6.4.2009
Besti ráðherra þjóðarinnar.
Í framhaldi af færslu minni hér að neðan langar mig að benda á að sá embættismaður íslenskur, sem þjóðin ber mest traust til, er Jóhanna Sigurðardóttir.
Hefur þú velt því fyrir þér af hverju það er?
Ég held að það sé vegna þess að hún hefur það sem ég sagði í fyrri færslu að vantaði í íslenskt samfélag, þ.e. að hafa siðferðiskompásinn rétt stilltann. Hjá henni ganga heildarhagsmunir framar hagsmunum fárra. Hún hefur verið umdeild og gagnrýnd, yfirleitt af þeim sem til þessa, og gjarnan í skjóli íhaldsins, hafa notið þess að vera í litlum forréttindahópi.
Foreldrar mínir eru bæði fædd árið 1932. Síðasta sumar sagði pabbi við mig í óspurðum fréttum að Jóhanna Sigurðardóttir væri sá ráðherra sem hefði gert mest og best fyrir hann á allri hans ævi. Ég varð dálítið hissa, enda er karl faðir minn frekar hallur undir frelsi einstaklingsins og öðrum þeim hugmyndum sem gildi Sjálfstæðismanna grundvallast á. Þegar ég innti hann eftir því af hverju hann hefði sagt þetta þá stóð ekki á svari, lífeyrir hans hafði hækkað svo að eftir því var tekið.
Reyndar er það ekki skrítið að faðir minn hafi orðið þess var að lífeyririnn hafi hækkað því frá því Jóhanna Sigurðardóttir settist í stól félagsmálaráðherra vorið 2007 hafa lægstu lífeyrisbætur verið hækkaðar verulega og lífeyrisþegar fá nú greiddar bætur án tillits til tekna maka og séreignasparnaðar. Skv. fyrirliggjandi upplýsingum verða greiðslur til lífeyrisþega næstum helmingi hærri á árinu 2009 en þær voru 2007. Þetta er árangur þrotlauss starfs jafnaðarráðherrans Jóhönnu Sigurðardóttur.
Því miður held ég að þessi uppgötvun karls föður míns verði ekki til þess að hann gefi Jóhönnu atkvæði sitt í komandi kosningum. Ég mun þó halda áfram að reyna að snúa honum á mitt band.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Hver var fjármálaráðherra og þar af leiðandi tók þátt í þessari hækkun lífeyrisins?
Palli (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 10:35
Ég sem er litlu eldri en pabbi þinn,man að Jóhanna vakti athygli á því,að ríkinu bæri að endurgreiða foreldrum(forráðamönnum),vegna framfærslu barna sinna í framhaldsskólum. Okkur munaði um það.
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2009 kl. 13:09
Nei litlu yngri má ekki við að bæta við.
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2009 kl. 13:10
Við skulum nú vona að flestir sem dvalið hafa á þingi í 30 ár hafi gert eitthvað jákvætt "annað en að þiggja laun frá okkur". Sumir af þeim á þingi hafa líka verið voðalega dugleg við að "kenna öðrum um" að þau "hafi ekki komið í gegn málum" sem "þau höfðu lofað". Menn eru misjafnlega snjallir að fleyta sér áfram í lífinu og misjafnlega snjallir að eigna sér góða bita. Mér finnst það nú ekki mikið afrek að jafn sjálfsagt mál og að eftirlaunaþegar geti framfleytt sér, nái í gegn. Það þarf lítið meira en pennastrik til þess.
Páll A, Þorgeirsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 16:37
Maðurinn minn keyrir mikið af eldra fólki.
Hann segir svörnustu Sjálfstæðismenn á meðal þeirra ætli ekki að kjósa þá.
Þegar Davíð líkti sér við Jesú gekk hann of langt að mati margra eldri borgara sem eru trúaðir.
Svo var ein í gær sem hefur alltaf kosið The Flokk og hún sagðist myndu kjósa Jóhönnu því það væri henni að þakka að hún gæti haldið íbúðinni sinni.
Þetta eru atkvæðin að tala.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2009 kl. 17:15
Alveg sammála þér Ingibjörg. Jóhanna hefur sýnt og sannað að henni er treystandi í því erfiða starfi sem hún er nú í.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.