Leita í fréttum mbl.is

Er framsóknarmaddaman að skjóta sig í fótinn ... einu sinni enn?

Í dag hef ég ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með fréttum. Það kom mér því verulega á óvart þegar ég heyrði fréttir síðdegis að Framsóknarflokkurinn hefði sett verðandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs stólinn fyrir dyrnar um að taka til starfa um helgina. Framsóknarflokkurinn vill hugsa málið og segja svo af eða á eftir helgi. Til hvers?

Framsóknarflokkurinn á ekki aðild að þessari ríkisstjórn, þeir gerðu sig gildandi þegar nýr formaður þeirra sagðist vera tilbúinn til að styðja minnihlutastjórn Samfylkingar og vinstri grænna falli. Var hann í raun og veru að segja, ok, þessir flokkar mega skipa ríkisstjórn en við ætlum að ráða því hvað þau segja og gera ... já, og ... nei, við ætlum ekki að bera neina ábyrgð? Eða voru þeir að segja, við viljum ekki stjórnarkreppu á Íslandi ofaná allt annað og við viljum að hér sé við völd starfhæf ríkisstjórn?

Miðað við útspil þeirra í dag, þá held ég að þeir hafi frekar verið að hugsa um fyrri spurninguna. Það gengur einfaldlega ekki upp. Ef Framsóknarflokkurinn hefur í raun og veru áhuga á því að rísa uppúr öskustónni þá ættu þeir að stíga varlega til jarðar. Þeir voru búnir að segjast ætla að styðja við minnihlutastjórnina og því fylgdu engin önnur skilyrði heldur en þau að kosið yrði eins fljótt og auðið er. Framsóknarflokkurinn ætti, að mínu viti, að hemja sig aðeins. Við skulum átta okkur á því að þeir þingmenn sem munu verja ríkisstjórnina falli eru í fyrsta lagi ekki þeir sömu og örfáir kjósendur flokksins kusu á þing. Framsóknarmenn sjálfir hafa ekki of mikla trú á þingmönnum sínum í dag, það sást best á því að þeir treystu sér ekki til að kjósa sér formann úr röðum þingmanna. Formaður þeirra, til skamms tíma, hljópst undan merkjum eftir að hafa fengið á sig gagnrýni á flokksstjórnarfundi, formaðurinn sem tók við treysti sér ekki til þess að taka við stjórn flokksins til frambúðar og erfðakandídat flokksins fékk vægast sagt háðuglega útreið á landsfundi þeirra. Og til að bæta gráu ofaná svart þá tókst formanni kjörstjórnar að klúðra talningu til formanns þannig að sá sem var kjörinn var annar formaðurinn sem fagnað var á fundi þeirra.

Framsóknarmenn ættu því að mínu viti að hafa sig hæga. Þeir færi best að treysta Jóhönnu Sigurðardóttur til allra góðra verka. Gott og vel, kosningar síðla í apríl og allir sáttir. Framsóknarflokkurinn og þjóðin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl! Er að koma af "Fló á skinni",heyrði í hléi að stjórn hefði ekki fæðst. Strákanginn (Sigm.) var búinn að kalla til vitringa frá U.K. og fleiri,skilst að Frammarar vilji að væntanleg stjórn lýsi hvernig þeir ætli að fjármagna aðgerðirnar 4 sem brennur heitast á þeim og við viljum sennilega öll,svo þeir fari nú ekki að seilast í okkar millur.    Af þvíég er að koma úr fjörinu, veit þeir eru að kokka þetta saman,    segi ég     "Við matreiðslu vegur vitur maður salt" .  

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ægir ... þetta er einmitt spurningin. Eru þeir haldnir endalausri sjálfseyðingarhvöt?

Helga, Fló á skinni er náttúrulega bara brilljant. Mjög skemmtilegt leikrit. Góð samlíking hjá þér!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.1.2009 kl. 01:13

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Bara algerlega.  Það eru svo miklir hagsmunir í húfi fyrir Framsóknar-auðvaldið sem er skítsama um almenning - þeir menn hefðu ekki rænt almenning væri þeim ekki sama um hann.

Menn sem urðu milljarðamæringar á einkavinavæðingunni og seldu jafnvel sálfum sér hlutabréf ríkisfyrirtækja sem þeim var trúað fyrir að selja eins t.d. og þáverandi forstjóri Þróunarfélagsins sem var líka forstjóri Kögunar sem Þróunarfélaginu var falið að selja og fór eftir  tillögum og upplýsingum hans án þess að neinn vissi að hann og fjölskylda hans var að kaupa gegn skýrum reglum um starf hans og um að enginn mætti eignast nema 5% í Kögun, - svo endurseldu svona menn seinna sinn hlut með rosa gróða ... og héldu áfram braskinu með hinum Framsóknarmönnunum; Finni Ingólfs, Ólafi Ólafssyni, ...

- Þessir menn standa hinum nýja formanni Framsóknar mjög nærri og reyndar svo nærri að vart er hægt að ímynda sér að hann geti vikið sér undan þrýstingi þeirra - t.d. föður síns.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.1.2009 kl. 02:50

4 Smámynd: Karl Hreiðarsson

Ég held að þið ættuð að vera Framsóknarflokknum þakklát.  Hvernig erum við bætt með stjórnarsáttmála með óraunhæfum loforðum eða innihaldslausum almennum loforðum í stjórnarsáttmála?

Þeir eru með hópi sérfræðinga að vinna að raunhæfum aðgerðum, það sem hefur skort sárlega hér síðustu mánuði.  Það er skynsamlegra plan en að treysta því að Jóhanna Sig dragi kanínu uppúr hatti, hún hefur jú haft töluverðan tíma til þess frá hruninu.

Karl Hreiðarsson, 31.1.2009 kl. 10:44

5 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Er Framsóknarflokkurinn ekki bara að sýna sitt rétta andlit? Sammála Helga Jóhanni hér að framan og lesa má nánar um þessi Kögunarviðskipti hér.

Sigurður Haukur Gíslason, 31.1.2009 kl. 13:36

6 identicon

Eru óligarkar hins spillta flokks  að kippa í spotta?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:47

7 identicon

Þetta er nú ofsóknarbrjálæðislykt af þessum pistli. Það var alveg ljóst frá upphafi frá formanni Framsóknarflokksins að þeir myndu ekki bara samþykkja hvað sem er, skárra væri það nú og Frammararnir eru ekki búnir að hafa langan tíma til að fara yfir þennan samning tilvonandi stjórnarflokka. Svona bull á hinum ýmsu bloggsíðum er ekki til að hjálpa til á þessum eldfimu tímum og er varla svara verð(geri það nú samt). Varðandi endurnýjunina í  Framsóknarflokknum, er það ekki sem allir vilja? Endurnýjun. Er það ekki það sem íslenskt þjóðfélag þarf í dag, held að aðrir flokkar ættu að skoða það hjá sér.

Það var og líka mjög klókt hjá formanni Framsóknarflokksins að koma með þetta útspil um stuðning við minnihlutastjórn til vinstri en jafnframt ekki vera í henni vegna þess endurnýjunar sem flokkurinn er búinn að ganga í gegnum og þar af leiðandi ákveðins umboðsleysis, þannig hann gat ekki gert þetta betur að mínu viti. Á hinn boginn er það alveg út í hött að fáir menn í Samfylkingu ætli að pressa þetta í gegn án þess að hafa vel útfærðar áætlanir um hvernig við ætlum að koma okkur út úr þessari klemmu sem við erum í. Að endingu þá er það ekki aðalmálið hver kemur okkur sem best út úr þessu heldur hvort það gerist og það er það sem Framsóknarflokkurinn er að ganga úr skugga um, ég meina slakið aðeins á skotgrafarhernaðnum!

Vilmundur Friðriksson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband