Leita í fréttum mbl.is

Pappírsverksmiđja

Ţađ er ekki í huga mér ađ mótmćla ţví ef einhver kemur međ hugmyndir ađ nýjum atvinnumöguleikum á Íslandi. Sjálfsagt er ţessi pappírsverksmiđja hiđ besta mál en ég komst ekki hjá ţví ađ hugsa um ferđ sem ég fór til Oulu í Finnlandi fyrir átta árum. Hefur einhver fundiđ lyktina sem kemur frá pappírsverksmiđju? Pinch
mbl.is Pappírsverksmiđjan ţarf ekki í umhverfismat
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

10 bestu íslensku lagatextarnir

Ćgir bloggvinur minn fékk Gylfa Ćgisson í heimsókn til sín í vikunni. Ćgir var svo uppnuminn af heimsókninni ađ hann hlustar nú á Gústa Guđsmann dags og morgna. Af ţví tilefni datt mér í hug ađ setja niđur 10 bestu íslensku lagatextana. Enn sem komiđ er treysti ég mér ekki til ađ gefa upp í hvađa röđ ég myndi setja ţá, ćtla ađ geyma ţađ í nokkra daga enn.

  • Söknuđur (Vilhjálmur Vilhjálmsson)
  • Syndir feđranna (Bubbi Morthens)
  • Tvćr stjörnur (Megas)
  • Gústi Guđsmađur (Gylfi Ćgisson)
  • Líf (Stefán Hilmarsson)
  • Pípan (Ragnar Ingi Ađalsteinsson)
  • Róninn (Magnús Eiríksson)
  • Skýiđ (Vilhjálmur Vilhjálmsson)
  • Vetrarsól (Ólafur Haukur Símonarson)
  • Jesú Kristur og ég (Vilhjálmur frá Skálholti)

Eignin mín í Exista

Er í dag 800 krónur. Vill einhver kaupa?

Mótmćli á Alţingi og viđ Ráđherrabústađinn

Hér á blogginu mínu er til fćrsla ţar sem ég lýsi ţeirri skođun minni ađ mér finnist ekki rétt af mótmćlendum ađ láta reiđi sína bitna á dauđum hlutum, s.s. međ ţví ađ grýta eggjum í Alţingishúsiđ. Ţeirri skođun held ég enn á lofti, mótmćli eiga ađ vera friđsamleg, líkt og ţau hafa veriđ á Austurvelli. Nú er ég ekki ađ halda ţví fram ađ mótmćlin í Alţingishúsinu í gćr eđa viđ Ráđherrabústađinn í morgun hafi veriđ ofbeldisfull eđa ófriđsamleg. Ţvert á móti voru ţau međ friđsamasta móti og ţó ţeim hafi veriđ mćtt af fullu afli frá laganna vörđum ţá fékk ég ekki séđ ađ ţar hafi brotist út neitt offors eđa skrílslćti.

Í dag hafa veriđ viđtöl viđ ráđherra og fleiri alţingismenn sem flestallir hafa lýst ţeirri skođun sinni ađ borgarar landsins eigi fullan rétt á ţví ađ mótmćla. Ţví er ég sammála. Mótmćlendur mega líka mćta á palla Alţingis og fylgjast međ ţví sem ţar fer fram. Ţó einhverjir ţeirra hafi hrćtt líftóruna úr söku ţingmönnum međ frammíköllum ţá voru mótmćlin friđsamleg, en ţeim var mćtt af fullu afli. Ég er ekki viss um ađ allir ţeir sem ćtluđu ađ mćta á ţingpalla hafi ćtlađ sér ađ vera međ međ háreisti, sem sannarlega gefur tilefni til brottvísunar úr húsinu. Ţađ stendur í laganna bókstaf ađ Alţingi sé friđhelgur stađur og ţar má ekki hafa í frammi háreisti. Ţeir sem brjóta lögin ţurfa ađ svara fyrir ţađ. En ég veit ekki betur en ađ ţingfundir skuli fara fram í heyranda hljóđi og ţví var ekki rétt ađ varna unga fólkinu - upp til hópa - ađgangi ađ ţingfundi.

Í morgun mćttu mótmćlendur viđ Ráđherrabústađinn. Ţar mćttu ţeim laganna verđir sem vörnuđu ţeim ađ koma í veg fyrir ađ ráđherrar gćtu mćtt á ríkisstjórnarfund. Ég ćtla ekki ađ mćla ţví bót ađ mótmćlendur komi í veg fyrir ađ menn geti mćtt í vinnuna. Mótmćlendur mega ađ mínu viti hins vegar gjarnan láta ráđherra og ađra ráđamenn vita hvađ ţeim finnst um stöđu mála. Í stöđu eins og ţeirri sem nú er uppi í ţjóđfélaginu er eđlilegt ađ ungt fólk sé reitt og sárt og ađ ţađ láti í sér heyra á ţessum vettvangi. Ráđamenn eiga ađ hlusta á ţetta unga reiđa fólk og ţađ á ađ samsama sig međ ţví. Ţví ţeirra er framtíđin, ţau munu landiđ erfa.


Jólabaksturinn

Jólaundirbúningurinn heldur áfram. Í dag hrćrđi ég í smákökurnar sem ég ćtla ađ baka. Ţetta eru súkkulađibitakökurnar hennar mömmu, bestu súkkulađibitakökur sem ég hef bragđađ (og hef ţó bragđađ ţćr nokkrar). Lykilatriđi í súkkulađabitakökunum hennar mömmu er ađ nota Orange súkkulađi í kökurnar, örlítill keimur af appelsínu gefur kökunum slíkt yndislegt bragđ ađ ţađ hálfa vćri hellingur.

Kökurnar ćtla ég ađ baka á fimmtudaginn á vinnutíma og veita vinnufélögum mínum örlítiđ smakk.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband