20.8.2009
Botlaus ósvífni í bland við forherðingu
Í gær skrifaði Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra, einkar athyglisverða grein í Morgunblaðið. Fór hann þar mikinn um ábyrgð stjórnenda Landsbankans á bankahruninu og þá sérstaklega ábyrgð Kjartans Gunnarssonar, fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og varaformanns bankaráðs Landsbankans. Hafir þú ekki þegar lesið greinin þá hvet ég þig til að gera það nú þegar því Jóni Baldvin er í lófa lagið að segja hlutina eins og þeir eru og þannig að þeir verði auðskiljanlegir.
Eins og flestum er kunnugt skrifaði Kjartan bréf í Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum, bréf sem maður hefði getað haldið að væri fullt af iðrun, eftirsjá og beiðni um fyrirgefningu. En nei, slíkt á ekki uppá pallborðið hjá Kjartani. Nú er bruninn slökkviliðsmönnunum að kenna, ruslið kemur frá öskukörlunum og bankahrunið er þjóðinni að kenna. Kjartan sér sannarlega ekki bjálkann í eigin auga í þessari grein.
En Jón Baldvin sér bjálkann og hann segir m.a.: "Getur þetta verið? Hefur mér ekki missýnst? Ég trúi ekki mínum eigin augum. Að á sama tíma og menn leggja nótt við nýtan dag til að moka skuldirnar og skítinn upp eftir greinarhöfund, Kjartan Gunnarsson, pólitíska fóstbræður hans og viðskiptafélaga, þá þyki honum sæma að gera hróp að björgunarliðinu. Hvað kallast svona hegðun? Hroki og óbilgirni? Vissulega. Botnlaus ósvífni væri nær lagi. Ósvífni í bland við forherðingu kemst líklega næst kjarna"
Í gærkvöldi var síðan Hreiðar Már Sigurðarson, fv. bankastjóri Kaupþings, í viðtali í Kastljósi. Þar reyndi hann að hvítþvo sjálfan sig af allri sök. Jú, hann hefði mátt halda öðruvísi á hlutum gagnvart starfsmönnum bankans sem stóðu sig frábærlega. Þeir voru beðnir afsökunar á stjórn bankans en Hreiðari datt ekki í hug að hann skuldaði þjóðinni nokkuð. Og til að bíta höfuðið af skömminni þá sagði Hreiðar Már að hann væri ekki ríkur maður. Tja, ef ég hefði 100 milljónir í laun á ári eða meira í nokkur ár, þá myndi ég klárlega líta á sjálfa mig sem ríka konu. Jafnvel þó ég hafi ekki fjárfest í hlutafélögum í nokkur ár, en það var nokkuð sem Hreiðar "fórnaði" þar sem hann hafði næga fjármuni milli handanna fyrir sína 9-4 vinnu. Svo ætlaðist hann til þess að fá samúð frá áhorfendum. Er drengurinn ekki að grínast?
Skömmina af höfðinu bitu síðan stjórnendur Straums sem buðust til þess að bjarga sem mestu úr brunarústum bankans fyrir ofurbónusa, milljarðar og ekkert minna var í boðinu gagnvart eigendum bankans. Var einhver sem hlustaði á þetta boð? Var einhverjum sem datt í hug að kannski væri þetta ekki galið boð? Er það nokkuð sama fólkið og settu aðra banka á höfuðið og íslensku þjóðina með?
Ég bara spyr!
Ég held að það sé hægt að smella á myndina og hún birtist stærri!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
´Þeir stangast,gömlu stjórnmálarefirnir. Ég hef hvorugt lesið,næ innihaldinu meö því að lesa ath.semdir hjá öðrum. Veit ekki hvernig stendur á að við látum stórþjóðir kúga okkur. Skuldbindingar skal standa við,en þetta, guð minn góður við Íslendingar mestir og bestir(miðað við höfðatölu). Ég mótmæli.
Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2009 kl. 23:31
Sammála þér hverju einasta orði.Það er furðulegt að þessi afæta á íslensku þjóðinni skuli voga sér að skrifa svona grein,en við hverju má búast af svona froðuhaus eins og glæpaspírunni Kjartani Gunnarsyni.
magnús steinar (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 12:24
Þetta sýnir betur en nokkuð annað að glæpahyskið sem setti íslensku þjóðina á hausinn er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Þeir eru hreinlega svo siðlausir að þeir trúa því statt og stöðugt að þetta sé bara alls ekkert þeim að kenna. Enda er ég komin á þá skoðun að ég vilji ekki neina afsökunarbeiðni frá þessum glæpamönnum ég ,börnin mín og barnabörnin munum engu að síður fá reikninginn fyrir sukkinu. Ég vil þess í stað stjórnarskrábreytingu þar sem leyfilegt verði að taka af mönnum ríkisborgararétt. Því næst svipta glæpagengið íslenska ríkisborgararéttinum og reka það af landi brott með ævilangt endurkomubann. Aðeins þá er mögulegt að ég geti sætt mig við það að borga skuldirnar eftir græðgivæðinguna.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 14:41
Hvað með málsháttin um glerhúsið er Jón alveg hvítþveginn sakleysingi í sovona spillingar málum ???????????????
Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.8.2009 kl. 15:17
Magnað að stjórnendur Straums skuli ekki vera búnir að fá uppsagnarbréf??. Klárlega ekki aðilar með vit í kollinum!!!
itg (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:21
Jón Aðalsteinn, ég segi hvergi að Jón Baldvin sé "hvítþveginn sakleysingi" - hann er hins vegar ákaflega orðfær maður og ég hef oftar en ekki verið sammála honum í ansi mörgum málum. Það á sannarlega við í þessu máli.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.8.2009 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.