2.4.2009
Viðskiptavinir horfa á í forundran
Undanfarna daga hef ég reynt að fylgjast með störfum Alþingis. Bæði er að ég hef áhuga á stjórnmálum og svo hef ég líka áhuga á að fylgjast með hvernig menn standa sig nú í aðdraganda Alþingiskosninga. Frammistaða þingmanna mun sjálfsagt ekki ráða miklu um það hvað ég kýs í komandi þingkosningum, það er þegar ákveðið af minni hálfu. Hitt er að vera Sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu er ný fyrir mig enda hefur þessi flokkur verið í ríkisstjórn síðustu ... hvað 18 ár? og ég hef fylgst af áhuga með því hvernig þeim líður í því hlutverki.
Ef ég á að draga ályktun af því sem ég hef séð á vef Alþingis síðustu daga þá verð ég að segja að Sjálfstæðismönnum líður MJÖG ILLA í stjórnarandstöðu. Sjálf hef ég nokkra reynslu af því að vera í minnihluta, hef í raun verið það sem kona allt mitt líf, svo held ég með Breiðabliki og þó stelpunum þar í fótboltanum, körfunni og frjálsum, hafi um tíma verið stórkostlegur, þá er það þó þannig að almenningur (þ.e. þeir sem ekki eru Blikar) dæma félagið oftar en ekki út frá frammistöðu karlanna. Ég er Íslendingur og sem slík hef ég gjarnan verið í minnihluta og jafnvel minnimáttar, og kannski aldrei eins og nú. Fyrir hönd Samfylkingarinnar er ég í minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs.
Þrátt fyrir alla þessa minnihluta þá er ég engu að síður ákaflega stolt. Ég er stolt kona, stoltur Bliki, stoltur Íslendingur og ég er stolt af því að vera í Samfylkingunni. Ég hef gert mér grein fyrir því að á meðan ég er í minnihluta þá fæ ég ekki öllu mínu framgengt. Ég hef mótmælt og ég hef barist fyrir mínu en iðulega geri ég mér grein fyrir því að minn tími mun koma (eins og Jóhanna Sigurðardóttir orðaði það svo frábærlega hér fyrir nokkru). Miðað við frammistöðu Sjálfstæðismanna á Alþingi þá held ég að þeim líði illa í stjórnarandstöðu og þeir eru síður en svo stoltir af stöðu sinni þar. Þeir eru í stöðugu andsvari við sjálfa sig og ræða fundarstjórn forseta eins og þeir hafi aldrei haft þá stöðu í þinginu.
Þegar þeir komast síðan að því að þeir ráða ekki dagskrá þingsins haga þeir sér eins og óþekkir krakkar fyrir framan sælgætisrekkann í stórversluninni. Við viljum, ég vil, gefðu mér, mig langar, Aaaarrrrrgggghhhh! VIÐ VILJUM EKKI RÆÐA STJÓRNSKIPUNARLÖG!!!!
Sjálfstæðismönnum bendi ég á að aðrir "viðskiptavinir búðarinnar" horfa á í forundran!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Já elskan mín hvar eru foreldrarnir?
Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2009 kl. 20:25
Ekki tek ég foreldrahlutverkið að mér. Minni á sanna sögu um tilsvör prestekkjunnar, sem gift hafði verið, nauðug, mjög breiskum presti. Lést prestur á fremur óvirðulegan hátt - og fræddi einhver gæðakonan ekkjuna við erfidrykkjuna um, að allir hefðu brugðist honum, bæði skyldir og vandalausir. " Ekki tek ég það til mín! Hvorki var ég skyld honum né vandalaus" - var svarið. Ekki að sagan komi pistlinum beint við - en góð er hún
Hlédís, 3.4.2009 kl. 18:34
Sælar báðar, foreldrahlutverki hef ég ekki sinnt nema í hjáverkum hingað til og mun klárlega ekki fóstra þennan skríl.
Hlédís, sagan er frábær ... ekki var ég skyld honum né vandalaus! Góð!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.4.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.