Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Auðvitað er maður í sjokki yfir Silfrinu í dag, en ekki hvað?
Ég held að það sé mikilvægt að sjá ekki heiminn í annað hvort svörtu eða hvítu. Ástandið er ekki bara svona eða bara hinsegin. Aðalvandamál okkar Íslendinga er hvað siðferði þjóðarinnar er skert. Okkur finnst í lagi að stela smá, bara að það komist ekki upp. Við byrjuðum á því að stela einu og einu ljósriti í skrifstofunni og þeir stórtæku enduðu á því að setja okkur á hausinn með því að stela milljörðum, tugmilljörðum og jafnvel hundruðum milljarða af okkar íslensku krónu og flytja peninginn úr landi.
Í millitíðinni var auðlindunum stolið af okkur, já og náttúrunni.
Hvað er til bragðs að taka? Ég er sannfærð um að það þýðir ekki að fara á límingunum, slíkt gerir illt vera. En við verðum að losa okkur við þá aðila sem sitja við stjórnvölinn hvar sem er í þjóðfélaginu sem ekki hafa til þess siðferðilega burði að sinna þeim embættisverkum sem þeim hafa verið falin.
Það þarf hugarfarsbyltingu á Íslandi, hugarfarsbyltingu sem inniheldur skuldbindingar gagnvart því samfélagi sem við lifum í, hugarfarsbyltingu þar sem almenn siðferðisleg gildi er í heiðri höfð. Af hverju þurfti t.d. að setja neyðarlög í síðustu viku, jú vegna þess að menn fundu "smugu" í lögunum sem gaf þeim færi á að "græða" meira fyrir sinn rass. Skítt með það hvernig það færi á endanum með þjóðina.
Þetta er aðalmálið, ekki það hvort Íslendinga skuldi sem nemi 2.000 krónum á hvert mannsbarn í heiminum. Ég bara spyr á móti, hvað eyða Bandaríkjamenn miklu í hernaðarútgjöld á ári hverju. Án þess ég viti það er ég allt að því viss um að það slagar uppí skuldir okkar og fer jafnvel yfir það. Ef það á að bera skuldir okkar saman við íbúa heimsins þá verður að horfa á heildarmyndina og sjá hversu stór skuld okkar er miðað við aðrar þjóðir og önnur útgjöld sem væri betur varið, s.s. útgjöld til hernaðar.
Með kærleikskveðju,
4.4.2009
Sjálfstæðismenn ...
þið hafið komið ykkar skoðun á framfæri.
Þið eruð á móti stjórnlagaþingi.
Það eru allir búnir að ná því.
Nú þurfið þið að sætta ykkur við það að þið eruð í minnihluta á þingi. Ég veit að þið kunnið það ekki og það fer ekki framhjá mér að ykkur líður ekki vel í minnihluta. En nú, þegar þið hafið talað og malað í fleiri sólarhringa um stjórnlagaþingið (og þess á milli um fundarstjórn forseta og að þið þurfið endilega að komast heim til barna ykkar og það jafnvel uppá Akranes) þá ráðlegg ég ykkur að hætta þessu málþófi og leyfa öðrum málum að komast að.
Þið segið að stjórnlagaþing geri ekkert fyrir þjóðina, það muni ekki koma þjóðinni til bjargar í því ástandi sem þið hafið komið þjóðinni í. Ástæða þess að önnur mál komast ekki að er sú að þið malið og malið um þetta stjórnlagaþing.
Farið nú að taka ykkur á og horfið á raunveruleikann eins og hann er, þið ráðið ekki ferðinni lengur. Þess utan eruð þið aðeins að verða ykkur til skammar á þinginu!
3.4.2009
Skyldi manninum ekki leiðast?
Nú skömmu fyrir miðnættið kíkti ég á útsendingu frá Alþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Björk Guðjónsdóttir, dundar sér nú við að lesa uppúr umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um stjórnskipunarlögin. Ég efast ekki um að þar sé margt fróðlegt að finna, enda er mannavalið hjá sambandinu alveg einstakt. Hitt efast ég um að það sé virkilega nauðsynlegt að lesa upp álit sambandsins í þessu máli í ræðustól Alþingis. Hingað til hefur verið nóg að fjalla um umsagnir um lagabreytingar í nefndum og efast ég ekki um að ítarlega hafi verið fjallað um þessa umsögn í nefnd.
