Leita í fréttum mbl.is

Kjósum Árna Pál Árnason í 1. sæti

Nú hefur verið lokað fyrir skráningu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Ég hef lagt mig fram um að afla stuðnings við framboð Árna Páls Árnasonar í 1. sæti listans. Árna kynntist ég fyrst fyrir um tveimur árum síðan er hann bauð sig fram til þings. Strax við fyrstu kynni bauð Árni Páll af sér góðan þokka. Ég fylgdist vel með honum í kosningabaráttunni og síðar í hans þingstörfum.

Að mínu viti er Árni Páll afar öflugur þingmaður, rökviss og fylginn sér, hann hefur djúpa og góða þekkingu á ýmsum málefnum m.a. málefnum Evrópubandalagsins. Það er fengur fyrir íslenska þjóð að maður eins og hann skuli taka að sér störf í opinberri þágu. Það er því von mín að Árni Páll muni hljóta góða kosningu í 1. sæti Samfylkingarinnar.

Fyrst ég er byrjuð þá get ég líka upplýst það að aðrir þeir sem í boði eru í Suðvesturkjördæmi og ég styð til allra góðra verka eru (í stafrófsröð): Katrín Júlíusdóttir, Magnús M. Norðdal, Magnús Orri Schram, Ragnheiður Jónsdóttir, Sara Dögg Jónsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Helga Kr. barnabarn mitt hringdi eftir stuðningi mínum við Árna Pál,ég tók því vel en er vön að því sé fylgt eftir með , Nún kl ? Annars gleymi ég því.

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Gott hjá nöfnu þinni! Ef þú kíkir á síðuna mína öðru hvoru þá verð ég örugglega með tilkynningar öðru hvoru! ;-)

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.3.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Nú er ekkert búið að hringja í mig og ég sem er með lögheimili í Hafnarfirðinum

Smári Jökull Jónsson, 11.3.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Allt í lagi í 1. sætið bara ekki formanninn. Hann getur verið svo rosalega orðljótur maðurinn.

Finnur Bárðarson, 11.3.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband