Leita í fréttum mbl.is

Verklausa ríkisstjórnin

Á framboðsfundum og alþingi hafa andstæðingar Samfylkingarinnar gjarnan talað um hina "verklausu ríkisstjórn", oftar en ekki hefur orðið minnihluta fylgt þessum orðum. En hvað er það sem hin verklausa ríkisstjórn hefur staðið fyrir. Lítum á 10 dæmi:

  1. Afnám skerðinga vegna tekna maka.
  2. Frítekjumark í almannatryggingum á atvinnutekjur fólks 67 ára og eldri, rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði.
  3. Frítekjumark vegna atvinnutekna öryrkja, rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði.
  4. Frítekjur á lífeyrissjóðstekjur öryrkja, ríflega 27 þúsund krónur á mánuði.
  5. Aldursbundin örorkuuppbót hækkuð.
  6. Frítekjumark á fjármagnstekjur, tæpar 100 þúsund krónur á ári. Lágmarks-framfærslutrygging lífeyrisþega upp á 150 þúsund krónur á mánuði var innleidd 1. september og hækkuð í 180 þúsund 1. janúar 2009.
  7. Barnabætur hækkaðar.
  8. Útgjöld til almannatrygginga aukin um nálægt 10 milljarða árið 2008.
  9. Lífeyrir almannatrygginga var hækkaður um nærri 10 milljarða til viðbótar 1. janúar 2009, með 9,6% hækkun lífeyris og tæplega 20% hækkun lágmarks framfærslutryggingarinnar.
  10. Bifreiðastyrkir hækkaðir um 20% og réttindi aukin, en þeir höfðu ekki hækkað í níu ár.

Allt eru þetta aðgerðir í þágu almennings, hins almenna launþega, hins almenna Íslendings.

Samfylkingin hefur móta sér stefnu til framtíðar, stefnu sem hefur það að markmiði að koma Íslandi og Íslendingum út úr þeirri efnahagslegu lægð sem við nú búum við. Hér er ekki um neinar skyndilausnir að ræða, engar reddingar heldur framtíðarsýn í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum. Það má lesa allt um þetta í litlum bæklingi sem hægt er að nálgast á slóðinni hér að neðan.

Íslendingar þurfa raunsæja, markvissa framtíðarsýn. Merkjum X við S í kosningunum 25. apríl.

http://www.samfylkingin.is/LinkClick.aspx?fileticket=MbqVBdqfP2A%3d&tabid=166


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Trúi að flestir vilji það,en eitt get ég ekki almennilega sætt mig við er ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2009 kl. 18:42

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Helga - þér að segja, hef ég ekki tekið endanlega afstöðu til ESB. En ég er sannfærð um að við eigum að fara í aðildarviðræðurnar.

Ég hef stundum sagt að það að neita að fara í viðræður um aðild er eins og að skoða í búðarglugga. Þú sérð vöruna, fullt af fólki inni að versla og þarna er ýmislegt sem þig vantar og langar í.

Aðildarviðræðurnar felast í því að fara inní búðina, skoða vöruna til hlítar, ræða við afgreiðslufólkið og sjá hvað hlutirnir kosta.

Svo þarft þú að fara heim, ræða við þitt fólk og athuga hvort heimilisfólkið hafi áhuga á þeim vörum sem í boði eru og einnig - það er stóra málið - hvort þið hafið efni á því að kaupa og/eða eiga vöruskipti við þessa verslun. Þetta er þjóðaratkvæðagreiðslan.

Það verður ekki samþykkt að fara inní ESB fyrr en aðildarviðræður hafa farið fram, samningur liggur á borðinu, og þá kýs þjóðin.

Aðildarviðræðurnar gera okkur ekki neitt annað en að slá málið út af borðinu - annað hvort með aðild eða ekki. Það ber ekki að hræðast viðræðurnar, þær eru saklausar í sjálfu sér og fela ekkert í sér annað en það að íslenska þjóðin vill fá að vita hvað er raunverulega í boði.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.4.2009 kl. 01:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góð skýring takk,framtíðin er unga fólksins. Í fjölskylduboðum er aldrei talað um pólitík,þótt flestir kjósi e.h.Ætla að prófa að hreyfa við þeim næst og koma umræðu á stað.

Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2009 kl. 01:50

4 identicon

Frekar aumur listi, og bara útgjöld eitthvað sem við þurfum ekki. Þannig að þegar sagt er að ríkisstjórnin sé ekkert að gera er í fullu gildi. Ekkert um hvar á að taka peningana. Það kemur ekki á óvart VG getur ekki stjórnað fjármálum.

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 08:34

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ingibjörg, flest ef ekki allt sem þú nefnir eru verk Jóhönnu Sigurðardóttur sem félagsmálaráðherra.  Núverandi ríkisstjórn hefur eingöngu staðið fyrir lið nr. 10.  Barnabæturnar hafa ekki haldið í við verðlagsbreytingar og lífeyrir var skertur um áramót, þ.e. hann fylgdi ekki hækkun á vísitölu neysluverðs.

Fyrir utan þetta, er varla hægt að segja að Samfylkingunni hafi orðið mikið úr verki.  Jú, einu man ég eftir.  Hér á landi var góðæri, þegar flokkurinn tók við.  Nú er sú versta kreppa sem gengið hefur yfir landið frá því að Alþýðuflokkurinn var stofnaður og almannatryggingakerfi komið á.  Ég er viss um að flestir hefðu viljað fórna þessum 10 atriðum og sleppa frekar við kreppuna.

Marinó G. Njálsson, 11.4.2009 kl. 12:07

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Helga, endilega hreyfa við fólkinu. Öll umræða er til góðs, hvort sem hún er einum eða öðrum í hag.

Haukur, ef þér finnst þetta frekar aumur listi þá hefur þú rétt á þeirri skoðun. Ég bendi á að þessar aðgerðir tel ég vera í þágu almennings, aðgerðir sem eiga að jafna lífskjör fólksins í landinu. Þar sem þú lítur reglulega hingað inn þá er aldrei að vita nema ég listi upp fyrir þig þætti sem eru til þess fallnar að auka tekjur ríkissjóðs. Þú fylgist með!

Marinó, er Jóhanna Sigurðardóttir ekki formaður Samfylkingarinnar? Eru þau verk sem hún vinnur ekki unnin í umboði Samfylkingarinnar? Það er ómerkilegt af þér að gjaldfella þessi verk af því að þau eru unnin af Jóhönnu Sigurðardóttur. Þú bendir á að barnabætur hafi ekki haldið í við verðlagsbreytingar. Hvernig hefði munurinn verið ef Jóhanna hefði EKKI verið félagsmálaráðherra? Og halló ... ertu ekki í lagi? Ætlar þú að skella skuldinni vegna kreppunnar á Samfylkinguna? Þvílíkt og annað eins, venjulega hefur mér þótt mikið til þín koma og hef oft og iðulega vitnað til þín og þinna skoðana hér á blogginu, en nú ertu alveg út úr kú.  Ætlar þú líka að segja að þessir 10 liðir hafi verið það sem lagði grundvöllinn að kreppunni.

Eins og Hauki þá er þér frjálst að hafa þá skoðun, en ég get ekki stillt mig um að segja: "Halló ... er einhver heima?"

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.4.2009 kl. 16:46

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Marinó! Ég hef nú lesið margar mjög góðar pælingar frá þér en þetta er ekki ein þeirra! Ert þú virkilega að halda því fram að Samfylking hefði getað komið í veg fyrir hrun bankana á þeim 17 eða 18 mánuðum sem Samfylkingin var í stjórn?

  1. Þú veist að frá því að Samfylking myndaði stjórn með Sjálfstæðismönnum í maí/júní 2007 þá hrundi alþjóðlegi markaðurinn og bankar hættu að fá lán nema á afar kjörum. Hvað átti Samfylkingin að gera? Þetta voru einkabankar, sem fram í febrúar 2008 voru sagðir af sérfræðingum í Seðlabanka og FME vera traustir. Og eftir það hefðu allar aðgerðir leitt til áhlaups á bankana.
  2. Minni þig á að nú er búið auk þess sem Ingibjörg er búin að telja upp, að ná samningum við allar fjármálastofnanir sem veittu erlend lán um að greiðslubirgði þeirra lána verði færðar til þess sem þær voru í maí 2008. Og ef allt gengur vel og krónan réttir sig við þá lækkar höfuðstóll þeirra þannig að hann verður væntanlega viðráðanlegur.
  3. Allar Lánastofnanir bjóða nú upp á frystingu lána í allt að 3 ár. Þetta gefur bæði skuldurum og stjórnvöldum tíma til að hugsa frekari aðgerðir.
  4. Þið sem talið fyrir leiðréttingum á vísitöluhækkunum og/eða lækkun lána verðið að gera ykkur grein fyrir að ekki er búið að semja við erlenda kröfuhafa. Og að þeir mundu ekki taka því vel að lánasöfn með raunverulegum veðum væru skorinn flatt niður. En eftir að samningum um afskriftir við erlenda kröfuhafa og afskriftir lána milli nýju og gömlu bankana er lokið þá höfum við Íslendingar fullt forræði yfir þessu íbúðarlánum og með frystingu þá höfum við 3 ár til að koma á móts við heimilin frekar sem þess þurfa. Það er t.d. ljóst að mörg heimili voru komin í mikla erfiðleika strax 2007/2008 þar sem þau gegnu á því að hækka lánin til láta dæmið ganga. Þessum heimilum duga engar svona patent lausnir. Og þetta eru mjög mörg heimili.
  5. En það er rétt hjá þér að Jóhanna var farinn að vinna að mörgum þessara mála. Þau eru ekki verri fyrir það.

Þar til að fyrir liggur raunverulega staða nýju og gömlu bankana, heildarskuldir okkar, nokkurn veginn hvaða fyrirtæki fara á hausinn og fleira er bara varla hægt að gera öllu meira.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.4.2009 kl. 20:01

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilega páska kæra Ingibjörg.

Takk fyrir bloggvináttu þína - njóttu hátíðanna sem best.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband