17.2.2009
Kópavogur bærinn minn - 3. kafli
Síðla árs 2005 tók ég ákvörðun um að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. Leitaði ég að samþykkis minna vinnuveitenda hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir því og var það leyfi fúslega veitt, bæði af þáverandi framkvæmdastjóra Þórði Skúlasyni og þáverandi formanni Vilhjálmi Þ.Vilhjálmssyni. Skömmu síðar er ég sat við vinnu mína mætir þar bæjarstjóri Kópavogsbæjar og ávarpa ég hann kurteislega með orðunum góðan daginn herra bæjarstjóri." Það stóð ekki á svörum hjá bæjarstjóranum sem rumdi út úr sér Huh, maður talar ekki við svona kerlingar. Þær ættu bara að koma sér burtu úr bænum!"
Eins og við er að búast varð ég orðlaus við þessi viðbrögð og átti það sama við um félaga mína sem heyrðu til bæjarstjórans og er hætt við að þessi framkoma hans hafi orðið til þess að atkvæðum Sjálfstæðisflokksins fækkaði um a.m.k. eitt í Kópavoginum þá um vorið. Bæjarstjórinn varð sér síðan aftur til skammar þegar hann hreytti ónotum í mig þegar ég sinnti starfi mínu á launamálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var í húsi Orkuveitu Reykjavíkur í ársbyrjun 2006. Leitaði ég þá óformlega til minna samstarfsmanna um það hvort þeim þætti þetta eðlileg framkoma sveitarstjórnarmanns í minn garð. Viðbrögðin voru þau að þetta væri sannarlega ekki eðlilegt, þar sem ég væri einungis að sinna mínu starfi og sérstaklega ekki þar sem ég hafi gætt þess í hvívetna að láta framboð mitt ekki hafa áhrif á þjónustu mína í þágu sveitarfélaganna á landinu.
Í raun hefði þetta viðmót bæjarstjórans ekki átt að koma mér á óvart. Mér er ákaflega minnisstæður framboðsfundur sem fór fram í Þinghólsskóla í aðdraganda bæjarstjórnarkosninganna 1990. Þar sá ég fyrst til verðandi bæjarstjóra, nýjan oddvita Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann fór mikinn á fundinum, gagnrýndi skipulagsmál og gatnakerfi Kópavogs óspart og sagði eitthvað á þá leið að helst mætti halda að íbúar Kópvogshælis hafi dregið upp gatnakerfið í bænum, svo vitlaust væri það." Ég brást ókvæða við orðum bæjarstjórans og benti honum á að okkur krökkunum sem ólumst upp í bænum var kennt að maður gerði ekki grín að íbúum Kópavogshælis og hann ætti að skammast sín fyrir þessi orð. Þarna varð ég vitni að því í fyrsta sinn að oddvitinn er þrátt fyrir allt breyskur maður og hann baðst afsökunar á orðum sínum, sagði að hann hafi ekki ætlað að meiða neinn. Þessa hlið hef ég ekki séð hjá bæjarstjóranum síðan.
Því miður reyndist þetta viðmót bæjarstjórans í minn garð í upphafi árs 2006 aðeins vera forsmekkurinn af því sem koma skyldi. Ég náði 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi, sem hlaut 4 sæti í bæjarstjórn. Þar með varð ég 1. varabæjarfulltrúi flokksins og hef tekið virkan þátt í störfum bæjarstjórnar sem og bæjarráðs það sem af er kjörtímabilinu. Þegar ég mætti á minn fyrsta fund hjá bæjarráði hreytti bæjarstjórinn í mig þeirri athugasemd hvort Samfylkingin gæti ekki farið aftar á listann til að manna sín sæti í bæjarráði." Mér varð hugsað til þessara orða bæjarstjórans þegar ég hlýddi á fund bæjarstjórnar um áramót þegar síðari umræða var um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2009. Þar sem ég hlustaði á útsendingu frá fundinum heyrði ég að meðal fundarmanna var Bragi nokkur Michaelson, en hann skipaði 11. sætið á lista Sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar 2006. Velti ég því fyrir mér hvort Bragi hafi fengið sömu köldu kveðjuna frá bæjarstjóranum í upphafi bæjarstjórnarfundar og ég þegar ég mætti til fundar bæjarráðs haustið 2006.
Það er mín gæfa að hafa verið dugleg í ýmiskonar félagsstarfi auk þess sem ég skrifaði greinar um íþróttir kvenna í dagblöð um margra ára skeið. Þessi reynsla mín hefur fært mér heim sanninn um að maður á ekki að búast við því að fá þakkir fyrir störf sín. Hitt er algengara að fá gagnrýni fyrir hvaðeina en í engu er vikið að því sem vel er gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Ingibjörg þú kemur mér fyrir sjónir sem reiður ungur Röskvupiltur, gunnar stjórnar bænum okkar eins vel og D Oddman ofurhetja væri sjálfur við stjórnvölinn..... kV.
Þórarinn M Friðgeirsson, 17.2.2009 kl. 22:32
Merkilegur og fræðandi pistill, aldrei hefði mér dottið í hug að maður sem býður sig fram til félagsstarfa, hvað þá sem bæjarstjóri, hagaði sér svona. Afar fróðlegt verð ég að segja.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.