Leita í fréttum mbl.is

Mótmæli á Alþingi og við Ráðherrabústaðinn

Hér á blogginu mínu er til færsla þar sem ég lýsi þeirri skoðun minni að mér finnist ekki rétt af mótmælendum að láta reiði sína bitna á dauðum hlutum, s.s. með því að grýta eggjum í Alþingishúsið. Þeirri skoðun held ég enn á lofti, mótmæli eiga að vera friðsamleg, líkt og þau hafa verið á Austurvelli. Nú er ég ekki að halda því fram að mótmælin í Alþingishúsinu í gær eða við Ráðherrabústaðinn í morgun hafi verið ofbeldisfull eða ófriðsamleg. Þvert á móti voru þau með friðsamasta móti og þó þeim hafi verið mætt af fullu afli frá laganna vörðum þá fékk ég ekki séð að þar hafi brotist út neitt offors eða skrílslæti.

Í dag hafa verið viðtöl við ráðherra og fleiri alþingismenn sem flestallir hafa lýst þeirri skoðun sinni að borgarar landsins eigi fullan rétt á því að mótmæla. Því er ég sammála. Mótmælendur mega líka mæta á palla Alþingis og fylgjast með því sem þar fer fram. Þó einhverjir þeirra hafi hrætt líftóruna úr söku þingmönnum með frammíköllum þá voru mótmælin friðsamleg, en þeim var mætt af fullu afli. Ég er ekki viss um að allir þeir sem ætluðu að mæta á þingpalla hafi ætlað sér að vera með með háreisti, sem sannarlega gefur tilefni til brottvísunar úr húsinu. Það stendur í laganna bókstaf að Alþingi sé friðhelgur staður og þar má ekki hafa í frammi háreisti. Þeir sem brjóta lögin þurfa að svara fyrir það. En ég veit ekki betur en að þingfundir skuli fara fram í heyranda hljóði og því var ekki rétt að varna unga fólkinu - upp til hópa - aðgangi að þingfundi.

Í morgun mættu mótmælendur við Ráðherrabústaðinn. Þar mættu þeim laganna verðir sem vörnuðu þeim að koma í veg fyrir að ráðherrar gætu mætt á ríkisstjórnarfund. Ég ætla ekki að mæla því bót að mótmælendur komi í veg fyrir að menn geti mætt í vinnuna. Mótmælendur mega að mínu viti hins vegar gjarnan láta ráðherra og aðra ráðamenn vita hvað þeim finnst um stöðu mála. Í stöðu eins og þeirri sem nú er uppi í þjóðfélaginu er eðlilegt að ungt fólk sé reitt og sárt og að það láti í sér heyra á þessum vettvangi. Ráðamenn eiga að hlusta á þetta unga reiða fólk og það á að samsama sig með því. Því þeirra er framtíðin, þau munu landið erfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Ingibjörg ég deili þínu sjórnarhorni að mestu, nema þó það að ég sé ekkert athugavert við að fólk mótmæli þannig að það nái eyrum ráðamanna.  Það er ekki einleikið að enginn embættismaður né ráðherra hefur verið látinn taka pokann sinn.  Eg get næstum notað orðinn ofbeldi er Ríkistjórn og Alþingi hafa á nætufundun samþykkt lög er jafnvel stangast á við stjórnarskrá okkar, og skerða rétt okkar til atvinnufrelsis.  Svo voru það hin fleygu orð er Ingibjörg Sólrún viðhafði eftir fundinn í Háskólabíoi, þar sem hún útlistaði að fólkið og einstaklingarnir er þar mætt væru ekki þjóðinn, þetta er nú það dapurlegasta er komið hefur út munni ráðherra.

haraldurhar, 9.12.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég spyr þá hversvegna er enginn ofurmótmælandi í alvöruviðtölum á sjónvarpsstöðvum þessa lands þar ættu mótmælin að koma fram. Nei sjónvarpsstöðvarnar hafa ekkert gaman af því að hlusta á þetta fólk, kallar það bara skríl og kannski vegna þess að það kemur fram sem skríll með skýlur fyrir andlitinu eins og verstu hryðjuverkamenn. Mótmælum mótmælendum eins og kostur er en mótmælum samt ástandinu í orði. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 10.12.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Tóti minn heyrðir þú nokkuð yfirlýsingu sem þetta unga fólk las í sjónvarpinu í gær?? Ekki með neitt fyrir andliti sínu og akkúrat sagði það sem öll þjóðin vill segja. Og í framhaldi af því....Burt með spillingarliðið sem liggur um allt þjóðfélag eins og illaþefjandi mykja.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.12.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Reyndar Katrín missti ég af því mitt lið (Liverpool) var að keppa í fótamennt og ég tók það fram yfir fréttir í gær.

KV. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 10.12.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar. Það er ljóst að ég tel að við erum öll sammála um að mótmæli eiga fullkomlega rétt á sér, en ég hygg að við séum líka sammála um að þau eigi að vera friðsamleg. Þess vegna held ég að við Haraldurhar séum sammála þó hann segi:

Ingibjörg ég deili þínu sjórnarhorni að mestu, nema þó það að ég sé ekkert athugavert við að fólk mótmæli þannig að það nái eyrum ráðamanna. 

Þetta er kolrangur misskilningur. Ég er einmitt að segja að mér finnist að mótmæli eigi einmitt að ná eyrum ráðamanna. Þess vegna máttu mótmælendur hrópa og kalla eins og þá lysti fyrir utan Ráðherrabústaðinn, en slík háreisti eru bönnuð á Alþingi, þar hefðu menn held ég þó mátt mæta með skilti og annað sem ekki veldur hávaða.

Svo tek ég undir með Katrínu, ungi mótmælandinn sem las upp yfirlýsinguna fyrir utan Ráðherrabústaðinn er maður að mínu skapi. Hann var rólegur og yfirvegaður og var mjög sannfærandi í sínu ávarpi, sem ég get tekið undir að langflestu leyti.

ps. ég horfði líka á fótamennt í gærkvöldi ... lét það þó ekki trufla fréttaáhorf enda byrjuðu leikirnir ekki fyrr en eftir fréttir, kl. 19:45 , ja nema Liverpool þurfi að leika lengur en önnur lið! Áfram Arsenal!!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.12.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband