Leita í fréttum mbl.is

Já, sæll!

Orðin í fyrirsögninni hér að ofan duttu út úr mér þegar ég sá forsíðu Moggans í morgun. Svo bætti ég við „Eigum við að ræða það eitthvað?“ þegar ég sá hvað seðlabankastjóri hafði sagt við fjónska blaðið. „Verði ég hins vegar þvingaður úr starfi horfir málið allt öðruvísi við. Þá mun ég snúa aftur í stjórnmálin.“

Ef þetta er ekki nóg fyrir forsætisráðherra og hans íhaldsflokk til að skilja að maðurinn verði að víkja þá er honum og hans flokki einfaldlega ekki viðbjargandi. Hótunin sem felst í þessum orðum er svo opinská og beinskeytt að það verður ekki skýrara.

Enn og aftur bendi ég á færsluna um þær kröfur sem uppi eru, að stjórn Seðlabankans víki, að stjórn Fjármálaeftirlitsins víki, að a.m.k. tveir ráðherrar ríkisstjórnar víki og að kosið verði til þings í vor. Þetta eru einfaldar kröfur sem ætti að vera auðvelt að bregðast við og það er mín krafa og margra annarra að íslenskir stjórnmála- og embættismenn fari að axla ábyrgð á þeim verkum sem þeim eru falin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Held að þú ættir nú að verða ánægð Ingibjörg með það að hann snúi aftur í sjálfsstæðisflokkinn, kljúfi hann í smærri einingar og valdi óeiningu þar. Hann er maður sem maður elskar að hata en mikið djöf... er hann skemmtilegur hehehhe

Þórarinn M Friðgeirsson, 5.12.2008 kl. 07:01

2 identicon

Ingó mín. Það verður fínt að fá hann í pólitíkin aftur. Hann gerir þá ekkert af sér í Seðlabankanum a meðan. Svo verður gaman að sjá Ingibjörgu Sólrúnu taka hann í gegn. Hún var aldrei betri en þegar hún átti við Davíð í Borgarstjórn í gamla daga.

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Anna, ég held enn í vonina að fólk sé ekki fífl ... endalaust. Hins vegar hef ég á tilfinningunni að minni íslenskra kjósenda muni ekki nú frekar en endranær vera langlíft.

Þórarinn - seðlabankastjóri getur verið ágætlega skemmtilegur, stundum. En núna er kannski ekki tíminn til að fara með gamanmál!

Kristín, það væri best af öllu að hann hætti í bankanum, því fyrr því betra. Mér er slétt sama hvað hann gerir í framhaldinu en ég held að það væri best fyrir hann að snúa sér að því að skrifa bækur, nóg hefur hann skáldað síðustu daga.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.12.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Reyni líka, úff 9tíma törn í dag fæ seðla sem skerða ekki ellilífeyrinn,þökk sé þeirri heilögu,
   
           Nú skal fara að sofa
         samt fyrst á þig kíkja
         en áður læt þig lofa
         að láta mig ekki víkja.  ER það nú,góða nótt,kæra.

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband