Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Klofin þjóð á ábyrgð hvers

Mikið er ég sammála fyrirsögninni á þessari frétt. Íslensk þjóð er klofin í herðar niður vegna fjármálasamnings milli þriggja þjóða. Samnings sem 75% þingmanna á Alþingi Íslendinga samþykkti. Samnings sem hefur verið lengur í smíðum en margir aðrir. Samnings sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga mörgum sinnum. Samnings sem fróðir menn segja að ekki verði hægt að gera betur úr garði en nú er.

Hver ber ábyrgð á sundrungu þjóðarinnar. Hver ber ábyrgð á því að menn slást næstum því opinberlega. Hver ber ábyrgð á vinaslitum manna í millum. Hver ber ábyrgð á því að þjóðin stendur nú frammi fyrir tveimur mjög slæmum kostum. Kostum sem engin þjóð á að þurfa að standa frammi fyrir. Ákvörðun um hvorn kostinn eigi að taka á að vera á herðum kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, 75% þeirra samþykktu samninginn.

Þið vitið alveg við hvern ég á. Aldrei, aldrei nokkru sinni, hef ég séð jafn miklu eftir neinu af því sem ég hef kosið um á ævinni eins og því að bera ábyrgð á því að sameiningartákn þjóðarinnar, forsetinn, er nú holdgervingur sundrungar og haturs.

Ég skammast mín fyrir að hafa kosið hann til þess að leiða þjóðina og biðst afsökunar fyrir mína hönd. En ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér hvort hann skammist sín nokkuð fyrir gjörðir sínar?

 


mbl.is Hörmulegt að þjóðin sé svo klofin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víghólaflokkurinn

Sérhver einstaklingur verður á lífsleiðinni fyrir því láni að á vegi hans verða einstaklingar sem móta hann og styrkja. Ég varð fyrir því láni að fá að kynnast Ólafi Þórðarsyni þegar ég var í gagnfræðaskóla í Kópavogi síðla á áttunda áratug síðustu aldar. Ég hafði reyndar haft spurnir af þessum frábæra tónlistarmanni í gegnum tíðina, hann bjó í næsta nágrenni við mig og bræður mínir voru á svipuðum aldri og hann. Bróðir Óla var góðvinur bræðra minna og fékk ég oft að fylgjast með þessum fjörugu unglingum á mínum yngri árum.

Þegar ég hóf nám í Víghólaskóla, sem var gagnfræðaskóli, þá gafst okkur krökkunum kostur á að fara í tónlistarval hjá Ólafi Þórðarsyni. Hann hafði starfrækt Víghólaflokkinn, sem skipaður var nemendum í skólanum bæði þeim sem voru á gagnfræðaskólaaldri sem og þeim sem voru í framhaldsnámi sem þar var í boði. Það var jafnan mikið líf og fjör í tónlistartímunum, við sungum um Elínu Helenu og þau okkur sem ekki vorum með sterkustu raddirnar fengum að spreyta okkur á einföldum hjóðfærum. Við krakkarnir litum upp til hans og bárum mikla virðingu fyrir honum. Óli, var ekki aðeins kennarinn okkar, hann var líka félagi okkar og vinur æ síðan.

Árásin á Óla var árás á okkur öll. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessum góða dreng og ég hvet alla til að mæta á tónleikana sem haldnir verða til styrktar honum. Hann hefur gefið okkur svo margt í gegnum tónlistina, nú er kominn tími til að gefa til baka.


mbl.is Styrktartónleikar fyrir Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband