Ræða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í kvöld var mjög góð. Hún talaði af hreinskilni og heiðarleika við þjóðina, sagði frá því sem vel hefur verið gert og benti einnig á það sem enn hefur ekki náð í gegn, m.a. vegna þrákelkni Sjálfstæðismanna við það að ræða frumvarp um stjórnskipunarlög.
Það var við því að búast að einhverjir myndu gagnrýna ræðu Jóhönnu hér á mbl.is, það er þeirra réttur, rétt eins og ég nýti mér það að taka undir orð hennar og hrósa. En einhverjir bloggara skilja ekki hvað Jóhanna á við þegar hún segir Samfylkinguna vilja byggja velferðarbrú.
Málið er að á síðustu nærri 20 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn grafið djúpa gjá milli íbúa þessa lands. Gjá þar sem markmiðið var að styðja við og hlaða undir flokksgæðinga og gróðapunga á meðan tekið var af þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Stöðugur niðurskurður hefur verið í velferðarkerfinu á þessum tíma, loforð sem gjarnan var haldið á lofti fyrir kosningar um bættan hag þeirra sem höllum fæti stóðu í þjóðfélaginu voru svikin um leið og kosningar voru yfirstaðnar. Er það eðlilegt að samtök öryrkja þurfi að fara í mál við ríkið til þess að það standi við gjörða samninga og loforð? Er það eðlilegt að búið sé að skera svo mikið niður til heilbrigðiskerfisins að nú standi það eftir eins og beinagrindin ein? Á sama tíma var keppst við að hlaða undir einkavinina sem fitnuðu eins og púkinn í fjósi Sæmundar.
Undanfarin ár hefur myndast ógnarmikil gjá milli þjóðfélagshópa þar sem hinir efnameiri hafa keppst við að sýna mátt sinn og megin en hinir sem minna hafa milli handanna hafa mátt þola sívaxandi álögur, okurvexti og svikamillu sérvaldra einkavina í bönkunum, sem hrundu undir lok síðasta árs með afleiðingum sem íslensk þjóð mun verða lengi að takast á við og orðspor okkar sem þjóðar verður skaðað um langan tíma. Þessa gjá þarf að brúa og þar er engum brúarsmiði betur treystandi til verksins en Jóhönnu Sigurðardóttur.
Smíðin mun kosta blóð, svita og tár, hún mun ekki mælast vel fyrir á öllum stöðum og sjálfsagt munu fjósamenn Sjálfstæðisflokksins hallmæla öllu því sem vel verður gert og ekki efast um það eitt andartak að þeir munu reyna að rífa niður brúna og grafa undan undirstöðum hennar svo fljótt sem auðið er.
Þá mun meirihluti þjóðarinnar, þeir sem ekki nutu nema molanna af nægtaborði íhaldsins, þurfa að standa vaktina með forsætisráðherranum og verja hana fram í rauðan dauðann.
Það er ekki bara fólkið sem brást í Sjálfstæðisflokknum, það gerði flokkurinn líka.
Byggja þarf velferðarbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þennan frábæra pistil.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2009 kl. 23:18
Ég get tekið undir það að engum treysti ég betur en Jóhönnu Sigurðardóttur til að leiða þjóðina gegnum þær þrengingar sem framundan eru, þannig að byrðunum verði réttlátlega skipt.
Ef sú staða kemur upp eftir kosningarnar að ekki verði hægt að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins, þá er eitthvað mikið að.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2009 kl. 23:26
En bíddu við var ekki þessi sama Samfylking sem þú segir nú að vilji fara að byggja einhverja brú, var hún ekki með þessum sama alvonda Sjálfstæðisflokki í stjórn nú þar til í lok janúar að þessi stjórn þeirra var hrakinn frá völdunum sem þeir samt ásamt Samfylkingunni héngu á. Voru það ekki einmitt Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sem sátu svo ánægð og meðvirk í stjórn hvort með öðru í aðdraganda bankarhrunsins og stungu öllu undir stól með pukri og leynd og lugu í einum kór að þjóðinni og aðhöfðust svo ekkert gegn aðvífandi hruni. Ég varð ekki var við neina brúarsmíði þá hjá Samfylkingunni, síður en svo.
Voru þau svo ekki enn saman á vaktinn þegar allt loksins hrundi og lengi eftir það þar til þau voru hrakinn frá völdunum.
Nei Samfylkingin er gatslitinn og ekki trúverðug þó þeir séu reyndar í mun betri félagsskap núna og séu með kalda fætur og mikinn móral yfir því hvað þeir létu sjálfviljugir íhaldið teyma sig langt útí fúafen græðgisvæðingarinnar.
Ég segi því bara að ef vinstra fólk vill alvöru breytingar til vinstri og nýja siðvæðingu þá kjósum við VINSTRI GRÆNA en ekki Samfylkinguna sem brást flestum hugsjónums sínum.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:52
Frekar slæmur vitnisburður um Samf. frá þér Ingibjörg. Voru þeir ekki í tæp tvö ár í stjórn og Jóhanna með velferðamálin. Fjármagn til velferðamála ghefur aukist mikið í stjórnartíð XD.
Haukur Gunnarsson, 8.4.2009 kl. 12:22
Haukur held að á 18 mánuðum sem Jóhanna var í ráðuneytinu hafi verið gert meira en framsóknarmenn gerðu á 4 til 6 árum. Minni þig á að framsókn var með þetta ráðuneyti í þar til að samfylking tók við. Sjálfstæðismenn hafa ekki stýrt því síðan ég man ekki hvenær.
Ég minni á að í niðurskurði 2007 og 2008 stóð Jóhanna algjörlega geng því að það bitnaði á öryrkjum og fötluðum. Ég veit það því ég vinn í þessum greira.
Þá haf líka verð afnumdar ýmsar tekjuskerðingar á ellilífeyrirþegaum eins og tekjur maka og fleira. Enda 70% þjóðainnar sem er á því að Jóhanna hafi staðið sig vel sem ráðherra félagas og tryggingarmála.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.4.2009 kl. 14:55
Haukur, það er skelfileg tilhugsun að velferðarmál fái aukið vægi. Við eigum að sjálfsögðu að efla sérsveitina í staðinn.
Finnur Bárðarson, 8.4.2009 kl. 15:56
Sigurbjörg, Lilja Guðrún og Axel Jóhann, takk fyrir ykkar innlegg.
Gunnlaugur, jú það er rétt að Samfylkingin var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum í rúmlega eitt ár. Að mínu viti voru það mistök, svona eftir á að hyggja. Það má hins vegar ekki gleyma því að þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við starfi félagsmálaráðherra velti hún við mörgum steinum og kom málum á hreyfingu sem höfðu legið í láginni í mörg ár þar á undan, þegar Framsóknarflokkurinn fór með félagsmálaráðuneytið.
Grundvallarhugsjón Samfylkingar samræmist mínum hugsjónum um jafnaðarmennsku og jöfn tækifæri fyrir alla. En ég geri mér grein fyrir því að þegar menn eiga í samstarfi þá þarf oft málamiðlanir og stundum þurfa menn að víkja frá settu marki vegna krafna af hálfu samstarfsaðilans. Það er eðlilegt, en frávikin í samstarfinu við íhaldið, sem komu fram í kjölfar bankahrunsins í haust voru með öllu óeðlileg og þess vegna krafðist ég þess ásamt þúsundum annarra á Austurvelli að ríkisstjórnin færi frá. Ég treysti mér ekki til þess að kjósa VG, stefna þeirra er ekki alveg fyrir minn smekk, en ég treysti því fólki sem þar er til allra góðra verka, landi og þjóð til heilla.
Haukur, þú hefur rétt á þinni skoðun. Ég er ekki sammála þér og túlkun þín á orðum mínum er einfaldlega röng. Vonandi gengur þér allt í haginn.
Magnús og Finnur, góðir!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.4.2009 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.