Þegar ég hef hlustað á Björk, núna í nokkrar mínútur, þá velti ég því líka fyrir mér hvort henni leiðist svona ógurlega í vinnunni? Vissulega er hægt að eyða föstudagskvöldi betur en að lesa upp umsagnir í ræðustól en fyrst hún er að gera þá hefði mér þótt við hæfi að hún reyndi að glæða þessa umfjöllun einhverju lífi. Enn eru 21 þingmaður Sjálfstæðisflokksins á mælendaskrá, á eftir Björk mun Þorgerður Katrín taka til máls og ég verð að segja að ég er dálítið spennt fyrir því hvaða pól hún tekur í hæðina. Árni Johnsen söng um kvikmyndargerðarlögin, Björk les upp umsagnir og hver veit nema Þorgerður Katrín lesi ljóð. Ef hún gerir það þá mæli ég með því að hún lesi ljóðið hans Steins Steinarrs um Passíusálm nr. 52.
Passíusálmur nr. 51
Á Valhúsahæðinni
er verið að krossfesta mann.
Og fólkið kaupir sér far
með strætisvagninum
til þess að horfa á hann.
Það er sólskin og hiti,
og sjórinn er sléttur og blár.
Þetta er laglegur maður
með mikið enni
og mógult hár.
Og stúlka með sægræn augu segir við mig:
Skyldi manninum ekki leiðast
að láta krossfesta sig?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.4.2009 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009
Viðskiptavinir horfa á í forundran
Undanfarna daga hef ég reynt að fylgjast með störfum Alþingis. Bæði er að ég hef áhuga á stjórnmálum og svo hef ég líka áhuga á að fylgjast með hvernig menn standa sig nú í aðdraganda Alþingiskosninga. Frammistaða þingmanna mun sjálfsagt ekki ráða miklu um það hvað ég kýs í komandi þingkosningum, það er þegar ákveðið af minni hálfu. Hitt er að vera Sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu er ný fyrir mig enda hefur þessi flokkur verið í ríkisstjórn síðustu ... hvað 18 ár? og ég hef fylgst af áhuga með því hvernig þeim líður í því hlutverki.
Ef ég á að draga ályktun af því sem ég hef séð á vef Alþingis síðustu daga þá verð ég að segja að Sjálfstæðismönnum líður MJÖG ILLA í stjórnarandstöðu. Sjálf hef ég nokkra reynslu af því að vera í minnihluta, hef í raun verið það sem kona allt mitt líf, svo held ég með Breiðabliki og þó stelpunum þar í fótboltanum, körfunni og frjálsum, hafi um tíma verið stórkostlegur, þá er það þó þannig að almenningur (þ.e. þeir sem ekki eru Blikar) dæma félagið oftar en ekki út frá frammistöðu karlanna. Ég er Íslendingur og sem slík hef ég gjarnan verið í minnihluta og jafnvel minnimáttar, og kannski aldrei eins og nú. Fyrir hönd Samfylkingarinnar er ég í minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs.
Þrátt fyrir alla þessa minnihluta þá er ég engu að síður ákaflega stolt. Ég er stolt kona, stoltur Bliki, stoltur Íslendingur og ég er stolt af því að vera í Samfylkingunni. Ég hef gert mér grein fyrir því að á meðan ég er í minnihluta þá fæ ég ekki öllu mínu framgengt. Ég hef mótmælt og ég hef barist fyrir mínu en iðulega geri ég mér grein fyrir því að minn tími mun koma (eins og Jóhanna Sigurðardóttir orðaði það svo frábærlega hér fyrir nokkru). Miðað við frammistöðu Sjálfstæðismanna á Alþingi þá held ég að þeim líði illa í stjórnarandstöðu og þeir eru síður en svo stoltir af stöðu sinni þar. Þeir eru í stöðugu andsvari við sjálfa sig og ræða fundarstjórn forseta eins og þeir hafi aldrei haft þá stöðu í þinginu.
Þegar þeir komast síðan að því að þeir ráða ekki dagskrá þingsins haga þeir sér eins og óþekkir krakkar fyrir framan sælgætisrekkann í stórversluninni. Við viljum, ég vil, gefðu mér, mig langar, Aaaarrrrrgggghhhh! VIÐ VILJUM EKKI RÆÐA STJÓRNSKIPUNARLÖG!!!!
Sjálfstæðismönnum bendi ég á að aðrir "viðskiptavinir búðarinnar" horfa á í forundran!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson