Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur vetur framundan

Miðað við atburði síðustu daga þá held ég að það verði ekki nokkur vafi að veturinn framundan verði mun pólitískari en nokkur í mínu minni og sjálfsagt margra annarra. Nú þegar virðist sem grasrótarhreyfing síðasta vetrar sé sprungin í frumeindir sínar og sannast sagna þá þykir mér það miður. Borgarahreyfingin hafði alla möguleika til þess verða að alvöru stjórnmálaafl, knúið áfram af kröfum fólksins um réttlæti, sanngirni og sannleikann. Því miður fór það svo að valdið sem nokkrir einstaklingar fengu í umboði hreyfingarinnar hafi verið fljótir að spillast, samband þeirra við grasrótina rofnaði og liðið hélt í pólitísk hrossakaup um leið og færi gafst.

Svo virðist þó sem hreyfingin sem slík muni halda velli, þingmenn hennar yfirgáfu skútuna á fundi nú um helgina og munu sjálfsagt halda áfram að ríghalda í það vald sem þeim var falið af fjölmörgum kjósendum og neita að horfast í augu við þá staðreynd að það eru þeir sem hafa fjarlægst hreyfinguna en ekki hreyfingin þá.

En þó mikið sé umleikis í Borgarahreyfingunni nú um stundir þá held ég að það verði mikið meira að gerast í stjórnmálunum víða annarsstaðar. Um helgina hefur t.d. verið nánast útilokað að ná í ákveðna forystumenn Framsóknarflokksins eftir að upp komst um heldur vafasöm viðskipti fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans. Er ekki ráð fyrir fjölmiðlamenn að beita þessum forkólfa svipuðum brögðum þeirra þeir biðla til þeirra um athygli þegar nær dregur sveitarstjórnarkosningum í vor. Af hverju eiga fjölmiðlar að sitja og standa eins og stjórnmálamönnunum hentar? Stjórnmálamenn eru kjörnir til þess að standa vörð um þjóðarbú okkar og þeim ber skylda til að svara þegar á þá er yrt og þeir eiga ekki aðeins að svara, þeir eiga að segja sannleikann.

Í færslu sem ég skrifaði 11. ágúst sl. ákallaði ég formann þess flokks sem ég tilheyri, Samfylkingarinnar, og bað hana um að stíga fram, vera í sambandi við þjóð sína og segja henni sannleikann. Enn á ný sendi ég ákall til formannsins.

Jóhanna, íslenska þjóðin þarf á þér að halda. Við þolum sannleikann, en þorir þú að segja hann?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir ákallið til Jóhönnu með þér. Ég treysti henni en hún verður að tala við þjóðina !

Ína (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband