31.10.2008
Leiðrétting - hálmstráið heldur!
Í færslu sem ég skrifaði 27. október sl. og kallaði Þar hvarf síðasta hálmstráið sagði ég frá viðtali sem ég heyrði á Bylgjunni og endað að ég hélt með orðunum Af því að við þorum - og erum ekki sósíalistar!
Í gærkvöldi hitti ég varaformann Sjálfstæðisflokksins, sem ég hafði þessi orð eftir. Hún var aldeilis ekki á eitt sátt við mig, því eitthvað hafði mér misheyrst það sem hún sagði. Hið rétta er að Þorgerður Katrín sagði: Af því að við þorum - og erum ekki populistar! Vissulega breytir þetta miklu og ég játa auðmjúk misheyrn mína!
29.10.2008
Áfram Ísland!
Kæru Bloggvinir mætum öll á landsleik Ísland og Írlands á fimmtudag kl. 18.10. Gleymum ástandinu um stund, stöndum saman og gleðjumst yfir frábærum fótboltastelpum sem leggja hug sinn, hjarta, blóð, svita og tár í leikinn. Allt fyrir Ísland. Koma svo ... ALLIR MEÐ:
Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland!
Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland!
Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2008
Á maður að gefast upp?
Eftir tíðindi dagsins þá hef ég velt þeirri spurningu fyrir mér hvort maður eigi ekki bara að gefast upp. 18% stýrivextir frá Seðlabanka Íslands á tímum þar sem allt er við það að stöðvast. Seðlabankastjóri, sem hefur haldið stýrivöxtum í 14-15% um langa hríð var kankvís þegar hann benti á að 50% hækkunin í dag væri ekki honum að kenna heldur Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ætli bankastjórinn hafi hugsað með sér ... Ég sagði ykkur það! Ég vona ekki.
Það vill svo til að ég vinn með mönnum sem almennt eru taldir hafa nokkuð vit á fjármálum, eru þeir til þess menntaðir og hafa margvíslega reynslu úr fjármálageiranum og rekstri að baki. Í dag voru þeir heldur fámálir um framhaldið. Jú einn benti á að hækkunin hefði sennilega verið nauðsynleg til þess að halda fjármagni, jöklabréfum, samjúræabréfum og hvað þau nú heita, inní landinu. Ekki dettur mér í hug að rökræða það við hann og sjálfsagt er eitthvað til í þessu hjá honum. Það breytir ekki því að í dag hef ég ítrekað spurt mig þeirrar spurningar hvort við ættum ekki bara að lyfta upp báðum höndum og segja: Ég gefst upp!
27.10.2008
Þar hvarf síðasta hálmstráið
Þeir sem hafa kíkt á bloggfærslur mínar undanfarin ár hafa sjálfsagt ekki farið varhluta af því að ég hef ekki sérstakt álit á þeim flokki manna sem kennir sig við sjálfstæði. Einn gildur limur í þeim flokki hefur þó jafnan notið virðingar minnar enda tel ég að þar sé gegnheil manneskja á ferðinni, með heilbrigða skynsemi og ákveðna auðmýkt gagnvart náunganum. Vissulega hafa ekki allir séð þessa kosti í fari sjálfstæðismannsins en þetta hefur verið mín tilfinning.
Í dag var viðtal við þennan sjálfstæðismann í útvarpinu. Ástæða viðtalsins var augljós, efnahagskreppan og ábyrgð stjórnmálamanna á henni. Viðkomandi komst vel frá viðtalinu, svaraði af skynsemi og með góðum og gildum rökum. Allt var barasta fínt ... alveg þangað til í lokin. Þá spurði útvarpsmaðurinn: "Af hverju ættum við að treysta Sjálfstæðisflokknum til að koma okkur út úr þeirri kreppu sem Ísland er komið í?" Það stóð ekki á svari hjá varaformanni Sjálfstæðisflokksins: "Af því að við þorum ... og við erum ekki sósíalistar!"
Arrrrggghhh ... þar fór síðasta hálmstráið!
26.10.2008
Horfum til himins
Í því ástandi sem nú er uppi á Íslandi getur verið gott að horfa til himins. Það gerði ég nú um helgina þegar ég fór ásamt meðlimum Veiðifélagsins í árshátíðarferð austur í sveitir. Aðfararnótt sunnudags gistum við á Hellishólum, einum af þeim fjölmörgu glæsilegu ferðaþjónustustöðum sem hafa orðið til á undanförnum árum. Á Hellishólum hafa verið byggðir nokkrir litlir og notalegir sumarbústaðir þar sem unnt er að láta líða úr sér borgarstressið og það er alls ekki nauðsynlegt að opna fyrir útvarp eða sjónvarp. Þetta þýðir að efnahagsástandið var fjarri okkur um helgina og við nutum þess einfaldlega að vera í góðum og skemmtilegum félagsskap.
Undir miðnætti á sunnudag fór ég út í nóttina og þvílík dýrð sem blasti við. Hellishólar eru fjarri ljósmengun borgarinnar og himinskrautið var hreint magnað. Milljónir stjarna blöstu við og allt í einu var ekkert mál að sjá öll stjörnumerkin sem maður þykist kunna. Stjörnuþokur voru nokkrar og gott ef ekki var hægt að sjá heilu vetrarbrautina blasa við. Þetta var algjörlega mögnuð sjón.
Ég er klár á að ég mun fara aftur út úr borgarmörkin í vetur þegar vel viðrar og horfa til himins, það er hreinsandi bæði fyrir hug og hjarta og ekki veitir af.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson