30.11.2008
Ljósin kveikt á jólatréinu
Ljósin voru kveikt á jólatrénu á heimili mínu að viðstöddu fámenni. Það hefur verið hefðbundið hjá mér undanfarin ár að skreyta fyrir 3. desember ár hvert. Ástæðan er einfaldlega sú að gestir sem líta til mín að kveldi þess 3. hafa gjarnan óskað þess að jólin séu komin á heimilið.
Það er ekki í mínum anda að valda þeim vonbrigðum.
Á meðan á skreytingu jólatrésins og ákveikju stóð þá var leikinn nýr geisladiskur með Ragnheiði Gröndal sem ég fékk í snemmbúna afmælisgjöf frá Binnu systur minni og hennar fjölskyldu. Það var ánægjulegt að hlusta á Ragnheiði, snilldarsöngkona þar á ferð. Mér finnst samt að henni hafi fyrr tekist betur upp en á þessum geisladiski. Góður engu að síður og verður sjálfsagt nokkuð í spilaranum.
Vegna viðburðarins sem fagnað hefur verið ár hvert frá 3. desember 1963 verður opið hús fyrir þá sem vilja skoða jólaskreytingarnar frá því ég kem heim úr vinnu uppúr kl. 16.00. Þeir sem ekki eiga heimangengt er heimilt að skilja eftir kveðju.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Þú átt sama afmælisdag og mamma mín. Hún verður áttræð.
Til hamingju með daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2008 kl. 21:36
Bestu kveðjur og hamingjuóskir með afmælið -
Guðrún S Hilmisdóttir, 30.11.2008 kl. 21:46
nú! Ert þetta yngri en Jónína,hjartans hamingjuóskir.
Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:36
Kærar þakkir fyrir kveðjurnar, góðu konur ... þetta verður þó ekki fyrr en 3. des. og ég geri ráð fyrir að Jenný hafi þetta rétt. Ég sé það núna hvaðan þú hefur húmorinn!!
ps. Kannski þarf ég að endurtaka færsluna þá ef mér verður mikið mál að blogga í millitíðinni.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.12.2008 kl. 07:59
Reikna með því að sé gamla stærðfræðin mín rétt þá verðir þú Ingibj. 45 ára. Til hamingju með það og eins og ég víst hef áður sagt segi ég við þig aftur. Áfram HK. Totinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 1.12.2008 kl. 13:22
Sælir herramenn og þakkir fyrir snemmbúnar og góðar kveðjur.
Þórarinn þú ert mikill stærðfræðingur og endilega haltu áfram að halda með HK, það geri ég miskunnarlaust nema þegar þeir mæta Blikum.
Félagi Ægir, tréð mitt er tæpur metri á hæð úr ekta plastefni. Það er fagurgrænt, skreytt með silfurlituðum kúlum, ljósum og nokkrum notalegum minningum. Mæl þú manna heilastur um framgang jafnaðarstefnunnar og ekki síður um siðferðið, þar er verk að vinna!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.12.2008 kl. 08:27
Til hamingju með daginn! Ég mátti til að senda þér kveðju fyrst ég mundi eftir þessu og fann þig á netinu.
Sigríður María Torfadóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:52
Ja hérna, mér þykir þú minnisgóð mín kæra Sigga Maja! Mikið varð mér hugsað til þín um daginn þegar það var órói fyrir utan vinnustaðinn þinn! Takk fyrir kveðjuna
Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.12.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.