Sú sýn sem Þóra lýsti í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun var í fullum samhljómi við skoðanir mínar um það hvernig forsetaembættið eigi að vera. Í embætti forseta Íslands á að sitja einstaklingur sem talar kjark í þjóðina, sem sameinar, einstaklingur sem er maður sátta og samlyndis. Því miður hefur núverandi forseti brugðist í því hlutverki. Þess vegna þarf breytingu.
Mér finnst erfitt að trúa því að íslensk þjóð sé ekki sammála þessari fullyrðingu, sérstaklega nú um stundir:
Forsetinn, sem er kjörinn beint af þjóðinni, er tákn um einingu ríkisins. Sá sem er kjörinn verður fyrst og fremst að vinna að því að sameina fólk og því tel ég að hann eigi að láta stjórnmálaflokkana um hina pólitísku umræðu.
Ef þú ert sammála þessu þá er Þóra rétti kosturinn.
Mikið hefur verið rætt um málskotsréttinn og notkun á honum. Það sem Þóra segir er svo rétt, það ber ekki að tala um málskotsréttinn af léttúð.
Málsskotsréttinum var ekki ætlað að vera nýttur eins og borðtuska eftir máltíðir. Þóra sagði að ef sú staða kæmi upp að þingið ætlaði sér að keyra í gegn mál, eins og t.d. aðildarsamning að ESB án þess að spyrja þjóðina, þá væri rétt að taka málsskotsréttinn upp og beita honum. Þessu er ég hjartanlega sammála.
Forsetinn á ekki að beita sér í pólitísku dægurþrasi, hann á að vera yfir slíkt hafinn og ...
Hann getur ekki farið út í heim og talað gegn utanríkisstefnu sem stjórnvöld hafa mótað.
Langflest af því sem Þóra talaði um í viðtalinu voru í fullkomnum samhljómi við mínar skoðanir og lokaorð hennar um arfleið sína á stóli forseta falla í frjóan jarðveg hjá mér.
Ég vona að hún (arfleifðin) verði eitthvað á þá leið að eftir mína forsetatíð þá hefðum við stigið nokkur góð skref, kannski stór, í átt að því að ná betri samhljómi
Ég kýs Þóru Arnórsdóttur í forsetakosningunum 30. júní nk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2012
Sætasta stelpan á ballinu
7.4.2011
Klofin þjóð á ábyrgð hvers
Mikið er ég sammála fyrirsögninni á þessari frétt. Íslensk þjóð er klofin í herðar niður vegna fjármálasamnings milli þriggja þjóða. Samnings sem 75% þingmanna á Alþingi Íslendinga samþykkti. Samnings sem hefur verið lengur í smíðum en margir aðrir. Samnings sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga mörgum sinnum. Samnings sem fróðir menn segja að ekki verði hægt að gera betur úr garði en nú er.
Hver ber ábyrgð á sundrungu þjóðarinnar. Hver ber ábyrgð á því að menn slást næstum því opinberlega. Hver ber ábyrgð á vinaslitum manna í millum. Hver ber ábyrgð á því að þjóðin stendur nú frammi fyrir tveimur mjög slæmum kostum. Kostum sem engin þjóð á að þurfa að standa frammi fyrir. Ákvörðun um hvorn kostinn eigi að taka á að vera á herðum kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, 75% þeirra samþykktu samninginn.
Þið vitið alveg við hvern ég á. Aldrei, aldrei nokkru sinni, hef ég séð jafn miklu eftir neinu af því sem ég hef kosið um á ævinni eins og því að bera ábyrgð á því að sameiningartákn þjóðarinnar, forsetinn, er nú holdgervingur sundrungar og haturs.
Ég skammast mín fyrir að hafa kosið hann til þess að leiða þjóðina og biðst afsökunar fyrir mína hönd. En ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér hvort hann skammist sín nokkuð fyrir gjörðir sínar?
Hörmulegt að þjóðin sé svo klofin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011
Víghólaflokkurinn
Sérhver einstaklingur verður á lífsleiðinni fyrir því láni að á vegi hans verða einstaklingar sem móta hann og styrkja. Ég varð fyrir því láni að fá að kynnast Ólafi Þórðarsyni þegar ég var í gagnfræðaskóla í Kópavogi síðla á áttunda áratug síðustu aldar. Ég hafði reyndar haft spurnir af þessum frábæra tónlistarmanni í gegnum tíðina, hann bjó í næsta nágrenni við mig og bræður mínir voru á svipuðum aldri og hann. Bróðir Óla var góðvinur bræðra minna og fékk ég oft að fylgjast með þessum fjörugu unglingum á mínum yngri árum.
Þegar ég hóf nám í Víghólaskóla, sem var gagnfræðaskóli, þá gafst okkur krökkunum kostur á að fara í tónlistarval hjá Ólafi Þórðarsyni. Hann hafði starfrækt Víghólaflokkinn, sem skipaður var nemendum í skólanum bæði þeim sem voru á gagnfræðaskólaaldri sem og þeim sem voru í framhaldsnámi sem þar var í boði. Það var jafnan mikið líf og fjör í tónlistartímunum, við sungum um Elínu Helenu og þau okkur sem ekki vorum með sterkustu raddirnar fengum að spreyta okkur á einföldum hjóðfærum. Við krakkarnir litum upp til hans og bárum mikla virðingu fyrir honum. Óli, var ekki aðeins kennarinn okkar, hann var líka félagi okkar og vinur æ síðan.
Árásin á Óla var árás á okkur öll. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessum góða dreng og ég hvet alla til að mæta á tónleikana sem haldnir verða til styrktar honum. Hann hefur gefið okkur svo margt í gegnum tónlistina, nú er kominn tími til að gefa til baka.
Styrktartónleikar fyrir Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2010
Völvuspá Dollýar dulrænu
Ertu búin að lesa völvuspá Vikunnar? Nei ... ok en ertu búin að kaupa DV og lesa spána þar? Nei ekki heldur. En ertu búin að velta þér uppúr þeim frásögnum sem verið hafa af þessum spám í öðrum vefmiðlum? Ef ekki þá skaltu hætta hér og lesa eitthvað annað en ef þú hefur snefil af áhuga á spádómum og forspám þá skaltu endilega lesa lengra.
Dollý dulræna er hugarfóstur sem hefur spáð fyrir um atburði komandi árs í nokkur ár. Hún er bara venjulegt hugarfóstur sem ber nafn og lifir venjulegu lífi. Hún gekkst upp í góðærinu, sökk í svartnætti í hruninu en er nú að ná jafnvægi á ný.
Lestu spána hennar fyrir árið 2011.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson