Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Rétt skal vera rétt

Eftirfarandi erindi barst mér í dag.

Ingibjörg HinriksdóttirSæl og blessuð.

Af rælni sá ég að mín var getið á bloggi þínu á mbl.isRétt er sem þar kemur fram að ég hafi ekki skilað inn upplýsingum tilríkisendurskoðunaar um kostnað í prófkjörum vegna viðleitni minnar til aðláta gott af mér leiða í samfélaginu.

Hitt kemur ekki fram að strax að loknu prófkjöri birti ég á heimasíðuminni allar upplýsingar varðandi prófkjörskostnað minn - þar með talinnútreiknaðan kostnað á hvert fengið atkvæði. Skemmst er frá því að segja aðég greiddi allan kostnað úr eigin vasa - líklega innan við ein mánaðarlaun láglaunamanns.

Allar upplýsingar lágu því fyrir opinberlega strax að loknuprófkjöri og engin ástæða til að bregðast við á öðrum vettvangi löngusíðar.

Nú hef ég afmáð þessar upplýsingar af heimasíðu minni og hef enginafskipti haft af "pólitík" eftir að mér varð ljóst að hugsjónir mínar áttu ekki upp á pallborðið á þeim vettvangi sem ég vildi hasla mér völl á.

Mér ætti vænt um að þú kæmir málavöxtum á framfæri á "þínum / samavettvangi".

Góð kveðja,Steinn Kárason

ps. innan skamms kemur ú hljómplatan mín "steinn úr djúpinu"í laginu Paradís sem þar er að finna er óður til Íslands sem endurspeglarað hluta hugsjónir mínar og elsku til landsins míns Íslands

kv. sk


Trúin á meirihlutaflokkum síðustu 20 ára farin

Fylgishrun Framsóknarflokksins í Kópavogi var gríðarlegt í sveitarstjórnarkosningunum sl. laugardag. Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn sem tapar ríflega þriðjungi þeirra atkvæða sem flokkurinn fékk árið 2006.

Raunar er það þannig að allir þeir flokkar sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs tapa fylgi frá því fyrir fjórum árum en aðeins tveir flokkar tapa manni, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.

Það er athyglisvert að skoða töfluna sem sýnir atkvæðafjölda á bak við flokkana fjóra árið 2006 annars vegar og árið 2010 hins vegar. Þar sést að nærri helmingur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn árið 2006 yfirgefa hann í kosningunum 2010. 

 

B

D

S

V

2006

1789

6610

4646

1546

2010

991

4142

3853

1341

 

798

2468

793

205

 

44,61%

37,34%

17,07%

13,26%

Í fréttum undanfarna daga hafa komið fram fullyrðingar um að Samfylkingin hafi tapað jafnmiklu fylgi og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur til samans. Það má örugglega sjá það hafi menn til þess einbeittan vilja og horfi einungis á fulltrúafjöldann. En atkvæðatölurnar ljúga ekki, þar er fylgishrun Framsóknarflokksins í Kópavogi gríðarlegt, alveg gríðarlegt!

Ég ætla ekki að koma með söguskýringu á fylgishruni Framsóknar hér, mín vegna hefði hrunið mátt verða enn meira og algjört. En hitt er að fylgishrunið frá árinu 2002, þegar hinn farsæli leiðtogi Framsóknarmanna Sigurður heitinn Geirdal, var og hét er allt að því ótrúlegt. Í kosningunum 2002 kusu 3.776 Kópavogsbúar Framsóknarflokkinn, fylgishrunið miðað við kosningarnar 29. maí sl. telur 2.785 atkvæði eða nærri 74%. 

Tafla sem sýnir atkvæðamagnið segir meira en mörg orð. Svona lítur hún út milli flokkanna fjögurra árin 2002, 2006 og 2010.

 

B

D

S

V

2002

3.776

5.097

3.821

831

2006

1.789

6.610

4.646

1.546

2010

991

4.142

3.853

1.341

Mism 02

-2.785

-955

32

510

Hlutf 02

-73,76%

-18,74%

0,84%

61,37%

Á þessari töflu má sjá að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur unnið mikið á í Kópavogi á síðustu átta árum. Samfylkingin heldur sínu fylgi að mestu en flokkarnir tveir sem stýrt hafa bænum tapa nærri því fjögur þúsund atkvæðum sín á milli.  

Af þessu má draga þann ályktun að rökrétt sé að þeir flokkar sem nú eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs reyni að ná saman um stefnumál og verkefni. Kópavogsbúar eru búnir að missa trúna á 20 ára meirihlutanum og þó fyrr hefði verið!

 


Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband