Leita í fréttum mbl.is

Fráleitt bann

Í sjónvarpsfréttum í kvöld var haft eftir forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, eitthvað á þá leið "að lánabók Kaupþings hafi sýnt framá siðlausa viðskiptahætti og að bann á birtingu upplýsinga úr lánabókinni væri fráleitt."  Sannarlega get ég tekið undir þessi orð Jóhönnu. Lánabókin sýnir ótrúlega hluti þar sem eigendur lána sjálfum sér með veði í sjálfum sér til þess að kaupa hlut í sjálfum sér sem síðan hækkar gengið í þeim sjálfum svo þeir geti greitt sjálfum sér út arð vegna vaxtar sjálfs sín! (sem eru að líkindum einu beinhörðu peningarnir sem fara milli aðila í þessum gjörningi).

Um helgina hef ég verið tiltölulega mikil með sjálfri mér, enda gott að eiga heima í Kópavogi, og hef hugsað mikið um þessi mál. Spurningin sem ég stansa oftast við er þessi. Það má vera að gjörningurinn hafi verið löglegur, en siðlaus er hann klárlega og hvar var Fjármálaeftirlitið á meðan á þessum blekkingarleik stóð?

Fjármálaeftirlitið er einmitt sama stofnunin og gamli og nýi bankinn kærði RÚV til vegna birtingarinnar. Fjármálaeftirlitið brást skyndilega snaggaralega við og fór fram á lögbann á lánabókina. Lánabókina sem Fjármálaeftirlitið átti að vera fyrir löngu búið að draga fram og krefjast að sýnt væri fram á að raunveruleg veð væri að baki lánveitingunum. Ég hélt að það væri eitt af hlutverkum FME að tryggja að útlán væru raunverulega gegn tryggum veðum. Þar fyrir utan mega lánin ekki vera umfram 25% til eins eða skyldra aðila en skv. fréttum RÚV í kvöld námu lánin allt að 50% til örfárra aðila.

Í upphafi þessarar færslu minntist ég á ummæli forsætisráðherra sem hún lét frá sér fara í dag um siðleysi lánabókar og fáránleika lögbannsins. Ég komst að þessari sömu niðurstöðu á laugardag, af hverju þurfti forsætisráðherra svona langan umþóttunartíma til að koma þessu áliti frá sér?

Það sýður dálítið á mér og ég verð reiðari og reiðari með hverjum degi sem líður. Bölvið mun ekki þagna inní mér fyrr en ég sé glitra á stál á úlnliðum þeirra örfáu sem bera ábyrgð á þessum voðaverkum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingibjörg ef aflétta átti bankaleyndina, sem full ástæða var til, af hverju tóku bankamálaráðherrarnir Björgvin Sigurðsson og Gylfi Magnússon sig ekki til og breyttu lögunum? Í Danmörku urðu viðskiptavinir Kaupþings æfir þar sem birting gagna stangaðist á við lög. Hins vegar tek ég undir með þér að birtingin er algjörlega nauðsynleg til þess að skapa trúnað í þjóðfélaginu. Framganga þessara manna virðist vera algjörlega siðlaus.

Vel á minnst. Fjórir bæjarfulltrúar okkar sæta lögreglurannsókn, vegna meintra brota hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar. Nú vil ég taka skýrt fram að ég tel þá hafa ýmislegt sér til málsbótar í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin í þjóðfélaginu og að engir fjármunir töpuðust. Hins vegar er aðeins einn þeirra sem hefur sagt af sér tímabundið. Fullyrði að þeir segðu allir af sér á meðan rannsókn fer fram í nágrannalöndum okkar. Hvert er þitt mat?

Sigurður Þorsteinsson, 4.8.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Siggi, ég held að það sé Alþingi sem breyti lögum ekki ráðherrar. Þú verður því að spyrja Alþingi að því.

Hvað hina spurninguna varðar þá er ég á móti lögbrotum svona almennt. Þau geta hins vegar leitt sitt lítið af hvoru af sér eins og sést á uppljóstrunum í Kaupþingi og málefnum LSK. Meint lögbrot stjórnar og framkvæmdastjóra LSK leiddi til þess að allir viðkomandi voru látnir víkja að kröfu FME. Hitt er að fv. bæjarstjóri nýtti sér málefni LSK til þess að slá ryki yfir málefni FM sem var hin raunverulega ástæða þess að framsóknarmenn kröfðust afsagnar hans eða meirihlutaslitum ella. Dugar þetta svar?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.8.2009 kl. 20:34

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingibjörg, þú átt að vita að lög eins og lög um bankaleynd eru yfirleitt flutt af þeim ráðherra sem um málaflokkinn fjallar. Lög um bankaleynd yrðu þannig unnar í samvinnu við þær stofnanir sem um málið fjallar.

Varðandi siðferði bæjarfulltrúanna í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar þá fullyrði ég að hvergi í nágrannaríkjum okkar yrði það tekið í mál að bæjarstjórnarfulltrúar sem sættu lögreglurannsókn myndu ekki segja af sér. Það kom mér hins vegar ekki á óvart að þér fyndist að gagnrýnisvert þar sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eiga í  hlut. Samfylkingin hefur ekki fengið viðurnefnið Samspillingin fyrir ekki neitt. Er æ oftar farinn að skilja þá samlíkingu. Þegar Guðríður reyndi að undirskilja Jón Júlíusson undan ábyrgð sem bæjarfulltrúa í stjórn LSK, þar sem hann var ekki skipaður af bæjarstjórn vakti almenna kátínu.

Málefni FM er mál útaf fyrir sig. Annars vegar finnst mér alltaf orka mjög tvímælis þegar opinberir aðilar t.d. eins og bæjarfélög eiga mikil viðskipti við ættingja bæjarfulltrúa eða yfirmanna bæjarins. Það gildir um FM sem önnur fyrirtæki. Ég get hins vegar tekið undir með þeim sem segja að ekki sé eðlilegt að útiloka slík viðskipti. Það þarf hins vegar að hafa ríkara eftirlit með slíkum viðskiptum. Auðvelt ætti að fá reglulega upplýsingar um slík viðskipti úr bókhaldi.

Siðferðismál eru Samfylkingunni mjög hugleikin og því mjög áhugavert að gefa þér nokkur umhugsunardæmi:

1. Yfirmaður sundlaugar hefur átt í miklum viðskiptum við fyrirtæki eiginkonu sinnar í áraraðir. Mér er kunnugt um að bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar hafa vitað um þessi viðskipti. Hafa bæjarfulltrúarnir tekið máli upp í bæjarstjórn?

2. Hvaða bæjarfulltrúar hafa sótt um lóð hjá Kópavogsbæ fyrir sig og nákominna ættingja (börn og foreldra)? Hverjir hafa fengið? Hefur einhverjum verið hafnað? Var úthlutun sambærileg og öðrum úthlutunum? Ef um úthlutanir var að ræða, voru þér kærðar, og hvernig var niðurstaðan í þeim kærum?

3. Hvernig lítur þú á þegar yfirmenn stofnana fara ítrekað fram úr fjárveitingum hjá opinberum stofnunum?

4. Ónefndur bæjarfulltrúi í Kópavogi skrifaði um þátt sinn í samningagerð bæjarins við Knattspyrnuakademíu Íslands um rekstur Kórsins. (skjalfest í kosningabæklingi Samfylkingarinnar í Kópavogi) Þegar hann var nýbúinn að fá undirskrifaðan samning gerðist hann framkvæmdastjóri hjá Knattspyrnuakademíunni.

Hvernig stóð Knattspyrnuakademíuna við þennan samning við bæinn?

Bæjarfulltrúinn kom með skottið milli lappanna til baka til bæjarins, finnst þér það eðlileg framganga?

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa verið mjög stóryrtir um mannaráðningar. Bæjarfulltrúin er ekki í starfi sem hefur verið auglýst. Hefur Samfylkingin gert athugsemd við ráðninguna?

Þú hefur veigrað þér við að svara um siðferðilega framgöngu bæjarfulltrúans, sem hefur m.a. verðið harðlega verið gagnrýnd af félaga okkar Guðmundi Jónssyni hrl. Er Guðmundur að fara með fleipur að þínu mati?

Læt gott heita að sinni, en spurningarnar geta verið mun fleiri.

Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband