Leita í fréttum mbl.is

Nú á ég bara ekki orð ... þeir hljóta að vera að grínast!

Eins og svo oft áður þá skipti ég yfir á rás 7 á miðlaranum mínum undir nóttina í gær til að fylgjast með málefnalegri og virðulegri umræðu á hinu háa Alþingi. Undanfarin kvöld hef ég hagað málum á þennan hátt og hef furðað mig á því hversu döpur umræðan er þar á bænum. Sér í lagi hef ég átt erfitt með að skilja í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem halda uppi sérlega ómerkilegu málþófi vegna frumvarps um stjórnskipunarlög.

Í gærkvöld þrættu þeir við stjórnarliða um það í hvaða röð þeir ættu að taka til máls, auk þess sem þeir kvörtuðu yfir því að fáir þingmenn væru í þingsalnum til að hlusta á þá. Málið var nefnilega að þrátt fyrir að 14 þingmenn væru á mælendaskrá þá tókst Illuga Gunnarssyni að flytja tvær ræður um þetta sama mál. Nú er útsýnið takmarkað úr sjónvarpstækinu en mig grunar að ástæða þess að Illugi þurfti að tala svona títt hafi verið að fáir þingmenn minnihlutans hafi verið viðstaddir ræðuhöldin og því hafi þeir gripið til þess ráðs að láta flytja sig framar á mælendaskrána - svo þeir misstu ekki taktinn, blessaðir!

Áður en ég slökkti sá ég þau Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktsson, formann sama flokks, standa við borðið hjá forseta þingsins og endurraða á mælendaskrána. Það fór enda svo að sirkusinn í boði Sjálfstæðisflokksins hélt áfram inní nóttina en á meðan ég svaf styrkist ég enn í trúnni á því að með málþófinu vonist þeir til þess að tíminn standi kyrr - tali þeir nógu mikið.

Ég held að Sjálftæðismenn séu skíthræddir við kosningar sem þó munu skella á þeim laugardaginn 25. apríl, hvort sem þeim líkar betur eða verr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband