Eins og svo oft áður þá skipti ég yfir á rás 7 á miðlaranum mínum undir nóttina í gær til að fylgjast með málefnalegri og virðulegri umræðu á hinu háa Alþingi. Undanfarin kvöld hef ég hagað málum á þennan hátt og hef furðað mig á því hversu döpur umræðan er þar á bænum. Sér í lagi hef ég átt erfitt með að skilja í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem halda uppi sérlega ómerkilegu málþófi vegna frumvarps um stjórnskipunarlög.
Í gærkvöld þrættu þeir við stjórnarliða um það í hvaða röð þeir ættu að taka til máls, auk þess sem þeir kvörtuðu yfir því að fáir þingmenn væru í þingsalnum til að hlusta á þá. Málið var nefnilega að þrátt fyrir að 14 þingmenn væru á mælendaskrá þá tókst Illuga Gunnarssyni að flytja tvær ræður um þetta sama mál. Nú er útsýnið takmarkað úr sjónvarpstækinu en mig grunar að ástæða þess að Illugi þurfti að tala svona títt hafi verið að fáir þingmenn minnihlutans hafi verið viðstaddir ræðuhöldin og því hafi þeir gripið til þess ráðs að láta flytja sig framar á mælendaskrána - svo þeir misstu ekki taktinn, blessaðir!
Áður en ég slökkti sá ég þau Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktsson, formann sama flokks, standa við borðið hjá forseta þingsins og endurraða á mælendaskrána. Það fór enda svo að sirkusinn í boði Sjálfstæðisflokksins hélt áfram inní nóttina en á meðan ég svaf styrkist ég enn í trúnni á því að með málþófinu vonist þeir til þess að tíminn standi kyrr - tali þeir nógu mikið.
Ég held að Sjálftæðismenn séu skíthræddir við kosningar sem þó munu skella á þeim laugardaginn 25. apríl, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.