Leita í fréttum mbl.is

Kópavogur bćrinn minn - 5. hluti

Hér hef ég ađeins sagt frá örfáum deiluefnum sem oddvitarnir hafa efnt til međ sínum óvenjulega stjórnunarstíl, sem kannski vćri eđlilegra ađ kalla alrćđistilburđi. Ótalin eru ýmis mál, s.s. deilur vegna kaupa á löndum í Glađheimum og Vatnsenda, hagsmunatengsl vegna verkefnaúthlutana í útgáfumálum bćjarins og einkavinaráđningar inná bćjarskrifstofurnar.

Miđađ viđ framkomu bćjarstjórans í minn garđ í ađdraganda kosninga hefđi ekkert átt ađ koma mér sérstaklega á óvart ţegar ég mćtti á mína fyrstu bćjarstjórnarfundi í upphafi kjörtímabilsins 2006-2010. Ég vćri hins vegar ađ segja ósatt ef ég segđi ađ ţađ hafi ekki komiđ mér á óvart var hversu dónalegur og ruddalegur bćjarstjórinn er í garđ bćjarfulltrúa á opinberum fundum. Ekki síđur kom mér á óvart hversu mikill undirlćgjuháttur er innan Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks gagnvart oddvitanum, međ einni undantekningu ţó. Fyrir ţađ fyrsta ţá talar bćjarstjórinn niđur til allra ţeirra sem ekki eru sammála honum í einu og öllu, gildir ţá einu hvort viđkomandi séu međ honum í flokki eđa ekki, en vissulega er örlítill blćbrigđamunur ţar á. Hann hikar ekki viđ ađ segja andstćđinga sína í bćjarstjórn ljúga, vera skyni skroppna og óundirbúa á bćjarstjórnarfundum.  Á ţeim fundum sem ég hef setiđ hefur forseti bćjarstjórnar látiđ ţađ algjörlega óátaliđ af bćjarstjóranum en ef samskonar brigsl eru borin á bćjarstjórann stekkur forseti hins vegar upp og áminnir bćjarfulltrúa um virđingu gagnvart bćjarfulltrúum og fundi bćjarstjórnar, ţar skiptir öllu máli hvar í flokki menn eru.

Nýjasta dćmiđ um ţvingunarstarfsemi bćjarstjórans eru siđareglur sem samkomulag var um ađ taka upp innan stjórnkerfis Kópavogsbćjar. Var ţađ skođun bćjarfulltrúa minnihlutaflokkanna ađ samkomulag vćri um ađ siđareglurnar vćru unnar í samvinnu allra flokka. En á síđasta bćjarstjórnarfundi ber svo viđ ađ bćjarstjóri leggur siđareglurnar fram til fyrri umrćđu, án ţess ađ bera frumdrög ţeirra undir minnihlutann. Og ekki nóg međ ţađ, hann ćtlađist til ţess ađ reglurnar yrđu samţykktar til síđari umrćđu án mikilla athugasemda af hálfu minnihlutans. Viđ slíkt var ađ sjálfsögđu ekki unađ af okkar hálfu en í ţessu máli eins og svo mörgum öđrum var meirihlutavaldi beitt í ţeim tilgangi einum ađ ađeins ein skođun sé markćk, ţannig var lýđrćđiđ boriđ ofurliđi og raddir okkar hafa mátt sín lítils.

Ţá hafa Stjórnsýslulög ekki skipt ţennan meirihluta neinu máli, nema ţau komi sér vel til ađ kvelja minnihlutaflokkana. Skiptir ţá engu hvort um er ađ rćđa mannaráđningar, hćfniskröfur eđa óeđlileg afskipti af skipulagsmálum. Vissulega hef ég oft snöggreiđst inná bćjarstjórnarfundum, ég hef oft blygđast mín fyrir framkomu oddvita meirihlutaflokkanna í fjölmiđlum og ég hef oft  mátt ţola háđsglósur frá vinum og félögum vegna ţeirra. Sem betur fer hefur húmorinn ţó oftar en ekki bjargađ geđheilsunni sem og vissan um ađ mín störf ţoli alla skođun og ađ ég hafi starfađ af heilindum og međ hagsmuni bćjarbúa ađ leiđarljósi.

Engu ađ síđur hef ég komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţátttaka í bćjarpólitíkinni í Kópavogi sé beinlínis mannskemmandi. En viđ Íslendingar höfum oft mátt ţola mótlćti og ţrátt fyrir ađ mér finnist ég ekkert brjálćđislega gömul ţá veit ég ađ orđ Bjarna Thorarensens í ljóđinu Ísland eigi jafnvel viđ í dag eins og á ţeim dögum ţegar ljóđiđ var samiđ. „Fjör kenni oss eldurinn, frostiđ oss herđi" orti Bjarni og á mér er engan bilbug á mér ađ finna. Ég hef lćrt ađ bregđast viđ skrúđmćlgi bćjarstjórans og fylgisveina hans og á sama tíma ţessi háttsemi ţeirra félaga hefur ţjappađ okkur félögunum í Samfylkingunni saman. Okkur hefur ţví reynst létt verk ađ verjast ósanngjörnum og óvönduđum málflutningi ţeirra í okkar garđ. Ţađ hafa bćjarbúar líka gert og fullyrđi ég ađ ţađ fyrirfinnast ekki íbúar í einu sveitarfélagi sem eru jafn mikiđ á varđbergi gagnvart stjórnsýslu meirihluta bćjarstjórnar og einmitt hér í Kópavogi.

Ţá vakt mun ég standa međ íbúum ţessa yndislega bćjar áfram. Ég er og verđ Kópavogsbúi nú og alltaf. Ţađ hef ég veriđ í 45 ár og mun halda áfram ađ standa vörđ um bćinn minn, sama hversu heitt bćjarstjórinn óskar ţess ađ ég hverfi á braut!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já,ljóđlínur gömlu skáldanna eiga viđ í dag;
     
          Er synd ađ játa sannleikann,

          er synd ađ elska nokkurn mann.


                   
                        

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir

Ég held ađ ţetta sé síđast ár Gunnars sem bćjarstjóri, ţađ hvarflar varla ađ nokkrum manni ađ kjósa hann aftur.

 Ţađ á enginn ađ sitja svona lengi viđ völd, ţađ kallar bara á einrćđistilburđi, og ţá er hćtta á spillingu og misnotkun á valdi.

Ţađ nćgir ađ líta til landsmálanna og ţess hversu lengi Sjálfstćđisflokkurinn hefur setiđ viđ kjötkatlanna, til ađ sýna hversu hćttuleg of löng samfelld valdaseta er hverju samfélagi.

Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, 19.2.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hć! aftur var ađ hugsa um ađ setja gćsalappir utan um orđiđ  elska    vil ekki spilla annara manna skáldskap svo ég hćtti viđ. ţú getur líka ritskođađ auk ţess góđur lesari milli lína,mér er tamt ađ segja hluti í sem fćstum orđum. Nú skal knúsa stórt

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2009 kl. 23:17

4 Smámynd: Sigurđur Haukur Gíslason

Ţiđ standiđ ykkur vel.

Fleyg eru orđ Gunnars ţegar Samfylkingin var ađ gagnrýna kaup bćjarins á Gust-landinu. (Sem ađ Kópavogur reyndar átti ţví ţetta voru leigulóđir.)

"Samfylkingin er á móti uppbyggingu í bćnum."

Og ţar međ afgreiddi bćjarstjórinn máliđ.

Sigurđur Haukur Gíslason, 20.2.2009 kl. 00:55

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Kćrar ţakkir fyrir athugasemdirnar. Allar eru ţćr góđar og gildar. Vonandi hafa ţessir pistlar mínir varpađ örlitlu ljósi á ţví hver mín upplifun er af bćjarstjórninni.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2009 kl. 18:12

6 Smámynd: Margrét Júlía Rafnsdóttir

Ţetta er frábćr samantekt Ingibjörg.Viđ sem höfum starfađ fyrir minnihlutann í nefndum bćjarins vitum ađ sjálfstćđismenn í nefndunum verđa ađ sitja og standa eins og bćjarstjóra hentar, annars eru ţeir settir út í kuldann. Ţađ segja ţeir sjáfir. Já eins og ég hef áđur sagt; Alţýđa landsins er búin ađ átta sig á ţeirri spillingu sem hefur átt sér stađ í landinu undanfarin ár og voanandi fer öll alţýđa Kópavogs ađ vakna fvo hćgt verđi ađ hreinsa til í bćnum. Já koma svo!

Margrét Júlía Rafnsdóttir, 21.2.2009 kl. 23:04

7 Smámynd: TARA

ţú lćtur nú ekki ţennan apakött flćma ţig burt úr bćnum ţínum...ţessi bćjarstjóri má fara fja----- til fyrir mér, hef aldrei veriđ hrifin af honum og ţrasa stundum viđ frćnda ţinn um hann !!

TARA, 22.2.2009 kl. 02:16

8 Smámynd: TARA

Sćl, láttu ekki ţennan apakött flćma ţig burt úr bćnum ţínum...hann má fara fjan---- til fyrir mér, hefur aldrei falliđ viđ hann og ţrasa stundum um hann viđ frćnda ţínn....

TARA, 22.2.2009 kl. 03:26

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tek undir međ fólkinu hér ađ ofan. Ég er sleginn yfir nokkrum atriđum sem ţú hefur ţurft ađ sćta. Eins og orđum Gunnar til ţín en sérstaklega ađ Ómar skuli hafa klagađ ţig til vinnuveitenda ţinna fyrir athugasemd á bloggsíđu Guđríđar.

Ég hef sagt ţađ nú í mörg ár eins og ţú talar um hér í ţessum pistlum ađ áherslur í Kópavogi er og hafa veriđ nú síđustu áratugi ekki veriđ mannvćnlegar heldur allt of mikiđ tekiđ til ţarfa verktaka. Bćrinn ţanist út en innviđirnir ekki tekiđ miđ af ţví ađ hér býr fólk međ fleiri ţarfir en byggingarlóđir. Ţannig tel ég ađ verslunar og viđskiptahverfiđ á Dalvegi og í Hlíđarsmáranum sé dćmi um stórkostleg mistök. Ţar hefđi veriđ hćgt ađ skapa miđbć sem vćri ađlađandi og manneskjulegur. En í dag eru ţetta ţyrpingar ósamstćđra húsa sem ekki er hćgt ađ komast á milli nema á bílum.  Og öll sú turnavćđing sem er komin af stađ og stóđ til ađ byggja ţarna út um allt, varpar skuggum á hverfin sem voru ţar fyrir og skerđa t.d. útsýni ţúsunda íbúa sem búa t.d. í Suđurhlíđum Kópavogs.

Má ég ţá heldur biđja um gamla góđa "Félagsmálabćinn" minn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2009 kl. 14:11

10 Smámynd: corvus corax

Ţađ er eins og fólk hafi ekki tekiđ eftir ţví eđa áttađ sig almennilega á ţví ađ Kópavogi er stjórnađ af einum manni, eftir geđţótta eins manns, međ hroka og yfirgangi eins manns og undir kraumar spillingin, múturnar og hagsmunafyrirgreiđslan. Ţessi mađur er bćjarstjórinn Gunnar Birgisson, sem er svo nákvćmlega skítsama hvađ bćjarbúum finnst, ţeir eiga bara ađ borga útsvariđ sitt og halda svo kjafti á međan bćjarstjórinn misnotar fé bćjarbúa og stöđu sína sem bćjarstjóri. Ţađ er ţyngra en tárum taki ef Kópavogsbúar ćtla enn einu sinni ađ kjósa ţennan glćpalýđ meirihlutans yfir sig aftur međ spillingar-hrokagikkinn Gunnar Birgisson í broddi fylkingar.

corvus corax, 23.2.2009 kl. 11:33

11 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Mjög svo áhugaverđir pistlar hjá ţér Ingibjörg. Mađur hefur oft heyrt af framkomu bćjarstjórans og oftar en ekki hefur mađur veriđ gapandi yfir orđum hans í garđ samstarfsfélaga sinna, hvort sem ţeir eru í minnihluta eđa meirihluta.

Félagi hans, vallarstjórinn knái, er auđvitađ kapítuli útaf fyrir sig. Ég varđ til dćmis vitni ađ ótrúlegri framkomu hans gagnvart ungum manni í sumar, ţegar ég var viđ störf fyrir Fréttablađiđ eftir leik í Landsbankadeildinni á Kópavogsvelli. Ţá sá ég hvernig mann hann hafđi ađ geyma.

Hvet ţig til ađ halda áfram baráttunni fyrir Samfylkinguna í Kópavogi - ef allt gengur ađ óskum ţá verđur stađan orđin skemmtilegri eftir sveitastjórnarkosningar 2010

Smári Jökull Jónsson, 23.2.2009 kl. 16:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband