15.1.2009
Hagsmunir hvers?
Föstudaginn 9. janúar sl. birtist heilsíðu auglýsing í Fréttablaðinu þar sem stjórnvöld eru hött er til þess að hefja hvalveiðar á ný. Þessi auglýsing væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að undir áskorunina rita sjö sveitarfélög nafn sitt auk fjölmargra hagsmunaaðila, s.s. samtök sjómanna og útvegsmannafélög víða um land. Sveitarfélögin sjö eiga öll nema eitt það sameiginlegt að eiga mikið undir sjómennsku og útgerð. Þau sveitarfélög eru Akraneskaupstaður, Grímseyjarhreppur, Hvalfjarðarsveit, Snæfellsbær, Súðavíkurhreppur og Vestmannaeyjabær. Sjöunda sveitarfélagið er Kópavogsbær.
Hvalveiðar geta svo sem átt rétt á sér fyrir mér en ég set stórt spurningamerki við það að Kópavogsbær, sem á litla sem enga hagsmuni í sjávarútvegi, setji nafn sitt við auglýsingu sem þessa. Fastlega má gera ráð fyrir því að einhver kostnaður hafi hlotist af við það að fá nafn bæjarins á auglýsinguna og ég verð að spyrja að því hvort þeim peningum hefði ekki verið betur varið í eitthvað annað sem snertir Kópavogsbúa meira en það hvort hvalveiðar verði hafnar á ný.
Ekki rekur mig minni til að hvalveiðar hafi verið á dagskrá bæjarráðs eða bæjarstjórnar frá því að ég fór að fylgjast gaumgæfilega með fundum þeirra. En vegna þess að ég er einstaklega óminnug þá ákvað ég að fletta í gegnum fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar nokkrar vikur aftur í tímann og fann þar ekkert sem hægt var að túlka sem svo að það væri pólitískur vilji bæjarstjórnar Kópavogs að hefja hvalveiðar á ný. Einhver hefur heimilað það að nafn Kópavogsbæjar væri sett á auglýsinguna og þar liggja tveir embættismenn undir grun, bæjarstjórinn og bæjarritarinn, þó þeir geti sjálfsagt verið einhverjir fleiri.
Hvalveiðar, og hvort þær eru stundaðar eða ekki, er hápólitískt mál. Ég dreg því í efa að bæjarritarinn hafi fundið þetta upp hjá sjálfum sér en það er þó nokkur dæmigert að bæjarstjórinn hafi kvittað uppá þetta. Hann er framkvæmdamaður, eins og þeir voru bestir í villta vestrinu og skýtur fyrst en spyr svo (hann spyr þó alls ekki alltaf!). Ef grunsemdir mínar um aðkomu bæjarstjórans að auglýsingunni reynast réttar þá verð ég að spyrja hverra hagsmuna hann er að gæta með því að setja nafn bæjarins á auglýsinguna. Kópavogsbúar, sem heild, hafa þar engra hagsmuna að gæta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Við eigum nú þessa fínu höfn sem þarf að nota. Kópavogsbær getur orðið hvalveiðibær :)
Rut Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:26
Þú ert væntanlega að tala um Jón Gunnarsson, formann fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formann Sjávarnytja.
Hann hefur beina hagsmuni að hvalveiðar hefjist að nýju. En ég er sammála þér að það er siðlaust að beita Kópavogi fyrir sér í þessu máli.
Sigurður Haukur Gíslason, 15.1.2009 kl. 22:39
Að einhver skuli ennþá láta sér detta þessa hvalveiðidellu í hug er bara fáránlegra en tárum tekur...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.1.2009 kl. 03:43
Strandabyggð styður ekki áskorun um að hefja hvalveiðar
Sigurður Haukur Gíslason, 16.1.2009 kl. 13:08
Sjá hér
Sigurður Haukur Gíslason, 16.1.2009 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.