21.1.2009
Atburðir dagsins
Nú er úr vöndu að ráða. Síðasti sólarhringur hefur verið viðburðarríkur í meira lagi. Mótmæli fyrir framan Alþingishúsið náðu nýjum hæðum í gær og í dag var þeim fram haldið, fyrst fyrir framan Stjórnarráðið og nú þegar þetta er ritað standa yfir mótmæli fyrir framan Alþingishúsið.Í gær var ég bæði stolt og hrædd. Ég er stolt af því að íslenskur almenningur hafi staðið upp úr sófanum og skundað á Austurvöll til þess að vekja þinghemi af Þyrnirósarsvefni. Ríflega 100 dagar eru liðnir frá því að sett voru neyðarlög á Íslandi en á þeim tíma hefur enginn þurft að axla ábyrgð á þeirri stöðu sem íslensku þjóðinni var komið í. Ég legg áherslu á að þjóðinni var komið í þessa stöðu, hún hvorki lenti í þessari stöðu né óskaði eftir því. Það var hópur manna sem kom íslensku þjóðinni í þessa aðstöðu. Þessir menn voru blindaðir af græðgi og þegar í óefni var komið reyndu þeir að hylja yfir glæpinn með því að höndla með peninga sem þeir höfðu ekkert leyfi til að höndla með. Íslenskur almenningur þarf að greiða fjárglæfra þessara manna dýru verði, þjóðin er rúin trausti og fyrirlitin af mörgum þeirra sem við höfum talið til bandamanna okkar til þessa dags.
En ég er líka hrædd. Hrædd vegna þess að mér finnst mótmælin vera komin á það stig að ég get ekki samsamað mig við þau lengur. Skemmdarverk og ofbeldi, af hvers höndum sem það kemur, eru aldrei réttlætanleg. Ofbeldi, þar sem heilsa og líf fólks getur verið í hættu, ber almenningi og lögreglu að forðast sem frekast er unnt. Skemmdarverk á dauðum hlutum eiga heldur ekki rétt á sér. Þarna er verið að skemma eigur þjóðarinnar. Alþingishúsið er okkar eign, það er ekki eign þingmanna þó þeir starfi þar inni. Þjóðin hefur kostað byggingu hússins og viðhald þess. Það sama má segja um Stjórnarráðið og Austurvöll, það er ekkert sem réttlætir skemmdir á þessum hlutum, ekkert!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Þessir skemmdarvargar eru örlítill hluti mótmælenda. Ekki dæma fjöldann af fáum einstaklingum. Ég var fyrir utan Alþingishúsið í dag og þar var fólk eins og þú og ég.
Fólk sem búið er að fá nóg af ástandinu og vill kosningar. Fólk sem vill að þeir sem bera ábyrgð sýni hana í verki og segi af sér.
Sigurður Haukur Gíslason, 21.1.2009 kl. 17:51
Í hjarta mínu er ég sammála þér Sigurður Haukur og ég geri mér líka grein fyrir því að þeir eru örlítill hluti mótmælenda. En ég er bara þannig gerð að ég er skíthrædd við svona ástand. Hjartað í mér er bara ekki stærra.
Kosningar vil ég og það sem fyrst og ég er alveg búin að fá meira en nóg af lufsuganginum í samflokksfólki mínu. Kannski er ég bara hræddari við aðgerðarleysi þeirra en aðgerðir mótmælenda. Þarf að hugsa það!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.1.2009 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.