Áfram unnið að farsælli lausn Icesave-málsins
- Fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni frá stofnun íslenska lýðveldisins lokið.
- Fyrstu tölur benda ótvírætt til þess að lög Alþingis um breytingu á áður samþykktum Icesave lögum falli úr gildi. Eftir standa þá lög nr. 96/2009 eins og þau voru samþykkt frá Alþingi í lok ágúst 2009 og staðfest af forseta Íslands í byrjun september. Bretar og Hollendingar féllust hins vegar ekki skilyrði þeirra laga fyrir veitingu ríkisábyrgðar og geta því lánasamningarnir frá 5. júní sl. ekki öðlast gildi á grundvelli þeirra.
- Samræður á milli ríkisstjórnanna þriggja um nýja lausn á Icesavemálinu hafa hins vegar þegar hafist. Undanfarnar þrjár vikur hafa samningamenn þeirra hittst í Lundúnum og hafa samræður þeirra verið jákvæðar og hefur ríkisstjórnin fulla trú á að ásættanleg lausn fyrir alla deiluaðila geti náðst.
- Allir stjórnmálaflokkar á Alþingi hafa lýst yfir stuðningi við lausn málsins sem felur í sér að íslensk stjórnvöld tryggi greiðslu innstæðna upp að lágmarki samkvæmt reglum um innstæðutryggingakerfi á Evrópska efnahagssvæðinu.
Íslensk stjórnvöld munu næstu daga áfram kappkosta að ná farsælli lausn í Icesave-málinu. Í dag fór fram fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun íslenska lýðveldisins. Kosið var um breytingu á hinum svokölluðu Icesave-lögum, þ.e. hvort lög nr. 1/2010 um breytingu á lögum nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, að ábyrgjast lán til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum lágmarksinnstæðutryggingar til innstæðueigenda á Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. skuli halda gildi sínu.
Samkvæmt fyrstu tölum er niðurstaðan skýr og verði endanleg niðurstaða í samræmi við þetta munu lög nr. 1/2010 falla úr gildi skv. 26. grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar þess að forseti Íslands synjaði Icesave-lögunum staðfestingar 5. janúar síðastliðinn með vísan til 26. greinar stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Í framhaldi var frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðsluna samþykkt á Alþingi og kjördagur ákveðinn.
Þjóðaratkvæðagreiðslan var hins vegar sett í annað samhengi þegar ríkisstjórnin leitaði eftir og kom á samstöðu meðal allra stjórnmálaflokka um skipun nýrrar samninganefndar og nýjar samræður
við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn málsins sem staðið hafa undanfarnar vikur.
Á undanförnum vikum hefur miðað jafnt og þétt í samkomulagsátt og hafa Bretar og Hollendingar sýnt vilja til þess að sættast á lausn sem felur í sér umtalsvert lægri kostnað fyrir Íslendinga en fyrri
samningur. Í viðræðunum hefur íslenska samninganefndin lagt fram tilboð sem felur í sér að Ísland tryggi greiðslu innstæðna upp að lágmarki því sem kveðið er á um í reglum Evrópska efnahagssvæðsins um tryggingar á bankainnstæðum.
Íslensk stjórnvöld munu áfram vinna að farsælli lausn Icesave-málsins á sömu forsendum. Þjóðirnar hafa einsett sér að halda viðræðum áfram og leita lausnar í málinu.
Reykjavík 6. mars 2010
Sjá hér: http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/4157
7.3.2010
Fólk er ekki fífl
Stjórnmálafræðingur segir þörf á uppgjöri: Þau geta ekki sagt við fólk: Þið eruð fífl!
Svona var fyrirsögn í Pressunni í dag og þetta var lapið upp í fréttatíma Bylgjunnar í hádeginu. Það er vissulega alvarlegt að nokkur sem lokið hafi stjórnmálafræði skuli setja málin fram með þessum hætti. Í grein viðkomandi er fjallað um afglöp og mistök ríkisstjórnar og orð forystumanna hennar túlkuð með einum og afar ákveðnum hætti.
En bíðum við hver er þessi umræddu stjórnmálafræðingur?
Stefanía Óskarsdóttir er fertug að aldri, doktor í stjórnmálafræði frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum og hefur starfað sem kennari við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Á þessu kjörtímabili hefur hún nokkrum sinnum tekið sæti á alþingi sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefur setið í flokksráði Sjálfstæðisflokksins frá 1999. Þá hefur hún meðal annars starfað sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneyti og menntamálaráðuneyti á kjörtímabilinu og sem formaður nefndar á vegum forsætisráðuneytisins, sem rannsakar efnahagsleg völd í þjóðfélaginu með tilliti til kynferðis.
Endilega ekki taka það fram elskulegu fréttamenn að umræddur stjórnmálafræðingur sem hampað er með þessum hætti sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bæði varaþingmaðurinn og fjölmiðlamenn verða að átta sig á því að fólk er ekki fífl.
7.3.2010
Að vera eða vera ekki
Í fyrsta sinn frá því að Davíð Oddsson tók við sem ritstjóri Morgunblaðsins hef ég velt því fyrir mér að færa mig af Moggablogginu. Bæði er að mér finnst bloggið hafa lækkað í vægi frá því sem var, þegar því var stillt ofarlega á vefsíðu mbl.is og svo hafa fjölmargir virtir og málefnalegir bloggarar flutt sig annað. Persónulega hef ég ekki verið gefin fyrir það láta segja mér mikið fyrir verkum. Það var því ekki í mínum anda að láta mig hverfa héðan þó skipt væri um ritstjóra á Morgunblaðinu, þó ég ætti vissulega fátt sameiginlegt með þeim ágæta manni.
Nú er hins vegar svo komið að þeir sem hafa verið að tjá sig á bloggsíðunni minni hafa neytt mig til þess að takmarka færslur hér inn og oft hef ég mátt afþakka athugasemdir sem menn hafa sett við færslur mínar. Einkanlega hefur það verið sökum dónaskapar og orðbragðs sem ég vil ekki leyfa á minni síðu.
Enn um sinn ætla ég að halda mínu striki. Það verður áfram bloggað hér um þau málefni sem standa hjarta mínu næst og ég mun halda áfram að segja hér skoðun mína á mönnum og málefnum en ég ítreka að dónaskapur og almenn leiðindi verða ekki heimil.
4.3.2010
Og enn er EKKERT gert
Í nýlegri fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneyti er greint frá stöðu fjárfestingarverkefna sem tengd eru orkufrekum iðnaði og raforkukerfinu. Þar kemur fram að fjárfestingar sem tengjast orkufrekum iðnaði og raforkukerfinu eru áætlaðar samtals um 400 milljarðar til ársins 2017, þar af um 265 milljarðar í ár og næstu þrjú ár. Óvissa og erfiðar aðstæður til fjármögnunar hafa tafið ákvarðanir en samantekið er staða þessara verkefna eftirfarandi:
Búðarhálsvirkjun og stækkun í Straumsvík
Bygging Búðarhálsvirkjunar og stækkun álversins í Straumsvík Landvirkjun hefur nýlega tekið ákvörðun um að bjóða út undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. Kostnaðaráætlun vegna þessara framkvæmda er um 600-800 millj. kr. og gert er ráð fyrir 30-40 störfum við framkvæmdirnar. Viðræður standa yfir um sölu á orku frá Búðarhálsvirkjunar til stækkunnar á álverinu í Straumsvík.
Verne Holding
Bygging gagnavers Verne Holding í Reykjanesbæ Fjárfestingarsamningur og frumvarp til heimildarlaga vegna byggingar gagnavers Verne Holding ehf. er til umfjöllunar á Alþingi. Þá hefur náðst samkomulag um að stjórnvöld beiti sér fyrir því að meðferð virðisaukaskatt á tækjabúnaði til gagnavera á Íslandi verði sambærileg við það sem gildir innan Evrópusambandsins. Forsvarmenn Verne Holding eru bjartsýnir á að hægt verði að hefja rekstur í gagnaverinu á árinu 2010.
Munið að þetta heitir að gera EKKERT!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 129807
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson