Leita í fréttum mbl.is

Veislan heim - ótrúlega flott hugmynd

Um daginn hittumst við sjö samstarfskonur heima hjá einni okkar og gerðum okkur glaðan dag. Tilefnið var ekkert sérstakt en við höfum hist utan vinnu með afar óreglulegu millibili undanfarin ár. Oftast höfum við hist á veitingahúsi en í þetta sinn ákváðum við að prufa þjónustu frá nýstofnuðu fyrirtæki sem nefnist www.lystauki.is.

Lystauki býður uppá allskyns veisluþjónustu, litla og stóra. Okkar hópur var í smærri kantinum en þar sem aðalsprauta Lystauka er náskyldur mér tókst að snúa uppá höndina á honum og pína hann til að útbúa veislu handa okkur sjö. Það er skemmst frá því að segja að við vorum hoppandi hamingjusamar með veisluna.

Við mættum sem sagt heim til einnar okkar og þangað mætti kokkurinn líka með veisluföng og „tilbehörende“.  Húsfreyjan sýndi honum hvar það helsta var í eldhúsinu og síðan settumst við í stofu eins og fínar frúr. Innan skamms mætti kokkurinn með fyrsta rétt. Fjórar tegundir af sushi á bakka. Þar sem ég hef ofnæmi fyrir skelfiski var um það samið að ekkert slíkt væri með að þessu sinni og margar okkar voru þarna að bragða á sushi í fyrsta sinn. Og þvílíkt góðgæti. Mér skilst reyndar að þetta hafi verið tvær tegundir af sushi (sem er á hrísgrjónunum) og tvær tegundir af sashimi en það er hrár fiskur sem er dýft í bragðbætta soyja sósu. Frábært og allar tókum við vel til matar okkar. Reyndar vorum við svo gráðugar að það gleymdist að taka mynd af sushi-inu en hér að neðan eru myndir af öðrum réttum, smelltu á myndina til að sjá hana stærri.

LambatartarSushi-ið var borið á borð við sófaborðið en nú stóðum við upp og settumst til borðs, ennþá eins og fínar frúr, og á borðið til okkar var borið lambatartar með steiktum villisveppum, dilli og balsamic gljáa. Maður minn, þetta lostæti hreinlega bráðnaði uppí manni, og enn kom það mörgum okkar á óvart hversu góður réttur þetta er þó um sé að ræða hrátt, smátt skorið lambakjöt. Yndislegur réttur og við orðnar ansi spenntar fyrir rétti númer þrjú.

GraandabringaÞriðji rétturinn var gráandabringur með truffluhunangi, gráðostasamloku og rauðlaukssultu. Já, þetta hljómar ákaflega vel en ég lofa ykkur að þetta bragðast betur. Það var samdóma álit okkar allra að gráðostasamlokurnar væru eitt það dýrðlegasta sem við höfum smakkað. Ekki samt misskilja neitt, gráandabringurnar voru ljúffengar líka en samlokurnar voru sannarlega punkturinn yfir i-ið í þessum rétti.

NautalundirFjórði réttur, já þetta er aðeins rétt að byrja, var aðalrétturinn nautalundir með risole kartöflum, graskersmauki og marsalasósu. Við vorum margar á þeirri skoðun þegar þarna var komið að nú gæti orðið erfitt að koma meiri mat niður, það á þó ekki við um mig en flestar aðrar í samkvæminu eru minni matmanneskjur en ég og þær voru sko sannfærðar um að þær myndu aldrei ná að klára aðalréttinn. En Lystauki brást ekki þarna frekar en í fyrri réttum. Nautakjötið var fullkomlega steikt og graskersmaukið var ótrúlega lúffengt, reyndar svo að við töluðum um það í marga daga á eftir. Það fór vitanlega svo að hver einasta arða á hverjum einasta diski var komin ofaní maga þegar kokkurinn kom og tók diskana af borðum.

Creeme_bruleeVið settumst því næst í sófann að nýju, með kaffibolla og léttan drykk en við höfðum ekki setið mjög lengi þegar kokkurinn mætti með logandi bolla fulla af créme brulée, karmelluís og ávaxtasalsa til hliðar. Ef þetta var ekki hinn fullkomni eftirréttur, þá er hann ekki til. Það var samdóma álit okkar að betra créme brulée höfum við ekki smakkað og allar vorum við uppnumdar yfir því að fá þetta svona logandi í bollum til okkar.

Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að húsfreyjan þurfti ekki að stíga fæti inní eldhús eftir að hafa vísað kokkinum á alla helstu hluti. Allt var "spikk and span" í eldhúsinu að afloknu átinu og við áttum því allar afslappaða og notalega stund við arineld eftir matinn og við erum sannarlega tilbúnar til að mæla með því við vinahópa að leita eftir viðskiptum við www.lystauka.is. Miðað við okkar reynslu, þá verða menn ekki sviknir af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er "græðgi" Ingibjörg, nei,nei, hugsa um þetta þegar við gamlar hittumst í vor í Húsó á Sólvallagötu.   Margar koma langt að,gott að fá sér að borða um kvöldið þótt ekki sé nema tví-rétta.kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Helga, þetta er alveg rétt hjá þér ... ekkert nema græðgi! En vá maður hvað þetta var gott allt saman!

Það var nú ekki leiðinlegt í Húsó á Sólvallagötunni hér í "den" ... við skemmtum okkur konunglega þar menntaskólapíurnar! Og svo lærðum við fullt auðvitað líka af frú Margréti og Dómhildi systur hennar!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.3.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þær eru fínar,enda held  ´´eg að mágkona þeirra,systurdóttir mín,Anna Sigþórsdóttir,hafi eitthvað numið af þeim. Við systkin vorum boðin til hennar síðsumars,það var hreint afbragð.  Ég átti auðvitað von á því og brá mér í Europris,fann þar verðlaunapeninga sem eru til sölu,þar sem á stendur "the best cook in the vorld",hengdi um háls hennar eftir matinn,það gerði sko lukku.Fékk svo jólakort með mynd af athöfninni. Þetta eru góðar stundir.:-)

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þú er náttúrulega bara snillingur Helga!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.3.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband