Leita í fréttum mbl.is

Þú kýst ekki eftirá

Það er ekki tilviljun að meirihluti þjóðarinnar vill að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, haldi áfram að leiða ríkisstjórn og uppbyggingastarfið að loknum kosningum. Það er heldur ekki tilviljun að Samfylkingin er sammála stærstu samtökum launafólks, atvinnurekanda og neytenda um að nauðsynlegt sé fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu að sækja um aðild að ESB sem fyrst eftir kosningar og gefa þjóðinni kost á að eiga síðasta orðið um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þau skref þarfa að stíga í þágu vinnu og velferðar og til að fyrirbyggja annað hrun.

Aðeins styrkur Samfylkingarinnar í komandi kosningum getur tryggt að samningaviðræður við ESB verði að veruleika strax eftir kosningar og að Jóhanna Sigurðardóttir fái skýlaust umboð til að leiða það starf: Það er ekki hægt að kjósa eftir á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvenær kýs á?   Annars takk fyrirsíðast nennurðu að segja kl. hvað kjörstöðum er lokað

Helga Kristjánsdóttir, 21.4.2009 kl. 18:07

2 identicon

Aðal styrkur samfylkingarinnar virðist vera....með fullri virðingu fyrir blindu fólki...fólk sem er blint.  hvergi gæti í neinu landi þar sem fólk væri sjáandi fyrir hver ber ábyrgð væri flokkur eins og samspillingin í stjórn.  vísa því til hversu blint samfylkingarfólk er að hafa fyrrum viðskiptaráðherra sem 1. mann á suðurland.  en well hann var víst bara með snuðið í snúllanum sofandi esb svefni er það ekki?

hafþór skúlason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband