Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
14.4.2008
Lífspeki Woody Allens
Þá er það ákveðið. Í næsta lífi ætla ég að fylgja lífsspeki Woody Allens og lifa lífinu afturábak.
In my next life I want to live my life backwards. You start out dead and get that out of the way. Then you wake up in an old people's home feeling better every day. You get kicked out for being too healthy, go collect your pension, and then when you start work, you get a gold watch and a party on your first day. You work for 40 years until you're young enough to enjoy your retirement. You party, drink alcohol, and are generally promiscuous, then you are ready for high school. You then go to primary school, you become a kid, you play. You have no responsibilities, you become a baby until you are born. And then you spend your last 9 months floating in luxurious spa-like conditions with central heating and room service on tap, larger quarters every day and then Voila! You finish off as an orgasm!
I rest my case.
14.4.2008
Óskastundinni rúllað upp
Ætli maður hafi ekki bara rúllað óskastundinni upp. Sigurlagið varSöknuður með Vilhjálmi Vilhjálmssyni og ekki nóg með það heldur varð ég kona kvöldsins með lögin mín sem skoruðu hæst af öllum lögum. Lögin sem ég spilaði í kvöld voru auk Söknuðar, Þú fullkomnar mig með Sálinni og My number one með Elenu Paparazu. Þetta voru þau þrjú lög sem skoruðu best af þeim þrennum sem gildir limir stundarinnar mættu með til Siffu í Hlégerðið.
Þjóðhildur fékk verðlaun fyrir frumlegasta lagið, en svo undarlega vildi til að ekkert lag fékk tvö stig sem frumlegasta lagið og því var dregið úr spilastokki og Þjobba vann fyrir lagið Í bláum skugga með Stuðmönnum. Siffa var ekki að spara verðlaunin, nú frekar en endranær, en í tilefni af 10 ára afmæli Óskastundarinnar fengu allir sigurvegarar stundarinnar sl. 10 ár glæsilega eignarbikara fyrir afrekið.
Niðurstaðan og lögin sem leikin voru í kvöld eru komin inná óskastundarlistann á heimasíðunni minni. Ég þakka stelpunum í Óskastundinni fyrir frábært kvöld og þakka kærlega fyrir mig.
Að ári eru það Vestmannaeyjar hjá Þjóðhildi ... Ég hakka til!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2008
Til fyrirmyndar
Það er alls ekki víst að það sé til fyrirmyndar að setja inn færslu á bloggið svona undir nóttina en ég var að koma heim eftir heimsókn til Helgu Einarsdóttur sem er með mér í saumaklúbb og ég varð að benda á nokkuð sem mér þykir vera til fyrirmyndar. Blogg landsmanna er oftar en ekki yfirfullt af neikvæðum athugasemdum um alla mögulega hluti en mig langar til að vera ögn á jákvæðari nótum fyrir svefninn.
Þar sem ég ók heim til mín áðan þá fór ég inná Nýbýlaveg frá Hafnarfjarðarvegi. Vestast á Nýbýlavegi standa yfir miklar vegaframkvæmdir vegna bygginga fjölbýlishúsa við Lund og færslu á háspennustreng. Þar hafa verkamenn verið að vinna í allan vetur og þegar ég ók þarna í gegn áðan þá var mér hugsað til þess hversu vel er gengið um vinnusvæðið og hversu góðar vegmerkingar eru þarna á svæðinu. Akvegurinn er heldur mjór á kafla og þarna er rétt svo pláss fyrir akstur úr sitt hvorri áttinni en merkingar eru svo vel úr garði gerðar að það þarf alvarlega vangæslu til að orsaka þarna slys. Ég ek þarna um nær daglega, alla daga á leið í og úr vinnu og oft um helgar. Hingað til hef ég ekki orðið vör við óhöpp á svæðinu, það þakka ég fyrst og fremst góðum merkingum og skýrum.
Þeir sem að þessu verki standa eiga þakkir skildar, frágangur þarna er til fyrirmyndar.
Á laugardag fór ég og tippaði eins og venjulega með vinahópnum mínum, við skoruðum vel í þessari viku og fáum rúmar 10 þúsund krónur í okkar hlut! Á meðan við sátum og réðum ráðum okkar varðandi úrslitin í enska boltanum (og sitt hvað fleira) þá kom til okkar sýningarstjórinn að sýningunni "Sumarið 2008" og bauð tippurum að skoða sýninguna áður en við færum heim. Að sjálfsögðu nýtti ég mér þetta boð.
Í einum af fyrstu básunum þá var til sýnis tæki sem finna má á snyrtistofu í Hafnarfirði en tækið er þeirrar náttúru að þú stígur uppá það, stendur eins og staur eða með bogna fætur og tækið hristir þig sundur og saman. Að sögn stúlkunnar sem kynnti tækið þá var 10 mínútna staða á tækinu jafn mikil æfing og 60 mínútna æfing við í venjulegum leikfimisal. Eftir að hafa horft á nokkra stíga á tækið í stutta stund þá ákvað ég loks að slá til og steig uppá tækið. Því hafði ég neitað algjörlega í fyrstu, enda viss um að ég myndi ekki hætta að hristast fyrr en undir kvöldmat ef ég færi á þessa voðalegu vél. En ég lét undan og stillti mér uppá tækinu. Stúlkan stillti það fyrir mig á 10 mínútna æfingu og þar stóð ég og hristist á mismiklum hraða allan þann tíma. Tækið er þannig sett upp að ég sneri botninum og bakinu að gestum sem áttu leið hjá og a.m.k. 4 menn dáleiddust við það eitt að ganga framhjá og munu enn vera á ráfi í Fífunni.
Þetta var undarleg tilfinning að hristast svona, ég er viss um að tækið gerir manni gott, þetta er ekki ósvipað og þegar maður hefur verið í röskri göngu og hefur teigt á stirðum limum að þá er gott að hrista sig örlítið og fá blóðið á hreyfingu. Það var eiginleg tilfinningin, blóðið fór á hreyfingu, hjartslátturinn var nákvæmlega sá sami og þó ég hefði staðið hreyfingarlaus í 10 mínútur og öndunin var bara salla róleg eftir að ég jafnaði mig á hlátrinum sem sprakk uppúr mér á fyrstu mínútunni. Að tækið jafnist á við 60 mínútur í ræktinni er ég ekki viss um, en þetta var notalegt þegar ég steig niður. Mér hitnaði vel og ég er ekki frá því að það hafi verið gott að hrista blóðflæðið af stað með þessum hætti. Ef þú hittir einhversstaðar á þessa kynningu, endilega stökktu uppá tækið og hristu þig í 10 mínútur, það er bara hressandi!
Árlega hitti ég fimm vinkonur mínar á Óskastund. Óskastundin er draumatími þar sem við hittumst og spilum lög sem við teljum að séu bestu, fallegustu, skemmtilegustu og jafnvel skrítnustu lög allra tíma. Allir tímar geta verið mjög mismunandi eftir árstíðum og lag sem maður getur verið í banastuði með eitt árið er með leiðinlegustu lögum allra tíma ári síðar.
Óskastundin heldur uppá 10 ára afmæli þann 12. apríl nk. en tilurð hennar er sú að árið 1998 tókum við okkur saman fimm vin- og kunningjakonur, Alda Jenný Rögnvaldsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir, Sigfríður Sophusdóttir og Þjóðhildur Þórðardóttir og hittumst heima hjá Öldu Jenný til að spila óskalögin okkar. Við vorum og erum ekkert að reyna að fela það að við vorum að stæla aðra keppni sem gengur undir því ófrumlega nafni Óskalögin. Eiginmaður Sigfríðar (Siffu) og bróðir Öldu voru í hópi allnokkurra pilta sem hittust einu sinni á ári og deildu lagasmekk sínum með félögunum. Í nokkur ár voru þær stöllur búnar að tala um óskalögin hjá strákunum og þegar öfund þeirra og afbrýði var komin út fyrir öll velsæmismörk varð úr að við stelpurnar hittumst á okkar Óskastund. Allt frá upphafi stóð til að ein til viðbótar, Gunnur Stella Kristleifsdóttir, væri með í þessum hópi en hún tók ferðalag til útlanda framyfir okkur á fyrstu óskastundinni en hefur verið með frá árinu 1999 og hefur lofað að gera taka aldrei neitt annað fram yfir óskastundina hér eftir.
Hvað um það. Þetta hafa verið svaðaleg partý - mikið stuð og stemming og lögin sem leikin hafa verið eru hvert öðru betra (eða verra). Nú er sá tími ársins framundan hjá mér þar sem ég fer að velja óskalögin mín. Þetta er alltaf jafn erfitt. Ég var búin að velja lögin þrjú sem ég ætla að spila fyrir 3 vikum, en er búin að skipta um skoðun fimm sinnum síðan þá og á sjálfsagt eftir að skipta um skoðun 10 sinnum fram að 12. apríl. Keppnisskapið er enda ekki langt undan og á hverri óskastund er stefnt á sigur og EKKERT ANNAÐ! Uppskeran hefur enda verið sú að á þessum 10 árum sem liðin eru frá fyrstu óskastundinni hef ég sigrað tvisvar sinnum, sem er bara nokkuð gott, en betur má ef duga skal og í ár sækist ég eftir þriðja sigrinum.
Tekið er á móti tillögum að lagavali hér á síðunni, endilega látið hugann reika að bestu lögum allra tíma og aukið mér andagift!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2008
Cosí fan tutte
Lukkan leikur við mig, því í kvöld var mér boðið á aðalæfingu á óperunni Cosí fan tutte eftir Mozart í Íslensku óperunni. Það er óperustúdíó ungs tónlistarfólks sem setur sýninguna upp og verð ég að segja að þeim tókst bara bærilega vel upp. Sviðssetningin er skemmtileg, söguþráðurinn (plottið) er gott og tónlistin var hreint afbragð.
Það er óhætt að viðurkenna það hér að ég hef ekki farið á óperusýningu í mörg ár, síðast sá ég Töfraflautuna fyrir mörgum árum og síðan ekki fyrr en Mozart bankaði aftur uppá hjá mér í kvöld. Systurdóttir mín, María Konráðsdóttir, sat í hljómsveitargryfjunni í kvöld og þandi klarinettið sitt af stakri snilld en á sviðinu stjórnaði Þorvaldur Þorvaldsson verkinu í hlutverki Don Alfonso. Þorvaldur var stjarna sýningarinnar að mínu mati, hann var alveg frábær í hlutverkinu og mitt listræna auga telur að hann einn hafi haft jafngott vald á bæði söng og leik. Hjá öðrum fannst mér á köflum skorta á annað hvort. Þar er þó örugglega eingöngu og aðallega um að kenna því að enn hafa margir flytjendur ekki tekið út nægilegan þroska til að takast á við verkefni sem þetta. Það væri því spennandi að sjá þennan leikhóp aftur eftir s.s. 3-6 ár takast á við þetta sama verkefni.
Óperan rann engu að síður ljúft niður í mig og ég þakka þessu unga listafólki fyrir frábæra skemmtun. Þau stóðu sig öll frábærlega. En ég viðurkenni að ég hlakka til að heyra dóm þeirra sem hafa meiri listræna þekkingu en ég á svona hlutum svona svo ég sjái hvort ég hafi nokkurt vit á þessu. Takk fyrir mig.
Menning og listir | Breytt 5.4.2008 kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008
Slæm tíðindi fyrir landsliðið
Fréttir í gær um meiðsli Guðbjargar Gunnarsdóttur landsliðsmarkvarðar eru slæmar. Íslenska kvennalandsliðið hefur sett stefnuna á Evrópumótið í knattspyrnu í Finnlandi árið 2009 og möguleikar þeirra eru góðir. Það munar þó alltaf um góða leikmenn, sérstaklega markverði, og því eru tíðindi gærdagsins afar slæm fyrir landsliðið.
Því miður tók Þóra B. Helgadóttir þá ákvörðun fyrr á þessu ári að gefa ekki kost á sér í landsliðið vegna anna við vinnu sína í Belgíu. Það er óskandi að hún endurskoði þá ákvörðun í ljósi frétta gærdagsins. Markverðir eru ákaflega mikilvægir leikmenn í hverju liði og oftar en ekki geta þeir skipt sköpum á úrslitastundu. Það er þó rétt sem bent hefur verið á að það kemur maður í manns stað og nú þurfa þeir leikmenn sem næstir eru í röðinni að taka við merkinu. Þeim óska ég allra heilla og vona að möguleikar liðsins á að komast í úrslitakeppni EM verði ennþá góðir þrátt fyrir það mikla áfall sem liðið varð fyrir við meiðsli Guðbjargar Gunnarsdóttur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008
Aðgerðir flutningabílsjóra
2.4.2008
Áfram Arsenal
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson