Leita í fréttum mbl.is

Lánabók Kaupþings - gjörið svo vel

Á fyrstu vikunum og mánuðunum eftir hrun kröfðust almennir íbúar þessa lands að þeir væru upplýstir um það hverjir bæru ábyrgð á hruninu. Íbúar landsins söfnuðust saman og kröfðust þess að þeir sem voru við stjórnvölinn vikju svo hægt væri að kjósa nýtt fólk til þess að stýra okkur út úr þeim vanda sem að okkur steðjaði. Íbúar kröfðust þess að skipt væri um stjórn Fjármálaeftirlits og Seðlabanka. Og viti menn sú varð raunin.

Í kosningabaráttunni voru uppi hávær loforð frá öllum flokkum að íbúar væru upplýstir um stöðu mála á hverjum tíma, allt skyldi uppá borð! Því miður hefur orðið minna úr efndum á þessum loforðum nýrrar stjórnar. Feluleikir hafa verið viðvarandi, bréf og skýrslur hafa ekki komið fram fyrr en á lokastigum og ekki aðeins íbúar hafa mátt þola þessa miklu leynd heldur hefur Alþingi og nefndir þess mátt sætta sig við þurfa að taka ákvarðanir í myrkrinu.

Enn á ný koma fram skjöl og pappírar sem sýna og sanna glannalega "stjórnun" bankanna. Bankarnir virðast hafa verið sjálfala, reknir af gervitöffurum sem reyndu að skara sem mestan eld að eigin köku og tóku ákvarðanir sem voru ekki í hag bankanna, ekki í hag viðskiptavinanna og ekki í hag íslensku þjóðarinnar, sem á endanum ber ábyrgð á vanrækslu, siðleysi og vanhæfi stjórnendanna.

Í dag var síðan einni bensínskvettu enn hellt á bál reiða Íslendinga. Lögbann á umfjöllun RÚV um lánabók Kaupþings þar sem fram kemur m.a. að lán voru veitt langt umfram ábyrgðir, langt umfram lánshæfi og að mestu til örfárra einstaklinga sem nú standa frammi fyrir íbúum þessa lands og reyna að pússa geislabauginn.

Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það þegjandi og hljóðalaust að dómstólar þessa lands taki málstað útrásarvíkinganna og þaggi niður í RÚV. Fréttastofa RÚV er að sinna starfi sínu, Fréttastofa RÚV er að fara að kröfu eigenda sinna og upplýsa um það hvernig málum var háttað í aðdraganda hrunsins. Að dómstólar þessa lands skuli verja málstað þeirra sem hafa svikið, prettað og logið að þjóðinni er fordæmalaust og slíkt sætti ég mig ekki við. Það er því með stolti sem ég bendi á að unnt er að skoða lánabók Kaupþings á tenglinum hér að neðan. Endilega afritaðu skjalið á tölvuna þína til seinni tíma nota - ég treysti ekki dómstólum til að láta aðra fjölmiðla í friði.

http://88.80.16.63/leak/kaupthing-bank-before-crash-2008.pdf

Viðbót af bloggi Láru Hönnu:  Kannski kemur þetta málinu ekkert við, en er ekki beint traustvekjandi og vægast sagt umhugsunarvert. Ég var að fá upplýsingar - og kannaði þær nánar - að tengsl eru milli Sýslumannsins í Reykjavík og Kaupþings. Sýslumaður er Rúnar Guðjónsson (f. 1940). Rúnar var sýslumaður í Borgarnesi og rótarýfélagi Ólafs, föður Ólafs Ólafssonar. Sonur Rúnars er Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings. Eins og sjá má t.d. hér og hér var Frosti Reyr einn af kúlulánþegum Kaupþings.

Annar sonur Rúnars er Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Búið er að loka vef samtakanna, að því er virðist, og ég finn þau ekki í símaskránni. En lauflétt gúgl leiðir ýmislegt í ljós, m.a. að þessi samtök virðast hafa gengið einna lengst í að koma Íbúðalánasjóði fyrir kattarnef eins og sjá má t.d. hér og hér. Gúglið leiðir ýmislegt fleira í ljós um samtökin, eins og t.d. þetta.

