"Á ekki örugglega að vera 2+2 vegur alla leið austur," hvíslaði maðurinn í eyra mér.
Þegar ég sneri mér við blasti við mér glottið á Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarfulltrúa og fráfarandi alþingismanni. Hann var að rifja upp rimmu sem við tvö áttum á mínum fyrsta bæjarstjórnarfundi þar sem ég bar fram ályktun til samþykktar þess efnis að bæjarstjórn Kópavogs teldi að þjóðvegurinn milli Reykjavíkur og Selfoss, Suðurlandsvegur, ætti að vera 2+2 vegur. Slíkri tillögu fann Ármann allt til foráttu, þetta var bæði of dýrt og auk þess væri umferðaröryggi á Suðurlandsvegi ásættanlegt.
Þetta var um áramótin 2006/2007 en ég sagði reyndar ekki frá þessu hér á blogginu fyrr en í aprílmánuði það sama ár þegar ályktunin hafði sofið í örmum bæjarráðs í 105 daga.
Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar lýsti þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, því yfir að hann myndi styðja við það að vegurinn austur yrði 2+2 vegur en það var þó ekki fyrr en í lok mars á þessu ári sem núverandi samgönguráðherra, Kristján L. Möller, boðaði til blaðamannafundar þar sem afdrif Suðurlandsvegar voru kynnt. Í fréttatilkynningunni kemur fram að vegurinn frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni verði 2+2 vegur, þaðan og að Kambabrún verði vegurinn 2+1 vegur en að vegurinn frá Kambabrún austur á Selfoss verði 2+2.
Persónulega hefði ég kosið að vegurinn yrði 2+2 vegur alla leið, en að teknu tilliti til þeirra framkvæmda sem þegar hafa átt sér stað á Hellisheiði þar sem umferðaröryggi hefur stórlega verið bætt.
Að þessu gefnu verð ég að segja að ég get sætt mig við niðurstöðu núverandi samgönguráðherra í málinu. Að vísu finnst mér fjármagnið til framkvæmdanna heldur klént, en það er kreppa og allt er betra en ekki neitt í þessu árferði.
Hins vegar finnst mér glottið á fráfarandi þingmanninum ekki við hæfi, honum hefði verið nær að styðja mig og ályktunina þegar hún kom fram um áramótin 2006/2007.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.