu í sandinn og segja hingað og ekki lengra. Það fer þó iðulega svo að þegar maður snýr við og þakkar fyrir samstarfið þá máist línan og eftir ákveðinn tíma fer maður að fá löngun á ný til þess að láta til sín taka. Og tækifærin til þess leynast víða.
Á dögunum kvaddi ég stjórn KSÍ eftir 8 ára starf og af þeim tímamótum klappaði knattspyrnuforystan mér á bakið og heiðraði mig með því að færa mér gullmerki KSÍ. Ásta B. vinkona mín varð sama heiðurs aðnjótandi degi á undan mér en þegar sú athöfn átti sér stað sagði hún stundarhátt við einhvern sem spurði hvort hún væri ekki á gulllistanum að svona orðuveitingar væru bara fyrir gamalt fólk! Í því var nafnið hennar kallað upp.
Við Ásta erum oftast sammála en ekki í þessu. Mér finnst það mjög mikilvægt að það fólk sem enn er fullt af starfsorku fái klapp á bakið öðru hvoru. Það fái vitneskju um að það hafi unnið gott starf, jafnvel þó það hafi aðeins starfað í nokkur ár. Það eru nefnilega ekki margir sem sjá sér fært að standa í félagsstörfum í frítíma sínum um árabil eða þaðan af lengur. Fyrir allt gott sem fólk leggur af mörkum á það skilið klapp á balið.
Stundum er sagt að laun heimsins séu óréttlæti. Það má satt vera og ég er viss um að margir sem sinna störfum innan íþróttahreyfingarinnar hafa ekki hlotið það lof sem þeir eiga skilið. Ég vona að þetta hljómi ekki eins og ég sé með sjálfhverfuna en ég, prívat og persónulega, er ákaflega stolt af því að hafa fengið gullmerki KSÍ á dögunum og ég varð ekki minna stolt í kvöld þegar vinur minn Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, nældi í mig silfurmerki Íþrótta- og ólympíusambandsins.
Það er engin hætta á að ég sé að draga mig í hlé eða ætli að hætta afskiptum af fótboltanum eða íþróttum almennt. Ég hef alltof gaman af þessu til þess en ég vil hvetja þá sem eru í aðstöðu til þess að líta í kringum sig og kappa þeim á bakið sem eiga það skilið. Íþróttafélögin og þau félagasamtök sem viðkomandi starfar fyrir mun fá það margfalt til baka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2010 kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2010
Kópavogur er minn heimabær
Mikið óskaplega þykir mér vænt um bæinn minn Kópavog. Eftir því sem mál verða furðulegri og furðulegri í bæjarpólitíkinni þykir mér bara vænna um bæinn og er enn staðráðnari en áður að búa hér lengi enn.
Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum þeim sem fylgist með fréttum að mikil úlfúð er innan Sjálfstæðisflokksins eftir prófkjör þar um síðustu helgi. Ef allt hefði verið eðlilegt og normal hjá þeim hefðu bláliðar þanið lúðra sína, barið sér á brjóst og sagt að lýðræðið hefði sigrað enda metþátttaka í prófkjöri þeirra. En af því að niðurstaðan varð ekki eins og einn frambjóðendanna vildi sér hann prófkjörinu allt til foráttu, hallmælir þeim sem kusu, mótframbjóðendum sínum og sakar síðan liðsmenn annarra flokka um að hafa áhrif á niðurstöðu prófkjörsins.
Á bæjarstjórnarfundi sem fór fram í dag var nokkur galsi í mannskapnum, það var létt yfir en undir niðri fann maður að spenna var í lofti. Stóri hefur boðað komu sína og það hleypir óneitanlega meiri spennu í bæjarstjórnina. Reyndar var heldur rólegt yfir þeim bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem mun víkja fyrir stóra því hún dólaði sér bara á Facebook og lét lítið fyrir sér fara.
Oddviti stuðningsflokks stóra var líka rólegur, enda nýbúinn að slá í gegn með því að upplýsa um fimm einstaklinga sem eru á skrá í stuðningsflokknum þrátt fyrir að vera með stóra í liði. Hann var sennilega ekki búinn að fá póstinn frá framkvæmdastjóra stuðningsflokksins um að e.t.v. hefði hann brotið persónuverndarlög með uppljóstrun sinni. (minnir mig á það að fara í rannsóknarvinnu við að athuga hver er refsingin við því að brjóta þau lög!).
Um næstu helgi eru tvö prófkjör og það fór ekki á milli mála að oddviti VG er í framboði, hann fór mikinn á fundinum, talaði landsföðurlega við kollega sína og kom nokkrum góðum málum áleiðis.
En einn var sá fulltrúi í bæjarstjórn sem var léttara yfir en öðrum. Það var nýlegur sigurvegari, forseti bæjarstjórnar, sem brosti bara þó samþykkt hefði verið að tvöfalda Suðurlandsveg. Já, sumt hættir ekki að koma manni á óvart.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson