15.11.2009
Í minningu vinar
Guðmundur Benediktsson, G. Ben. eins og hann var jafnan kallaður meðal okkar Blika, kvaddi þennan heim sl. sunnudagsmorgun. Hann var eitilharður Bliki og ákaflega kappsfullur maður, aldrei sat hann á skoðunum sínum og skipti þá engu hvort hann ætti sér fjölda skoðanabræðra eða ekki. Hann ákvað að stofnun íþróttabandalags ætti að vera í mínum höndum. Í allt haust hefur hann komið til mín í tippkaffinu á laugardögum og ítrekað þessa skoðun sína við mig. Það hefur verið í fínasta lagi enda deilum við þessari skoðun og ég lofaði honum að ganga í málið af öllu mínu afli.
Síðast þegar ég hitti G. Ben, var í tippkaffinu fyrir hálfum mánuði, þá tók hann þéttingsfast í hönd mér og lét mig lofa sér að ég myndi ganga frá þessu máli. Ég horfði í augu hans og lofaði að gera allt sem í mínu valdi stendur til að íþróttabandalag verði stofnað í Kópavogi. Sagði ég honum að ég væri þegar búin að skrifa grein sem ætti að birtast í Kópavogi, málgangi Samfylkingarinnar, það kæmi bráðum. Því miður var Guðmundur allur þegar blaðið kom var borið til Kópavogsbúa á laugardagsmorgun, en ég mun fylgja þessu máli eftir, eins og ég hef lofað.
Blessuð sé minning Guðmundar Benediktssonar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 16.11.2009 kl. 10:28 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Jæja hann er þá farinn blessaður kallinn. Blessuð sé minning hans.
Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2009 kl. 03:36
Hef alltaf vilja skoða skipulagsbreytingar með opnum huga. Oft skoðað hvort skipta ætti UMSK upp. Hvaða rök hefur þú fyrir stofnun íþróttabandalags.
Sigurður Þorsteinsson, 15.11.2009 kl. 09:02
Finnst það góð framtíðarsýn ef að Íþróttafélög í Kópavogi gætu sameinast í einhverju bandalagi sem væri vettvangur fyrir sameiginleg hagsmunamál þeirra. Það hljóta að vera mörg mál þar sem hagsmunir þeirra skerast og fara saman. Þannig t.d. eru þau að samnýta íþróttamannvirki. Það eru komin mörg ár síðan ég var virkur í Íþróttafélagi ( ÍK og HK) en ég man að þá var óþarfa rígur oft milli félaga og okkur í "litlu og ungu" félögunum fannst oft að þeim vegið.
Svona bandalög eru líka í flestum stærri Bæjarfélögum. Man eftir svona fyrirkomulagi í Reykjavík, Akureyri, Vestmanneyjum, Hafnarfirði og fleiri stöðum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.11.2009 kl. 12:46
Helga, já hann kvaddi fyrir viku og verður jarðsettur á morgun.
Maggi, einmitt og það má bæta Reykjanesbæ á listann hjá þér.
Siggi, það er einmitt þetta sem Magnús nefnir og svo tel ég að það fari of mikill tími í það hjá bæjarapparatinu að semja við félögin og jafnvel einstaka deildir um allskyns verkefni og fjárhagslega styrki. Tökum sem dæmi úthlutun tíma í íþróttahúsin (sem hefur verið gríðarlega mikið deiluefni milli félaganna) þar á bærinn ekki að þurfa að eyða dýrmætum tíma og mannafla í að sætta sjónarmið. Félögin eiga að geta komið sér saman um þetta sjálf. Það sama á við gagnvart félögunum sem óneitanlega eru með mun sterkari stöðu sameinuð þegar sækja þarf á bæinn með ýmis mál, s.s. íþróttamannvirki og styrki.
Auk þess held ég að íþróttabandalag sé það eina sem getur dregið úr þeim hatrömmu deilum sem eru milli stærstu knattspyrnudeildanna. Deilur sem eru hreint fáránlegar og við höfum heilu kynslóðirnar sem allt að því hatast vegna þess að þeim hefur verið "kennt" það af "uppalendum" sínum innna félaganna. Þetta er óheilbrigt og hér í bæ eiga öll félög að geta komið fram sem ein heild þó það eigi að sjálfsögðu að vera heilbrigður rígur milli félaganna!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.11.2009 kl. 18:07
Ingibjörg breytt skipulag getur haft áhrif,en því miður held ég að íþróttabandalagshugmyndin hafi ekki þau áhrif sem þú heldur.
1. Það að eyða miklum tíma í að semja við félögin og ýmsar deildir um ýmis verkefni og fjárhagslega styrki er val pólitíkusanna. Koma að stefnumörkun íþróttamála í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum. Þar var þessi þáttur settur í farveg, sem hann hefur ekki verið settur í hér. Ef þessi þáttur yrði settur í fastan farveg þá væri þessi orkueyðsla úr sögunni. Þetta sama á við um skiptingu tíma.
2. Sameiginlegur vettvangur félaganna ætti að geta verið til staðar innan UMSK, eða sem sér vettvangur. Þegar ég hef spurt um kosti og galla þá hef ég alltaf fengið þau svör að ef til stofnunar íþróttabandalags yrði þá yrði ráðinn starfsmaður. Sem á að gera hvað? Það ætti að vera lítið mál fyrir íþróttafulltrúann í Kópavogi að boða þessi félög á sameiginlega fundi og ná samstöðu.
3. Það að íþróttabandalag leysi hatrammar deilur milli stærstu knattspyrnudeildanna held ég að starfi af einhverjum misskilningi. Þetta er mál sem leysa má á tiltölulega einfaldan hátt ef vilji er til. Því miður hef ég ekki fundið til mikils vilja til þess að lægja þessar öldur. Það að stofnun íþróttabandalags leysi þetta mál er jafn líklegt að að innganga í ESB muni leysa dæmið.
Þegar skoða á skipulagsbreytingar þá er mikilvægt að skoða fyrirkomulag og niðurstöðu annarsstaðar. Íþróttabandalag Hafnafjarðar er afskaplega máttlítið batterí. Mér sýnist það nú ekki hafa leyst núning á milli FH og Hauka. Íþróttabandalag Akureyrar sömuleiðis.
Er alltaf til í að skoða endurskipulagningu, en það verða að liggja fyrir kostir og gallar, og skoða leiðir í ljósi þess.
Sigurður Þorsteinsson, 15.11.2009 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.