Leita í fréttum mbl.is

Siðferðisbrestur samfélagsins er það hinn raunverulegi vandi?

Auðvitað er maður í sjokki yfir Silfrinu í dag, en ekki hvað?

Ég held að það sé mikilvægt að sjá ekki heiminn í annað hvort svörtu eða hvítu. Ástandið er ekki bara svona eða bara hinsegin. Aðalvandamál okkar Íslendinga er hvað siðferði þjóðarinnar er skert. Okkur finnst í lagi að stela smá, bara að það komist ekki upp. Við byrjuðum á því að stela einu og einu ljósriti í skrifstofunni og þeir stórtæku enduðu á því að setja okkur á hausinn með því að stela milljörðum, tugmilljörðum og jafnvel hundruðum milljarða af okkar íslensku krónu og flytja peninginn úr landi.

Í millitíðinni var auðlindunum stolið af okkur, já og náttúrunni.

Hvað er til bragðs að taka? Ég er sannfærð um að það þýðir ekki að fara á límingunum, slíkt gerir illt vera. En við verðum að losa okkur við þá aðila sem sitja við stjórnvölinn hvar sem er í þjóðfélaginu sem ekki hafa til þess siðferðilega burði að sinna þeim embættisverkum sem þeim hafa verið falin.

Það þarf hugarfarsbyltingu á Íslandi, hugarfarsbyltingu sem inniheldur skuldbindingar gagnvart því samfélagi sem við lifum í, hugarfarsbyltingu þar sem almenn siðferðisleg gildi er í heiðri höfð. Af hverju þurfti t.d. að setja neyðarlög í síðustu viku, jú vegna þess að menn fundu "smugu" í lögunum sem gaf þeim færi á að "græða" meira fyrir sinn rass. Skítt með það hvernig það færi á endanum með þjóðina.

Þetta er aðalmálið, ekki það hvort Íslendinga skuldi sem nemi 2.000 krónum á  hvert mannsbarn í heiminum. Ég bara spyr á móti, hvað eyða Bandaríkjamenn miklu í hernaðarútgjöld á ári hverju. Án þess ég viti það er ég allt að því viss um að það slagar uppí skuldir okkar og fer jafnvel yfir það. Ef það á að bera skuldir okkar saman við íbúa heimsins þá verður að horfa á heildarmyndina og sjá hversu stór skuld okkar er miðað við aðrar þjóðir og önnur útgjöld sem væri betur varið, s.s. útgjöld til hernaðar.

Með kærleikskveðju,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband