Leita í fréttum mbl.is

Dollý er búin að spá

Um helgina kíkti ég í heimsókn til Dollýar vinkonu minnar. Hún var búin að lofa að spá fyrir um árið 2009 og ekki stóð á spádómum hjá henni síðla á laugardagskvöldið. Nú rétt áðan hafði hún hins vegar samband við mig, algjörlega brjáluð og spurði hvort ég væri búin að birta spánna (en það má alls ekki gera fyrr en síðla annað kvöld eða á gamlársdag).  Ég neitaði því vitaskuld, enda hefur spáin hvergi birst ennþá og mun ekki koma fyrir almenningssjónir fyrr en síðla annað kvöld (eða á gamlársdag).

Þegar ég fór að ganga á vinkonuna kom í ljós að hún hafði hlustað á Bylgjuna skömmu fyrir klukkan sex og þá heyrði hún viðtal við Gunnlaug stjörnuspeking. Ég hlustaði reyndar líka á þáttinn og hugsaði með mér að Dollý hafi heldur betur verið spekingsleg á laugardag, því allt sem Gunnlaugur sagði var það sama og Dollý sagði mér. Það tók mig langan tíma og loforð um koníaksflösku að róa Dollý og vona ég að  hún trúi mér þegar ég segi að spáin hennar hefur hvergi birst ennþá. Reyndar sagði ég Sigrúnu systur frá spánni í gær, en ég hef enga trú á því að hún sé í neinu sambandi við stjörnuspekinginn. Ég vona a.m.k. ekki.

Hvað um það, spáin birtist annað kvöld eða á gamlársdag. Verið bara dugleg að kíkja inn svo spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2009 fari örugglega ekki framhjá ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dolly jafnar sig,hitti hana í spsj.Kóp fyrir jólin fjallhressa.Bróðir Gunnlaugs er heimagangur hjá mér,(hálfbróðir) systursonur Didda heitins. Flestir hafa gaman af spádómum, Í gamla daga voru vinkonurnar vitlausar í að láta spá fyrir sér, "Þú hittir mann,háan,dökkhærðan,osfrv". Ha HA gomst í glensið í dag "hittir gráhærðan hokinn" Bíð spennt eftir spá Dollýar.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2008 kl. 19:02

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ok, svo Dollý var að þvælast um í SPK! Varla nema von að ég fyndi hana ekki strax eftir jólin, hún hefur verið að á sér í aur fyrir steikinni og líkast til etið yfir sig. Dollý er nú lítið fyrir að spá um persónulega hagi manna, nema þeirra sem henni verður oft hugsað til (Davíð Oddsson, G. Birgis og Karls Bretaprins).

Endilega hinkraðu spennt eftir spánni, hún á eftir að koma á óvart!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.12.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Madur mætir á síduna til ad lesa spá Dollýar.Mjög spennandi enda elska ég spádóma af öllu tagi.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 30.12.2008 kl. 09:03

4 identicon

ætli dollý hafi séð það fyrir að þú myndir lofa henni koníaksflösku ef hún myndi hringja í  þig og hella sér yfir þig?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:17

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Steini, Dollý hafði ekki hugmynd um að ég lofaði henni koníaksflösku, enda gerði ég það ekki. En hún var þess fullviss að ég myndi ramba til hennar milli jóla og nýárs ... og það gerði ég!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.12.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband