Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
6.2.2008
Heilsugæsla á höfuðborgarsvæði
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, spurði á Alþingi í dag „Hvernig hyggst ráðherra bregðast við aukinni þörf fyrir þjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, bæði á eldri stöðvum og í nýjum hverfum? Liggur fyrir áætlun um uppbyggingu heilsugæslu í þessu umdæmi á næstu árum?“
Til svara var Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og hann byrjaði sitt svar á því að skammast út í fyrirspyrjanda vegna þess formála sem hún hafði að fyrirspurn sinni þar sem hún sagðist hafa upplýsingar um að það vantaði 500 milljónir til heilsugæsluþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að öðru leyti fannst mér svar ráðherrans hvorki vera fugl né fiskur. Jú vissulega hefur verið skipaður starfshópur ... og hvað svo?
Guðlaugur sagði líka frá áformum um stækkun læknastöðvar í Árbæ og miðbæ en sagði frekari áform um uppbyggingu bíða. Það virðist nefnilega þannig að þegar ráðherra heilbrigðismála er spurður út í uppbyggingu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, þá horfi ráðherran einungis til Reykjavíkur en lokar augunum algjörlega fyrir því að höfuðborgarsvæðið nær langt út fyrir það sveitarfélag!
Það komu 18 manns í mat til mín í kvöld, tveir boðuðu forföll og einn mætti ekki sökum slappleika. Það var í lagi og ég vona að heilsan batni fljótt. Þó ég segi sjálf frá þá heppnaðist matreiðslan og veislan betur en ég þorði að vona. Fólkið mitt er reyndar orðið sjóað í því að koma hingað í saltkjöt og baunir, og þeir sem eru fyrstir að borða vaska upp eftir sig og skila diskum og hnífapörum í staflann. Ég á nefnilega aðeins 12 diska og 12 hnífapör, það þarf því að sæta lagi þegar 18 mæta í matarboð.
Súpan heppnaðist eins vel og best verður á kosið, var mátulega þykk og kjötið, sem var frá SS var alveg afbragð. Ég sauð það við mjög vægan hita, varla að það bullaði í pottunum og það skilaði sér í einstaklega meyru og góðu kjöti. Súpan var líka alveg mögnuð, ekki of sölt og svo er ég ekki frá því að ég hafi fundið rétta magnið af beikoni til að setja í þetta mikinn skammt af súpu (6,5 lítrar).
Gestum mínum í kvöld þakka ég innlitið og hlakka til að sjá þau öll í baunasúpu að ári (og vonandi fyrr reyndar). Gestir kvöldsins voru: Ingibjörg Vala, Ellert Sigþór Breiðfjörð og Halla Björg – Guðbjörg, Hinrik Ingi og Þorgrímur Gunnar – Bryndís, Konráð, Unnur Ýr, Haraldur Þór, Ingimar Örn, María og Sigurður Örn – Sigrún, Þórir, Ásdís Rut, Jóhanna Björg og Benni. Að auki fékk Madda í Smáranum sent saltkjöt og baunasúpu.
5.2.2008
Saltkjöt og baunir
Það verður vegleg matarveisla heima hjá mér í kvöld, eins og marga undanfarna sprengidaga. Þegar foreldrar mínir fóru að taka upp á því að dvelja löngum stundum á Kanaríeyjum þá tók ég upp á því að bjóða systkinum mínum og afkomendum þeirra í saltkjöt og baunir á sprengidag. Ætli þetta sé ekki 6. eða 7. árið sem ég held sprengidagsboð og mér sýnist á öllu að í kvöld verði metmæting en 21 hefur skráð sig til leiks og svo Ingimar Örn sem fyllir töluna uppí 22.
Súpan sem ég elda er hefðbundin en ég set í hana bæði lauk og beikon til að styrkja hana. Kjötið keypti ég í Nettó að þessu sinni en það er frá SS. Megnið af kjötinu eru sérvaldir framhryggjarbitar, en ég keypti líka tvo pakka af blönduðu saltkjöti. Eina sem ég lenti í vandræðum með var að fá feita og góða síðubita. Þá fékk ég í kjötborði Nótatúns í gær.
Það er því ekki von á öðru en að matargestir mínir í kvöld fari saddir, slæir og hálfsprungnir heim til sín í kvöld eftir saltkjötsátið!
Þetta er ekki sanngjarnt! Mín skellir sér á þorrablót, eins og venjulegur Íslendingur, prufa nýjan drykk (sem er alls ekki drykkjarhæfur fyrr en eftir 5 sopa) enda hafði mér verið talin trú um að maður finndi ekkert fyrir honum daginn eftir!!
Ok, mín fékk sér nokkra drykki, var frekar pirruð á því að finna ekki einu sinni fyrir áhrifum en sit uppi með þriggja daga höfuðverk þrátt fyrir það! Fór engu að síður í vinnu í morgun, bolludagurinn í dag og mín eina von til að fá rjómabollu. Náði að landa 1/3 af gamaldags bollu (ekki vatnsdeigs) og var rokin á prívatið með það sama. Gafst upp um hádegisbil og hef reynt að sofa úr mér höfuðverkinn í allan dag ... gengur ekki neitt og ætli ég verði svo ekki andvaka í nótt eftir að hafa sofið í allan dag!
Það munu ekki koma hér neinar yfirlýsingar um að mín sé hætt drykkju ... alls ekki! Ég er hvort eð er svo léleg í þessu að það myndi varla taka því að gefa slíkar yfirlýsingar. En ég held ég láti Campari vera hér eftir sem hingað til, það tekur því ekki að drekka þetta sull ef maður fær allar afleiðingarnar en varla snert af orsökinni!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson