Í dag bárust af því fréttir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið ákvörðun um að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Ég verð að segja að mér finnst þessi ákvörðun ákaflega skynsamleg. Persónulega þekki ég Ingibjörgu Sólrúnu ekki neitt, en ég veit hvernig það er að vera veikur og ég veit það líka hvernig það er að liggja inná spítala og leggja líf sitt í hendur þess fólks sem þar starfar. Mér fannst það því vægast sagt undarleg ákvörðun hjá henni að draga sig ekki í hlé þegar hún greindist með sitt mein í byrjun október.
Ég hef frá því að bankahrunið dundi á okkur ítrekað sagt mína skoðun á ástandinu hér á blogginu. Ég hef alls ekki alltaf verið ánægð með stöðuna og þær ákvarðanir sem hafa verið teknar, en ég hef þá trú að þetta skref Ingibjargar Sólrúnar verði til þess að flokkurinn fái endurnýjað traust landsmanna. Framundan eru vægast sagt spennandi tímar í prófkjörum, bæði hér í Suðvesturkjördæmi og ekki síður í Reykjavík. Það er von mín að flokknum og flokksmönnum beri gæfa til að velja sér kröftugan og aflmikinn formann sem mun leiða Ísland í átt að nýjum tímum þar sem hugsjónir jafnaðarmanna verði hafðar í forgrunni.
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur færi ég bestu óskir um góðan bata og ég veit að hún hefur ekki sagt sitt síðasta orð þó hún dragi sig nú í hlé um stundarsakir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Ég vona að Ingibjörgu batni og hún komi aftur síðar í stjórnmálin. Jóni Baldvini treysti ég reyndar til formannsstarfa og tel einna líklegast að hann verði næsti formaður Samfylkingarinnar.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 19:38
Jón Baldvin er flottur en nú held ég að sé tími Jóhönnu og hvet hana til að gefa kost á sér t.d. í tvö ár í senn.
Vona annars að Ingibjörg nái heilsu sinni hratt og vel.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.3.2009 kl. 22:48
Sammála um að Jón Baldvin er flottur. En mér finnst hann flottari þar sem hann er. Utan vallar, rífandi kjaft og segjandi mönnum til um hvernig þeir eiga að spila úr spilum sínum.
Hvað segið þið félagar um Guðbjart Hannesson?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.3.2009 kl. 22:49
Guðbjartur þykir ekki líklegur sem næsti formaður.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 23:18
Af hverju ekki? Rök Hilmar, rök!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.3.2009 kl. 23:21
Ég tel að Jón Baldvin sé of erfiður andstæðingur fyrir hann og einnig Jóhanna, kjósi hún að fara í framboð. Það eru mín rök
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 23:27
En ef við gefum okkur það að hvorugt þeirra fari fram?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.3.2009 kl. 23:29
Þá gætu möguleikar opnast fyrir hann en ég efa að Jón Baldvin dragi framboð sitt til baka.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 23:33
Guðbjartur er varla nógu öflugur eða afgerandi til að halda flokknum saman, þar á meðal þingflokknum. Það má reyndar segja um fleiri.
Svala Jónsdóttir, 9.3.2009 kl. 00:23
Guðbjartur hefur ekki enn sýn þá snerpu og röggsemi sem ég vildi að foringi byggi yfir, - en annars fínn og flottur kall.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.3.2009 kl. 01:52
Tilbúinn til að skipta um skoðun um leið og ég sæi á Guðbjarti þá hlið sem ég leita eftir.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.3.2009 kl. 01:56
Ég er sammála hverju orði í pisli þínum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 08:18
Ég sé ekki betur, en "heilög" Jóhanna sígi saman undan þeirri byrði, sem hún rogast með nú þegar ?
Ég hélt, að mannval innan Samfó væri meira en raun ber vitni ? Össur sagði nýlega, að Samfó framleiddi leiðtogaefni á færibandi eða er hann síljúgandi ?
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 9.3.2009 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.