Ég fékk upplýsingar á fésinu rétt í þessu um að samtökin heiti nú Samtök fjármálafyrirtækja. Guðjón er ennþá framkvæmdastjóri - og kíkið á hverjir eru í stjórninni.

-°-°-°-°-°-°

Upplýsingar sem ég "stal" af bloggi Þorsteins Ingimarssonar:

Í stuttu máli  
Félög tengd Bakkabræðrum

332,7

milljarðar

Félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni

326,0

milljarðar

Félög tengd Tchenguiz bræðrum

286,1

milljarður

Félög tengd Skúla Þorvaldssyni

142,9

milljarðar

Félög tengd Ólafi Ólafssyni

141,7

milljarðar

Félög tengd Kevin Stanford

103,1

milljarður

Antonis Yerolemou

66,0

milljarðar

Félög tengd Jákubi Jakobsen

57,5

milljarðar

Félög tengd Jóni Helga Guðmundssyni

46,1

milljarður

Saxhóll

42,1

milljarður

Össur

39,5

milljarðar

Samvinnutryggingasjóðurinn

30,2

milljarðar

Félög tengd Björgólfsfeðgum

22,7

milljarðar

Félög tengd Þorsteini M. Jónssyni

13,2

milljarðar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Ingibjörg. Ég tek undir hvert orð sem þú skrifar hér að ofan. Sérstaklega þegar þú skrifar:" Í dag var síðan einni bensínskvettu enn hellt á bál reiða Íslendinga." Og í sjálfu sér dáist maður að þolinmæðinni hjá Landanum. Þótt ég sé einn af rólegri gerðinni þá ólgar í manni reiðin Kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 1.8.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Ólafur, þakka þér innlitið.

Ég var að lesa blogg Láru Hönnu og viðbótin hennar er hreint mögnuð. Þar segir hún:

Viðbót:  Kannski kemur þetta málinu ekkert við, en er ekki beint traustvekjandi og vægast sagt umhugsunarvert. Ég var að fá upplýsingar - og kannaði þær nánar - að tengsl eru milli Sýslumannsins í Reykjavík og Kaupþings. Sýslumaður er Rúnar Guðjónsson (f. 1940). Rúnar var sýslumaður í Borgarnesi og rótarýfélagi Ólafs, föður Ólafs Ólafssonar. Sonur Rúnars er Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings. Frosti Reyr var einn af kúlulánþegum Kaupþings.

Annar sonur Rúnars er Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Búið er að loka vef samtakanna, að því er virðist, og ég finn þau ekki í símaskránni. En lauflétt gúgl leiðir ýmislegt í ljós, m.a. að þessi samtök virðast hafa gengið einna lengst í að koma Íbúðalánasjóði fyrir kattarnef.

Ég fékk upplýsingar á fésinu rétt í þessu um að samtökin heiti nú Samtök fjármálafyrirtækja. Guðjón er ennþá framkvæmdastjóri.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.8.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Eitt sem ég hef ekki skilið í þessu hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að afnema bankaleyndina á gömlu bönkunum.

Einar Þór Strand, 2.8.2009 kl. 11:00

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það skil ég ekki Einar. Og annað sem ég á erfitt með að skilja er af hverju ekki er búið að taka út úr stjórnum og starfsemi bankanna þá sem spiluðu stóra rullu í því að blekkja og svíkja viðskiptavinina. Í skilanefndunum eru nokkrir einstaklingar sem voru í fararbroddi útrásarvíkinganna. Það eru ótrúlega margir sem eru tengdir beint eða óbeint inní gömlu bankana og starfsemi þeirra og ég skil ekki, hreinlega skil ekki, af hverju ekki er búið að fjarlægja þetta fólk úr lykilstöðum!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.8.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Sigrún Óskars

góður pistill hjá þér - algjörlega sammála.

las líka um "tengslin" hjá Láru Hönnu - þetta á eftir að draga dilk á eftir sér - vonandi.  

Sigrún Óskars, 2.8.2009 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband