18.2.2009
Kópavogur bærinn minn - 4. hluti
En það var ekki aðeins bæjarstjórinn sem gerði mér lífið leitt í starfi mínu. Það gerði líka formaður bæjarráðs, Ómar Stefánsson. Hann er ákaflega hörundssár maður, sem mér finnst nokkuð merkilegt miðað við það hvað hann var ötull í ýmiskonar félagsstarfi og hefur sjálfsagt, rétt eins og ég, mátt þola meiri gagnrýni fyrir sín störf en þakkir. Það kom mér því algjörlega í opna skjöldu að vera kölluð inná skrifstofu framkvæmdastjóra einn góðan veðurdag vegna þess að sveitarstjórnarmaður í Kópavogi hafði borið fram formlega kvörtun vegna mín. Mér vitanlega hafði ég ekki brotið neitt af mér en skýringin var ekki langt undan. Ég hafði vogað mér að tjá mig um formann bæjarráðs í athugasemdakerfi á bloggsíðu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi (http://gudridur.blog.is/blog/gudridur/entry/496854/). Athugasemdina setti ég inná á bloggsíðuna kl. 16:22 á sunnudegi og svo virðist sem formaður bæjarráðs telji að vinnuveitendur mínir eigi að skipta sér af því hvað ég geri í mínum frítíma. Mér fannst þessi atlaga Ómars gegn mér afar ómerkileg og ósmekkleg svo ekki sé meira sagt því ekki nægði drengnum að væla einu sinni í mínum yfirmönnum heldur ítrekaði hann umkvörtun sína og það oftar en einu sinni.
Eftir tæplega 3ja ára kynni þá þykir mér ljóst orðið að oddvitar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn eiga afar erfitt með að taka mótlæti. Er það miður því, eins og oft hefur komið fram hér áður þá fylgir þátttöku í félagsstarfi sem og öðrum störfum á opinberum vettvangi oftar en ekki gagnrýni. Reyndar er ég allt að því furðu lostin yfir þessari uppgötvun því ég hefði haldið að sveitarstjórnarmenn eins og þessir tveir væru ýmsu vanir og þeir væru ekki svo hörundssárir og raunin hefur verið. Reyndar á ég von á því, miðað við fyrri reynslu, að þeir tveir eða flokkshestar þeirra muni væla undan þessum skrifum mínum. Fari svo þá lofa ég því að segja frá þeim athugasemdum hér á blogginu mínu.
Í kosningabaráttunni 2006 gagnrýndi ég nokkuð meirihlutaflokkana vegna þeirrar útþenslustefnu sem þar hafði verið fylgt. Það var og er mér ekki að skapi hversu hratt bærinn hefur þanist út á síðustu 18 árum og enn síður var mér að skapi síendurteknar sögusagnir um einkavinavæðingu bæjarstjórans á framkvæmdasviði bæjarins. Bæði fyrir og á meðan á kosningabaráttunni stóð heyrði ég ítrekaðar sögur af því að sumum verktökum væri stöðugt úthlutað lóðum, gegn því að þeir greiddu nokkrar fjárhæðir í flokkssjóði meirihlutaflokkanna. Reyndar hafa þessar sögusagnir lifað góðu lífi, bæði á bloggsíðum og í fjölmiðlum og síðustu misseri hafa ýmsir fjölmiðlar fjallað um samskipti bæjarstjórans við byggingafyrirtæki sem ekki geta talist eðlileg milli bæjarstjóra sem verkkaupa annars vegar og byggingarfélags sem verksala hins vegar. Þar hefur að auki verið gefið í skyn að bæjarstjórinn hafi setið beggja vegna borðs vegna fyrirtækjanna BYGG og Klæðningar.
Ekki ætla ég að dæma um sannleiksgildi þessara umfjallana en orðatiltækið: Þar sem er reykur, þar er eldur" segir að mínu mati margt en ég legg það í dóm lesenda að dæma um hvort fótur sé fyrir þessum ásökunum sem gengu í endurnýjun lífdaga nú í upphafi ársins 2009.
http://www.mannlif.is/ordromur/nr/699
http://www.mannlif.is/ordromur/nr/735
http://www.mannlif.is/ordromur/nr/729
http://www.mannlif.is/ordromur/nr/720
http://www.mannlif.is/ordromur/nr/714
http://www.mannlif.is/ordromur/nr/687
http://www.dv.is/brennidepill/2009/1/15/bygg-atti-leynihlutinn-i-klaedningu/
http://www.dv.is/frettir/2009/2/3/sakadi-baejarstjora-um-fjarkugun/
Því miður reyndist það svo að óhöndugleg samskipti oddvita bæjarstjórnarflokkanna við mig voru ekki einstæmi heldur dæmigerð fyrir raunverulega samskiptatækni þeirra, ef tækni skyldi kalla, og hafa bæjarbúar Kópavogs ekki farið varhluta af þeim. Á þessu kjörtímabili, 2006-2010, hafa íbúar stofnað íbúasamtök fyrir Kársnes, Vatnsenda, Lindir og Nónhæð en áður voru til sérstök íbúasamtök vegna framkvæmda á landsvæði Lundar í Fossvogsdal. Þar fyrir utan hafa samskipti við íbúa í Suðurhlíðum Kópavogs verið heldur stirð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við austurhluta Dalvegar. Að íbúar eins sveitarfélags skuli grípa til þess ráðs að stofna íbúasamtök, sem hafa það markmið eitt að standa saman gegn fyrirhuguðum framkvæmdum skipulagsyfirvalda, er í sjálfu sér ekki óeðlilegt. En að íbúasamtökin verði fjögur á einu kjörtímabili í einu sveitarfélagi er nokkuð sem á sér ekki hliðstæðu.Öll eiga þessi samtök það sameiginlegt að meðlimir þeirra telja sig vera fórnarlömb skipulagsbreytinga". Stofnun allra þessara íbúasamtaka er skýrasta dæmið um það hvernig bæjaryfirvöld hafa unnið gegn vilja íbúanna á 18 ára meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2009 kl. 08:55 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Vá, þetta er aldeilis spennandi og fróðleg lesning.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:10
Ætla að lesa þetta allt yfir í réttri röð,í góðu tómi. Nú er ég að hressast afmæli í kvöld hádegisverður í háa húsinu á morgun,blóðprufur,óvænt yfirseta í dag. Verð að hafa heilan dag í þetta,mig reglulega langar að skilja þessa glímu.
Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2009 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.