9.4.2009
Hefnd ættarinnar
Þegar ég sá Morgunblaðið í morgun velti ég því fljótlega fyrir mér hvort nú væri ættarveldið í Sjálfstæðisflokknum að fórna Guðlaugi Þór á altari sjálfsupphafningarinnar sem hefur verið svo áberandi innan flokksins undanfarna áratugi.
Fréttirnar af framlögum FL group og Landsbankans eru sannarlega alvarlegar, en það hreinlega hlaut að vera að "flokkur atvinnulífsins" hefði einhver slík stórfyrirtæki á bak við sig, sama hvað hver sagði. Í kjölfar fréttanna af framlagi FL kemur yfirlýsing frá Geir Haarde að hann einn hafi safnað peningunum, sótt þá og eytt. Því trúði náttúrulega ekki nokkur maður og því var fundið fórnarlamb, hugmyndasmiður Morgunblaðsins sendur af stað og fréttin um Guðlaug Þór varpaði nýju ljósi á páskafríið hjá mörgum í morgun.
En af hverju Guðlaugur Þór? Hann harðneitaði því í gær að vita nokkuð um þennan styrk og því er Morgunblaðið ekki aðeins að varpa ábyrgðinni á Guðlaug Þór heldur einnig að gera hann að lygara. Í kjölfar landsfundar Sjálfstæðisflokksins komust ýmsar gróusögur á kreik um að stuðningsmenn hans í Reykjavík hafi farið mikinn á fundinum til að afla stuðnings við Kristján Þór Júlíusson. Í flokki eins og Sjálfstæðisflokknum er slíkt ekki látið óátalið. Guðlaugur Þór lá því vel við höggi og honum var hent fyrir ljónin.
Mér dettur ekki í hug að bera blak af Guðlaugi Þór eða nokkrum öðrum í Sjálfstæðisflokknum vegna þessa máls. En ég er þeirrar skoðunar að miklu, miklu fleiri hafa vitað um styrkina. Ekki láta neinn segja þér annað!
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Sæl Steinunn Rósa -
ekki hef ég heyrt neinar raddir sem vilja bola Gulla út - hann er jú leiðtogi flokksins í suðurkjördæmi hér í Reykjavík og vel að því kominn. Ég er líka sammála því að hann gerði góða hluti sem Heilbrigðisráðherra - hluti sem Ögmundur Jónasson er ýmist að eigna sér eða rífa niður með þátttöku ábyrgðarlausra fjölmiðla.
Einhver kerling af Vefaraætt gaspraði um hlutina vegna beiðni Gulla til flokksfélaga að koma að fjársöfnun fyrir flokkinn - slíkt er alltaf í gangi og það hjá öllum flokkum. Kerling þessi kennir sig við Guðfræði og segist starfa sem djákni.
Í góðri bók sem ég lít stundum í segir - þú skalr bera sannleikanum vitni - Þú skalt ekki ljóga. Hún á sennilega öðruvísi Biblíu en ég.
Hvað varðar fjársafnanir fyrir Sjálfstæðisflokkinn þá ---
Þetta er góð ákvörðun - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin".
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA.
LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.
10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.
20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.
Baráttukveðjur til Sjálfstæðismanna.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2009 kl. 16:10
Niður með Sjálfstæðisflokkinn, þetta krabbamein í íslensku samfélagi! Svo elskaði Geir Sjálfstæðisflokkinn að hann gaf æruna svo flokkurinn fengi eilíft líf.
Valsól (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 16:14
Enn verið að grafa í rústunum.
Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2009 kl. 21:06
Eins og mér leiðist að svara sjálfstæðismönnum sem hafa þörf fyrir að tjá sig hér á blogginu mínu þá get ég ekki látið hjá líðast að hlægja opinberlega að auglýsingu Ólafs Inga Hrólfssonar hér að ofan.
Ég vissi að FLokkurinn væri djúps sokkinn N1 sinni en ekki datt mér í hug að hann myndi leggjast svo lágt að auglýsa eftir styrkjum á bloggsíðum flokksbundins fólks í öðrum stjórnmálaflokkum. Nú eru menn djúpt sokknir í eigin eymd og volæði.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.4.2009 kl. 22:55
Eitthvað segir mér að Guðlaugur Þór viti meira um þetta mál en hann lætur uppi. Allavega þá var hann ekki sannfærandi. Í pólitík, þá er engin annars bróðir og ef hægt er að koma sökinni á sannfærandi hátt yfir á hann, þá er það í lagi. Guðlaugur hlýtur að geta tekið því, hann er tilbúinn að gera allt fyrir flokkinn og skiptir þá einu hvort það er á gráu svæði eður ei.
Gunni Tryggva, 10.4.2009 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.