Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum vina minna á blogginu eða á fésbókinni að ég styð Árna Pál Árnason í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Í bloggfærslu hér á vefnum lýsti ég stuðningi við Árna Pál og sagði einnig frá því hvaða aðrir frambjóðendur væru í uppáhaldi hjá mér. Þessi færsla vakti svo sem enga sérstaka athygli, nema fyrir utan það að Árni Páll rambaði inná hana fyrir tilviljun, hringdi og þakkaði mér fyrir hlý orð í sinn garð.
Í kvöld varð ég þeirri undarlegu reynslu að fá símtal frá stuðningsaðila eins frambjóðandans í prófkjörinu. Maðurinn var í fyrstu ósköp kurteis, kynnti sig og sagðist heita Árni Björn Ómarsson og vera Samfylkingarmaður úr Hafnarfirði. Síðan kom gusa af tilmælum um það hvernig ég ætti að kjósa og hvað mér gengi til að setja ekki hans mann á minn lista sem ég birti á blogginu þar sem ég lýsi yfir stuðningi við Árna Pál Árnason. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að benda manninum á eftirfarandi staðreyndir:
- Mér er fullkomlega frjálst að velja það fólk á minn lista sem ég treysti best.
- Árna Birni kemur það ekki við hvern ég setti á minn lista.
- Ég þarf ekki að réttlæta mitt val fyrir Árna Birni eða nokkrum öðrum.
Í prófkjöri er kosið milli 15 mjög hæfra frambjóðenda, valið stendur um 6-8 og einfaldur reikningur segir manni að þá verða 7-9 frambjóðendur útundan. Enginn frambjóðenda fyrir utan Árna Pál og Katrínu Júlíusdóttur hefur séð ástæðu til að hringja í mig og óska eftir stuðningi og enginn þeirra hefur hringt til að krefja mig svara um mitt val nema þessi eini maður, sem mun vera kunnur smali úr Hafnarfirði.
Það er alveg ljóst að ég mun ekki þola það að hann eða einhver annar hringi í mig og hafi í hótunum vegna minnar afstöðu til frambjóðenda í prófkjörinu. Reyndar hefur þetta þveröfug áhrif, ég er enn staðfastari í stuðningi mínum við Árna Pál Árnason og mun nota hverja lausa mínútu sem ég hef til þess að kjósendur til að styðja hann til forystu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Árna Pál Árnason í 1. sætið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Ja hérna! Ætlaði að sjá þessar færslur þar sem þú nefnir aðra frambjóðendur sem eru í uppáhaldi hjá þér. ætlaði að rekja mig eftir "síðasta færsla" fann ekki. Þessi tvö sem þú styður eru þau einu sem ég man eftir,ekki vegna vinnu þeirra á þingi,heldur vegna foreldra þeirra sem mér er hlýtt til.
Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2009 kl. 23:40
Takk fyrir innlitið, Þú getur smellt á hlekkinn hér fyrir aftan Helga mín.
http://ingibjhin.blog.is/blog/ingibjhin/entry/825278/
Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.3.2009 kl. 23:46
Það er semsagt fjör hjá ykkur þarna í Kraganum....
Guðrún S Hilmisdóttir, 13.3.2009 kl. 07:58
Afskipti Árna af lýðræðislega vali þínu eru ekki réttmæt og algjörlega óeðlileg.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:15
Já, finnst þér, Hilmar?
Guðrún, endalaust fjör í kringum mig, það ættir þú að vita!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.3.2009 kl. 22:33
Hilmar, sérðu ekki mun á því að krefjast þess að þú kjósir einhvern einstakling eða þá að óska eftir stuðningi við einhvern ?
Tvennt mjög ólíkt. Ég get ekki séð að það séu "óeðlileg afskipti" hjá Árna Páli að óska eftir stuðningi frá Ingibjörgu - það er einfaldlega ósk um stuðning, en ekki skipun !
Smári Jökull Jónsson, 14.3.2009 kl. 15:45
Nei Smári, þú ert að misskilja. Hann var ekki að óska eftir stuðningi mínum, hann var að heimta svör við því af hverju ég styddi ekki Lúðvík!!! Eins og honum komi það eitthvað við! Svo var það ekki Árni Páll sem hringdi heldur Árni BJÖRN ... risastór munur þar á milli nafnanna!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 14.3.2009 kl. 16:40
Nei nú held ég að þú sért að misskilja mín kæra
Ég veit að það var Árni Björn sem hringdi og heimtaði svör við því að þú kaust ekki Lúðvík (krafðist þess að þú kysir hann).
En svo tekur þú fram að Árni Páll og Kata Júl hafi hringt í þig og óskað eftir stuðningi, það er auðvitað allt annað og alveg eðlileg vinnbrögð.
Þau vinnubrögð sem þessi Árni Björn viðhefur eru auðvitað mjög óeðlileg !
Smári Jökull Jónsson, 16.3.2009 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.